Skyldi það breytast?

Nú hafa lögin Um Ríkisútvarpið loksins verið samþykkt. Ég hef í sjálfu sér ekki kynnt mér þau nóg til þess að geta fjallað um þau í smáatriðum. Margar spurningar hafa samt vaknað. Svo er að sjá, að þeir sem aðeins greiða skatt af fjármagnstekjum verði undanþegnir nefskattinum sem renna á til þessa hlutafélags. Rétt eins og þeir þurfa ekki að greiða neitt til sveitarfélaganna. Þá hef ég heldur ekki séð hvernig hin nýju lög eiga að tryggja afkomu Ríkisútvarpsins en það hefur verið rekið þannig undanfarin ár að ef um einkafyrirtæki væri að ræða bæri stjórnendum þess að biðja um gjaldþrotaskipti. Þá veit ég heldur ekkert um hvernig tryggt verður að RÚV verði ekki stjórnað úr Valhöll eins og fjöldamörg undanfarin ár.

Ég hef verið dyggur stuðningsmaður RÚV um árabil og vann þar lengi eins og mörgum er kunnugt. Í mínum huga leikur enginn efi á um það, að nauðsyn er á því. En þá þarf að tryggja sjálfstæði þess gagnvart ósvífnum og óbilgjörnum stjórnmálamönnum og gera  því kleift að þroskast og dafna án þess að þrengja að einkareknum fjölmiðlum á samkeppnismarkaði. Ég held raunar að vilji menntamálaráðherra standi til þess. En það hlýtur að vera skoðun allra sanngjarnra manna að til þess að ná því markmiði hefði þurft að ná almennri pólitískri sátt. Það hefur ekki tekist og þess vegna virðist framtíð Ríkisútvarpsins enn óviss og raunar í uppnámi.


mbl.is Mikill halli á rekstri Ríkisútvarpsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

einherji

Höfundur

Sigurður G. Tómasson
Sigurður G. Tómasson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...urgtomasson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband