Að bíta höfuðið af skömminni

Björn Bjarnason lýsir áhyggjum af þróun stjórnmálastarfs og réttarríkisins. Hann hefði raunar mátt hafa þessar áhyggjur fyrr. Í lögum um meðferð opinberra mála segir að ekki skuli höfða mál gegn mönnum nema meiri líkur en minni séu til þess að þeir fáist sakfelldir. Ekki er að sjá að svo hafi verið gert í málatilbúnaði í Baugsmálinu. Ég tek tek að sjálfsögðu ekki afstöðu gegn því, að  kaupsýslumenn og stóreignamenn sem brjóta lög, séu sóttir til saka.  En eftirtekjan af fimm ára hernaði gegn Baugsmönnum er rýr. Afstaða Björns til Baugsmanna hefur ekki farið á milli mála. Og hann hefur ekki bara tekið afstöðu gegn þeim. Hann hefur ausið fjölmiðlamenn auri sem hafa leyft sér að gagnrýna málatilbúnaðinn. Baugsmenn njóta greinilega samúðar margra flokksbræðra sinna í Sjálfstæðisflokknum. Er ekki tími til kominn að Björn hætti þessu væli og axli ábyrgð sína á klúðrinu og segi af sér? 
mbl.is Björn lýsir áhyggjum af þróun stjórnmálastarfs og réttarríkisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steinn E. Sigurðarson

Er ekki frekar tími til kominn að Björn stofni hér leyniþjónustu sem stöðvi slíka glæpi sem frjálsir fjölmiðlar fremja gegn ríkinu, í nafni auðvaldsins!

Þá gætum við öll lifað í friði og sátt.. í skugga byssustinga hvítliðanna.

Steinn E. Sigurðarson, 16.5.2007 kl. 16:16

2 Smámynd: Steinn E. Sigurðarson

Ólafur: ég er hræddur um að þetta sé algengt vandamál hjá lykilmönnum þarna hægra megin.

Steinn E. Sigurðarson, 16.5.2007 kl. 16:40

3 Smámynd: Steinn E. Sigurðarson

Ólafur, það er þá kannski bara vald sem spillir? Eða of lítil umgjörð til að draga fólk til ábyrgðar fyrir misbeitingu valds? Erfitt að segja.

Ég er nú svo ungur að ég hef eiginlega bara upplifað þetta frá hægri hliðinni, en ég trúi þér samt engu að síður.

Steinn E. Sigurðarson, 16.5.2007 kl. 17:36

4 identicon

Sælir.  'Ólafur' ég er sammála þér, að stefna eigi að því að leggja Alþingi niður (ég las greinina þína) eða takmarka völd þess eins og kostur er. Ég held aftur á móti að það sé á öðrum forsendum  en þú (þ.e. frjálshyggju).  Það er hætt við að útópían þín gæti endað á stjórn 7 manna nefnd "sérfræðinga" sem sæju um að dreifa valdinu til fólksins, einn yrði síðan í forsvari, þ.e. aðalritari. :)

Jósep Húnfjörð (IP-tala skráð) 16.5.2007 kl. 18:01

5 identicon

Sjáðu liðið sem þú laðar að þér Sigurður? Viltu vera á þessu plani? Eins greindur og þú ert? heimska er hættuleg.

Jónína Benediktsdóttir (IP-tala skráð) 16.5.2007 kl. 20:03

6 identicon

Sjáðu liðið sem þú laðar að þér Sigurður? Viltu vera á þessu plani?

Jónína Benediktsdóttir (IP-tala skráð) 16.5.2007 kl. 20:03

7 identicon

Myndin gömul.

6 mánaða!

Kenny er hækill.

Ég  er ekki að skamma þig elskulegur, það veist þú í það minnsta!Sjálfstæða skoðun! Kenny þjáist af heimskunni einni. Ekki skoðunum...Hvað hefur Davíð gert Kenny? Hann fær í það minnsta að þykjast ver Íslendingur. 

Jónína Benediktsdóttir (IP-tala skráð) 16.5.2007 kl. 21:12

8 identicon

Það er í fyrsta lagi óboðlegt að kjósendur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins skuli hafa sett Björn í annað sæti. Í öðru lagi er það að bíta höfuðið af skömminni að almennir kjósendur séu að rugla listann eftirá. Auðvitað á kosningin að vera leynileg þannig að kjósandinn fái athvæðaseðilinn afhentan fyrirfram merktan í lokuðu umslagi og setji hann svo í kjörkassann.

Kristján Sig. Kristjánsson (IP-tala skráð) 16.5.2007 kl. 21:52

9 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Ég hlýt að vera heimskur! Kommentin hérna hafa flest ekkert með greinina að gera. Björn Bjarnason er búinn að vera ofvirkur síðan hann komst í ráðherrastól. Hvort Baugsmálið sé bull eða auglýsing Jóhannesar hafi slæm áhrif á lýðræðið skiptir engu máli. Það sem stendur eftir er að maðurinn fer sínu fram hvað sem raular og tautar og skipar í embætti á sama hátt og Framsóknarmenn gera. Hann á að vera í þeim flokki!

Þá þarf hann ekki að afsaka útstrikanir,  tengsl við nýráðna embættismenn eða sína óborganlegu þörf fyrir her og spæjara. En fyrst og fremst á hann að læra að skammast sín eins og flokksbróðirinn á Suðurlandi sem glottir með honum framan í kjósendur.

Ævar Rafn Kjartansson, 16.5.2007 kl. 23:02

10 Smámynd: Rögnvaldur Hreiðarsson

Sæll. Ég er alltaf að reyna að vinna gegn þeim fjanda sem heitir réttrúnaður. Gengur ekki alltaf nógu vel. Mér finnst best að hafa eina skoðun óháð því hvaða flokki menn tilheyra. Eða í hvaða landi menn eru. Og ég trúi því líka að ef þú settir þessa nýjustu tilburði auðmannsins í blaðinu sínu í eitthvað annað samhengi, til dæmis amerískt samhengi, þá myndir þú deila áhyggjum margra af því að menn í hans stöðu væru að reyna það sem hann er að reyna. Í prinsippinu þá er þetta afleitt. Alveg eins og þegar auðmenn fyrri tíma notuðu moggann sin til svipaðra hluta þó mér finnist stigsmunur á reyndar. Hvernig getum við samþykkt svona nokkuð?

Hvort Björn Bjarnason er þetta eða hitt skiptir hér að mínu mati akkúrat engu máli.

Rögnvaldur Hreiðarsson, 16.5.2007 kl. 23:18

11 identicon

Sigurður, þú segir að eftirtekjan af "hernaðinum" gegns Baugsveldinu hafi verið rýr. Þeir voru samt dæmdir sekir, Jón Ásgeir og Tryggvi. Eigum við kannski að segja svona almennt fyrir landsmenn alla að þeir sem brjóta lítið af sér, stela t.d. fyrir minna en 500 þúsund skulu ekki vera sóttir til saka? Það væri kannski bara ágæt regla og sparar stórar fjárhæðir í málarekstur.

Varðandi auglýsingu Jóhannesar þá spái ég því að þetta muni aukast á Íslandi í aðdraganda kosninga. Jóhannes hefur gefið fordæmið núna. Hinir og þessir einstaklingar (kannski leppar fyrir stjórnmálaflokkana) koma til með að skora á fólk í auglýsingum að kjósa ekki ákveðinn frambjóðanda vegna þess að sjá sem auglýsir er í nöp við frambjóðandann.

Brattur (IP-tala skráð) 17.5.2007 kl. 00:00

12 Smámynd: Árni Gunnarsson

Skil ég það rétt að Jónínu sé eitthvað í nöp við Jóhannes í Bónus? Og ef svo er þá fer ég nú að endurskoða álit mitt á þeim ágæta manni. Svo rifjast nú upp fyrir mér að einhverntíman heyrði ég því fleygt að hann sparaði ekki álagninguna á vínberin, svo eitthvað sé nú nefnt. Líklega er hann ekki allur þar sem hann er séður maðurinn sá.

Ég er sammála því sem hann Rögnvaldur segir. Það er þrælbölvað í prinsippinu að mati okkar Sjálfstæðismanna þegar peningamenn steyta sig. Og eins og kellíngin sagði sárt til þess að vita að þeir leyfa sér að bera fé á lögfæðinga til að verja sig fyrir dómstólum. Eða var það kannski einhver Arnar Jensson sem sagði þetta?.

Árni Gunnarsson, 17.5.2007 kl. 00:12

13 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Eins og "brattur" ónefndur vill halda fram að það færist í aukana að auðmenn reyni að hafa áhrif vil ég bara spyrja frá hvaða plánetu hann komi frá? Hversu sekir menn eru í þessum málum veit ég ekki. Baugsfeðgar eru óvægir og harðir í viðskiptum. Það heitir kapitalismi. Mér hugnast það ekki og hef reynslu af þeirra viðskiptamódeli. Það græða engir aðrir á því. En það er þar með sagt að þeir séu sekir um neitt annað en harða viðskiptahætti. 

Og það er aumt af Birni Bjarnarsyni að fela sig á bak við auglýsingu Jóhannesar. Hann hefði kannski fengið færri útstrikanir en þær hefðu samt verið verulegar. 

Ég vil ekki þurfa að eiga neitt mitt undir þeim komið enda sannfærður um að ég riði ekki feitum hesti frá því. En það er algert skilyrði á réttarkerfið að það sýni á óyggjanlegan hátt fram á það að þeir hafi brotið lög. 

Ævar Rafn Kjartansson, 17.5.2007 kl. 00:40

14 Smámynd: haraldurhar

Eg samála þer Sigurður, Björn ætti fyrir áratug vera hættur í pólítík.  Hann hefur aldrei komist út úr kalda-stríðshugsanahættinum, og því dagað upp sem eins konar nátttröll.   Hann er einnig svo dæmalaust leiðinlegur, og sér óvin í hverju skúmaskoti.  Hefur sem hann vili helst stofna Stasi til að hafa eftirlit með borgurunum.  

haraldurhar, 17.5.2007 kl. 01:01

15 identicon

Bara leiðrétta eitt Ævar Rafn. Ég sagði ekki að það myndi færast í aukana að "auðmenn" reyndu að hafa áhrifa á kosningar. Ég var bara að tala um  að það myndi aukast almennt að menn myndu senda inn auglýsingar (í anda Jóhannesarguðspjallsins) í kosningarslagnum. Hvort það yrðu auðmenn eða bláfátækur almúginn, það er annað mál. Ég er t.d. byrjaður að safna mér fyrir einni opnu í Mogganum, þar sem ég ætla að skora á fólk að... ég ætla ekki að uppljóstra því hér, það kemur bara í ljós.

Brattur (IP-tala skráð) 17.5.2007 kl. 06:30

16 Smámynd: Sigurður G. Tómasson

Mér finnst rétt að ítreka það, að ég lagði í pistli mínum engan dóm á auglýsingar Jóhannesar í Bónus. Er reyndar þeirrar skoðunar og hef látið hana í ljós á Útvarpi Sögu að pólitískar auglýsingar auðmanna séu áhyggjuefni. En ég leyfi mér ekki að bera brigður á afstöðu þúsunda manna í kjörklefanum. Þeir hafna Birni Bjarnasyni. Fyrir því eru málefnaleg rök. Ég rökræði ekki við nafnleysingja, þótt ég geti komist að því hvað þeir heita. En það er líklega eðlilegt að svo sé komið fyrir Birni að fæstir vilji bera blak af honum nema í skjóli nafnleyndar.

Sigurður G. Tómasson, 17.5.2007 kl. 10:14

17 identicon

Bara smáviðbóttarupplýsingar um nafnleysingjan Bratt. Ég hef aldrei og mun
aldrei kjósa Sjálfstæðisflokkinn, fyrr geng ég fram af hömrum. Ég er ekki
að bera blak af BB, hann er ekki hátt skrifaður hjá mér. Ég er aðallega að
hafa áhyggjur af auðmönnum eins og Jóhannesi í Bónus sem vilja öllu ráða.
Þeir (Baugur) selja okkur matinn og fötin og ótal margt annað. Þeir vilja ráða yfir Samkeppnisstofnun og verðlagseftirlitinu (Tóku t.d. ASÍ á teppið í vetur þegar þeir voru ekki ánægðir með verðkönnun sem ASÍ gerði) Þeir vilja stjórna umræðunni í landinu í gegnum fjölmiðla sína og þeir vilja jafnvel ráða réttarkerfinu í landinu.

Brattur (IP-tala skráð) 17.5.2007 kl. 12:10

18 Smámynd: Steinn E. Sigurðarson

Hversu erfitt er að skilja það? Ótakmarkað frelsi í viðskiptum og samkeppni getur auðvitað af sér fyrirtæki sem svífast einskis til að græða! Hefur Jóhannes í Bónus fundið upp einhverja nýja gerð af fyrirtækjarekstri? Ég held nú ekki.

Það er hallærislegt að horfa uppá fólk sem básúnar kosti kapítalismans hægri vinstri og getur varla umlað útúr sér heilli setningu án þess að hún innihaldi orðið "frelsi" einhversstaðar, en er svo bæði mótfallið frelsi andstæðinga sinna, og þeim lýðræðislegu tólum sem standa kjósendum til boða.

Ég mun aldrei mótmæla því að óheft auðvald og auglýsingaherferðir séu mögulega stórhættulegar almannaheill, enda er það nauðsynlegt að gera sér grein fyrir því að auglýsingar eru stórt og hættulegt afl sem getur haft áhrif á fólk á ótal vegu. Það er t.d. bannað að auglýsa sígarettur og tóbak, svo dæmi sé nefnt.

Nú velti ég því fyrir mér hversu langt á hinsvegar að ganga? Banna auglýsingar í pólitískum tilgangi? Banna auglýsingar sem upplýsa kjósendur um lítið notaða valmöguleika í kosningum? Banna auglýsingar auðvaldsins yfir höfuð? Nú er fólkið vinstra megin í pólitík talið sérfræðingar í að banna allt útaf engu.. Það ætti kannski að mynda stjórn með VG og banna bara auglýsingar einkaaðila, eins og í sovétríkjunum forðum?

En þetta er auðvitað ótengt alvöru umræðunni, þetta skiptir bara máli ef fólk samþykkir að þessi 20% kjósenda D séu svo veikgeðja að eitt stykki auglýsing hafi þessi áhrif. Þeir kjósendur sjálfstæðisflokksins sem ég þekki eru alls ekki veikgeðja, þvert á móti reyndar.

Steinn E. Sigurðarson, 17.5.2007 kl. 13:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

einherji

Höfundur

Sigurður G. Tómasson
Sigurður G. Tómasson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...urgtomasson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband