Hver á peningana?

Ekki veit ég hve mikið kemur í hlut hvers fyrrverandi viðskiptamanns, né hvaða skilyrðum það er bundið. En ég spyr: Hver kaus þetta fulltrúaráð? Ég sá ekki betur en þetta væri bara eins og deild í Framsóknarflokknum norður og suður og niður. Og hvernig var þessu fé ráðstafað á liðnum árum? Í umboði hverra?

mbl.is Eignarhaldsfélaginu Samvinnutryggingar slitið - eigið fé 30 milljarðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Það væri ákaflega upplýsandi fyrir þjóðina ef einhver fjölmiðill gerði allsherjar úttekt á því hvernig yfirleitt eignum Sambandsins og kaupfélaganna var ráðstafað?

María Kristjánsdóttir, 15.6.2007 kl. 20:09

2 identicon

Maður spáir í það hvað um þá innistæðu sem þeir sem farinir er af þessar jörð sem tryggðu hja Samvinnutryggingum hefðu átt,skyldu þeirra afkomendur eiga tilkall til þess??Ég er viss um að þessir kappar eru búnir að hagræða þessu þannig að þetta deilist á örfáa einstaklinga.Svona er þetta nú.

Erla (IP-tala skráð) 15.6.2007 kl. 20:09

3 Smámynd: Halldór Sigurðsson

Gott að sjá , að þú loksins sérð , að þú býrð í bananalýðveldi ( sem er reyndar móðgun við Banana )

Halldór Sigurðsson, 15.6.2007 kl. 22:52

4 Smámynd: Árni Gunnarsson

Það hljóta margir að bíða spenntir eftir því að einhver stigi fram og gefi trúverðugar skýringar á öllu þessu undarlega máli.

Árni Gunnarsson, 15.6.2007 kl. 23:11

5 Smámynd: Elfur Logadóttir

Erla,

það kemur fram í fréttum að Samvinnusjóðurinn, eða hvað hann heitir, hafi verið stofnaður fyrir andvirði þeirra fjármuna sem ekki geta runnið til þeirra sem hafa hætt viðskiptum við VÍS, látið lífið, lagt upp laupana (fyrirtæki) og annað slíkt.

Ég sé ekki betur, ef ég legg saman fjárhæðir í fréttum að réttur þriðjungur fjármagnsins fari í þessa sjálfseignarstofnun. Enda eru mennirnir búnir að nota féð til að verða ríkir, ekki satt? 

Elfur Logadóttir, 15.6.2007 kl. 23:44

6 identicon

Það er merkilegt hversu Finnur Ingólfsson hefur efnast persónulega á undanförnum árum.Gaman væri að gera útekt á því.

Gunnar Hilmarsson (IP-tala skráð) 16.6.2007 kl. 16:46

7 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Góði Sigurður. Samvinnutryggingasvindl S hópsins á fjármunum tryggingataka félagsins verður einfaldlega fært nýja félaginu til eigna og áframhaldandi tekna. Burtséð frá þögn yfirtakenda á fénu. Erfðaréttindi afkomenda tryggingataka verða færð til núverandi eigenda sjóðsins eða þeirra sem telja sig eiga sjóðinn... En finnst fólki ekkert athugavert við að menn innan S hópsins fái að rannsaka og fara með fjármunina núna sem áður. Þetta er að mínu mati eins og að vera ásakaður um glæp og vera í þeiri aðstöðu að geta rannsakað hann sjálfur!

Guðrún Magnea Helgadóttir, 17.6.2007 kl. 18:08

8 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Heill og sæll félagi Sigurður og þakka þér fyrir vinarviðbrögðin!

ER sem margir fleiri,hugsandi mitt um þessa atburðarás sem nú á sér stað, enda einn sem málið reyndar varðar! Fer að venju varlega í að álykta, en þínar spurningar eru finnst mér mjög eeðlilegar og vangaveltur Péturs H. Blöndal um "Fé án hirðis" óneitanlega viðeigandi! Og varðandi þessa stofnun á SAmvinnusjóðnum sem lausn á hugsanlegum málaferlum, hefði kannski ekki verið betra fyrir einvherja að minnsta kosti, að fá bara málin þannig á hreint? Allavega gefa orð Péturs og sömuleiðis spurningar nafna þíns G. Guðjónssonar til kynna, að ekki sé allt beinlínis með feldu!

Magnús Geir Guðmundsson, 18.6.2007 kl. 23:20

9 identicon

Sæll Bubbi, hvert er netfang þitt, það gamla virðist klikka, kk sjh.

Stefan Jon Hafstein (IP-tala skráð) 20.6.2007 kl. 14:19

10 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Félagi Sigurður!

Er þitt ástkæra Suðurland og bara undirlendið allt að fjúka burt?

Hygg að þessi fréttaflutningur um ástandið ætti að verða þér yrkisefni í pistil?

Magnús Geir Guðmundsson, 23.6.2007 kl. 20:16

11 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Ætli þetta mál allt sé ekki ofviða rannsakendum og þá dómstólum okkar lands?

EF málin eru eitthvað stærri en snærisþjófnaður, fer allt í baklás.

Nei minn kæri, þeir sem orðnir eru ofurefnamenn, munu verða það áfram, þó svo að auðurinn sé úr ,,sameiginlegum" sjóðum Samvinnumanna runninn.

Miðbæjaríhaldið

e.s.

Eitthvað var Einar Oddur að krukka í Brunabóta/Samvinnutryggingar sameiningunni en varð ekkert ágegnt.

Bjarni Kjartansson, 29.6.2007 kl. 11:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

einherji

Höfundur

Sigurður G. Tómasson
Sigurður G. Tómasson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...urgtomasson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 38
  • Frá upphafi: 45630

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband