Færsluflokkur: Vísindi og fræði

Skyldi gjósa?

Eins og sést í þessari frétt Mbl. er Skaftá í hlaupi. Hlaupið er sagt óvenjustórt, ku hafa farið bæði í Skaftá og Tungnaá. Kannski gos nái upp úr jöklinum. Seinustu hlaupum hefur einmitt fylgt órói sem sumir hafa viljað túlka sem gos. Annars væri gaman að heyra hvað fólk veit um Skaftárhlaup.
mbl.is Hægur vöxtur í Skaftá; engar tafir á umferð vegna hlaupsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eldsvoði og vankunnátta

Bruninn á Mýrum.

Fór um helgina og skoðaði verksummerki eftir gróðurbrunann á Mýrum. Þar var skelfilegt um að litast. Greinilegt er að ekki var brugðið við þessum bruna eins og nauðsynlegt hefði verið. Þar kemur sennilega til fáfræði yfirstjórnenda almannavarna í héraði. Svæðið sem brann er um margt einstakt, bæði sem gróðursamfélag og friðland fugla. Það er kannski ekki von að lögfræðingur í Borgarnesi geri sér grein fyrir þessu. Umhverfisráðuneytið svaf líka rólyndislega á sitt eyra. Ekkert var í raun gert til þess að ráða niðurlögum eldsins fyrr en hann hafði geisað í tæpan sólarhring.

Mannsaldur að jafna sig.

Enn er hægt að sjá afleiðingar gróðurbruna sem urðu fyrir 30-40 árum, til dæmis sums staðar á Reykjanesskaga. Ekki er víst að land á Mýrum jafni sig fyrr en að mörgum árum liðnum, kannski ekki fyrr en eftir áratugi eða aldir. Reyndar er þetta ekki í fyrsta sinn sem stjórnvöld opinbera vanþekkingu sína á einstæðri náttúru Mýra. Sveitarfélög á svæðinu settu niður sorpurðun við Fíflholt, ofarlega á svæðinu, þar sem hætta er stöðug á að grunnvatnsleki af urðunarstaðnum mengi grunnvatn og spilli vistkerfum. Þetta gerðist þótt enginn vafi léki á að betri kostir væru til staðar annars staðar.

Reynum að læra.

Nú er mikilvægt að við reynum að læra af þessu. Kenna þarf sýslumönnum undirstöðuatriði í vistfræði, svo þeir geri sér grein fyrir því að fleira er verðmæti en negldar og telgdar spýtur. Búa þarf til viðbragðsáætlun handa slökkviliðum um gróðurelda. Nú berast af því fregnir að umhverfisráðherra hafi falið Náttúrufræðistofnun að gera úttekt á þessum bruna. Við skulum vona að sú skýrsla verði nýtt til framfara.

 


« Fyrri síða

Um bloggið

einherji

Höfundur

Sigurður G. Tómasson
Sigurður G. Tómasson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...urgtomasson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband