Krimmi í Kópavogi

Nei þið megið ekki misskilja mig. Þessi saga um umhverfisspjöllin á Heiðmörk er orðin að krimma. Hér er ekki átt við mann. Skýringar bæjarstjórans og umsjónarmannsins, sem reyndar ber ekki saman einkennast af hroka og vanþekkingu. Fyrir nú utan beint skrök. Það er til dæmis ósatt að haft hafi verið samráð við Sógræktarfélag Reykjavíkur. Eftirlitsmaðurinn hélt að hann hefði átt að tala við Skógrækt ríkisins. Bæjarstjórinn sagði að farga hefði átt trjánum. Eftirlitsmaðurinn sagði að bærinn (les bæjarstjórinn) hefði viljað láta bjarga öllum trjám sem hægt væri og gróðursetja aftur á Heiðmörk. Þess vegna líklega nærtækast og skynsamlegast að flytja þau á vörubílum suður í Hafnarfjörð og geyma þau í verktakaporti, fremur en láta skógfræðingana sjá um þau á Heiðmörk. Hvað sagði ekki Jón á Bægisá: "Eitt rekur sig á annars horn, eins og graðpening hendir vorn!"

Ég bara spyr: Hvenær hætta þessir jarðýtudólgar að ljúga?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlynur Þór Magnússon

Ég er hræddur um að þeir hætti því ekki.

Hlynur Þór Magnússon, 19.2.2007 kl. 21:20

2 Smámynd: Vilborg G. Hansen

Tja það er góð spurning Sigurður, hvernær hætta þeir að ljúga??

Hins vegar er verðugt rannsóknarblaðamannsefni að skoða sögu Klæðningar hf, Gunnars og tengdra aðila + verkefni á vegum Orkuveitunnar.  Og þá meina ég kíkja dýpra en bara nokkur ár............. 

Vilborg G. Hansen, 19.2.2007 kl. 21:21

3 identicon

Á lóðinni hjá Garðafelli (garðyrkjuverktaka) í Hafnarfirði munu hafa fundist um 50 illa fengin tré úr Heiðmörk. Hvar eru öll hin (400-500 stk.)?

Gapripill (IP-tala skráð) 19.2.2007 kl. 21:31

4 identicon

Hér er dylgjað alveg ótrúlega. Bæði í upphafsinnleggi sem og í athugasemdum. Fyrir það fyrsta Sigurður, hvað eru jarðýtudólgar? Þú sem hefur um langt árabil talið þig ssérfræðing í íslensku máli ættir að geta útskýrt þetta orð fyrir mér. Þú heldur því líka fram að beint hafi verið skrökvað í þessu máli, áttu þá við það þegar framkvæmdarstjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur lýgur því að þessi tré séu komin í sölu á svörtum markaði eða ertu bara að reyna að vera fyndinn?

Svo ertu með athugasemt hér þar sem fullyrt er að þau tré sem eru í geymslu séu illa fengin, berð þú ábyrgð á því sem fram kemur á þinni síðu?

Mér sýnist að framkvæmdarstjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur sé nú að vandræðast með allar stóru upphrópanirnar, hann er á hlaupum frá upphafi málsins og reynir að finna sífellt eitthvað nýtt til að leiða umfjöllunina frá eigin getuleysi. Reyndar vorkenni ég honum, því sjaldnast stand smásálir undir athyglinni sem þeim tekst stundum að ná sér í. Gaman hjá þeim fyrstu klukkutímana en svo rennur á þá óráð veru8leikans.

Jón á Bægisá var spakur maður og gott að vitna í hann.

Það er líka meistari Spurgeon, sem agði allt það sem lýsir svo veð Helga Gíslasyni framkvæmdarstjóra: „Lygin þýtur um hálfan heiminn áður en sannleikurinn kemst í stígvélin.“

Guðmundur Sigurðsson (IP-tala skráð) 20.2.2007 kl. 00:09

5 Smámynd: Sigurður G. Tómasson

Ekki veit af hverju þú ert mér svona reiður Guðmundur. Og ekki ætla ég að fara að skattyrðast við þig um merkingu auðskilinna orða. En þetta mál er einfalt. Skógræktarfélag Reykjavíkur á trén í Lýðveldislundinum. Ef einhver tekur þau án leyfis eigandans og fer með þá er til gott og gamalt orð yfir það. Athæfi af því tæi kallast þjófnaður. 

Sigurður G. Tómasson, 20.2.2007 kl. 11:46

6 identicon

Sæll Sigurður, það er langur vegar þar frá að ég sé eitthvað reiður. Hins vegar ofbýður mér svona málflutningur eins og þú viðhefur. Það er þekkt hjá fólki að neita að tala við þennan eða hinn til að þurfa ekki að færa rök fyrir sínu máli. Oft einmitt kallað að vilja ekki skattyrðast.´

Þú viðhefur dylgjur um þjófnað og lætur í öllu eins og þú sért sérlegur hanghafi sannleika og réttlætis á jörðinnni.

Þú heldur því fram að Bæjarstjórinn í Kópavogi eigi Klæðningu, það eru hrein ósannindi hjá þér — sjálfsagt borgar sog ekkert að skattyrðast með þá ósannsögli.

Eins og ég sagði áðan að þá er ég ekki reiður en mér misbýður þegar menn sem virðast setja sjálfa sig í helgitölu beta ósannsögli fyrir sig á opinberum vettvangiog telja sig ekki þurfa að ræða það neitt meir.

Guðmundur Sigurðsson (IP-tala skráð) 20.2.2007 kl. 15:27

7 Smámynd: Sigurður G. Tómasson

Ég veit ekki hvað ég á að segja við Guðmund Sigurðsson. Ég hef ekki neitað að tala við neinn. Heldur ekki Guðmund. Á hinn bóginn dreg ég sjálfsagðar ályktanir af því sem gerist. Ef brotist er inn hjá mér og einhverju stolið þarf ég ekki að ræða neitt sérstaklega við þjófinn til þess að komast að þeirri niðurstöðu að þetta sé innbrot og þjófnaður. Ef einhver keyrir á kyrrstæðan bílinn minn heitir það árekstur. Sá sem gerir það veldur mér tjóni. Þótt hann segi mér á eftir að ég hafi ekki átt að geyma bílinn minn þarna því hann hafi þurft að komast leiðar sinnar í gegnum hann og þessi bíldrusla hafi verið fyrir, breytir það engu, nema því að þá kemst ég að því að tjónvaldurinn er ekki bara venjulegur klaufi heldur ruddi líka. Þegar svona maður stýrir jarðýtu heitir hann jarðýtudólgur. Svoleiðis er það.

Sigurður G. Tómasson, 20.2.2007 kl. 19:40

8 identicon

Þú ert sem sagt ennþá fastur í þeirri for að einhverju hafi verið stolið í þessu Heiðmerkurmáli?

Get sagt þér að það er alþekkt að farið sé með tré í geymslu á önnur svæði þar sem framkvæmdir standa yfir, til að mynda gerir Orkuveita Reykjavíkur slíkt. Með því er tryggt að um trén sé hugsað þar til þeim er plantað á nýjan leik.

En mörgum virðist hennta að úthrópa menn sem þjófa, og get ekki betur séð en að þú sért einn þeirra sem það gera. Veldur mér vonbrygðum.

Getum við ekki verið sammála um að fullyrðing þín um að Bæjarstjórinn í Kópavogi sé eigandi verktajafyrirtækisins sem hafði með hondum ftramkvæmdir í Heiðmörk sé út í hött og byggð á ásannindum?

Þykir miður að jafn fróður maður og þú ert skulir vera hættur að vitna í horfnar hetjur. Þú manst hvað Kettering sagði: „Mennirnir hata breytingar. Án þeirra verða samt engar framfarir.“

Guðmundur Sigurðsson (IP-tala skráð) 20.2.2007 kl. 22:28

9 Smámynd: Sigurður G. Tómasson

Hvenær seldi Gunnar Birgisson Klæðningu? Og hverjir keyptu? Ég tek það fúslega til baka að hann eigi fyrirtækið ef svo er ekki enda skiptir það engu máli í þessu. Og hefði nú ekki verið heppilegra að geyma trén í Heiðmörk? Skógrætarfélagið, sem átti þau, ræður yfir lokuðum geymslusvæðum. En lágmarkið er að láta eigandann vita ef maður fjarlægir eigur hans af umsjónarsvæði hans. Hvað heitir það ef maður tekur eitthvað í eigu annarra og fer með það, án leyfis eigandans? 

Sigurður G. Tómasson, 21.2.2007 kl. 17:29

10 identicon

Það er gott að þú skulir vera búinn að átta þig á að gott geti verið að hafa það sem sannara reynist. Það er nokkurt spor.

Eftir því sem ég gleggst veit eru 4-5 ár síðan að Gunnar seldi. Það er merkilegt að það skuli núna ekki skipta neinu máli hver á fyrirtækið. Þetta var hjá þér, og mörgum öðrum, stórmál fyrir fáum dögum.

Það er alþekkt að tré séu flutt til geymslu, til að mynda hafa borgarfyrirtæki flutt trjágróður í Kópavog til geymslu á meðan framkvæmdir standa yfir.

Það er til í því hjá þér að það beri að láta eigendur vita. Í þessu tilfelli vissi landeigandi allt um þessar framkvæmdir. Eins og þú veist, sem fyrrverandi stjórnarmaður í skógræktarfélaginu, að þá á Reykjavíkurborg þetta land. Kverúlantar í félaginu hafa hins vegar haldið sig eiga þetta allt skuld laust.

það er líka rétt hjá þér að ef maður tekur eitthvað ófrjálsri hendi er það þjófnaður, en það kemur þessu máli bara ekkert við.

Nú þegar þú ert að byrja að feta þig inn á brautir sannleikans mun þetta allt koma.

Guðmundur Sigurðsson (IP-tala skráð) 21.2.2007 kl. 19:35

11 identicon

Varðandi trén, þá geta menn hugsanlega borið fyrir sig (og notið vafans fyrir dómstólum) að þessi 50 tré hafi verið í geymslu í Hafnarfirði og að flytja hafi átt þau aftur í heimasveit sína að aflokinni betrunarvist í Hafnarfjarðarhrauni. En þessi 50 tré eru einungis tíund af þeim fjölda trjáa sem hurfu þennan dag. Hvar eru öll hin? Föstudaginn 9. feb. sást til a.m.k. tveggja vörubíla aka úr Heiðmörk inn á Suðurlandsveg í austurátt. Kannski hafi átt að bjóða þeim trjám að skoða Gullfoss og Geysi? Þetta verður vonandi allt saman leitt fram í dagsljósið þegar lögreglurannsókn lýkur.

Varðandi eignarhaldið á Klæðningu ehf., segir "sagan" að Dr GIB hafi selt eignarhaldsfélagi í Lúxembúrg fyrirtækið fyrir 3 árum. En hver á eignarhaldsfélagið í Lúxembúrg?

Sigurður Guðmundsson (IP-tala skráð) 21.2.2007 kl. 22:00

12 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Sæll Sigurður

Þakka þér fyrir skrifin um Heiðmörk. Ég vann eitt sinn sem sumarmaður hjá Skógræktarfélagi Reykjavíkur (á tímum Einars Sæm.), bæði í Heiðmörk og Haukadal. Hef sett niður tugþúsundir trjáplantna og er enn að.  Mér hefur blöskrað þessi framkoma sumra og hinn ótrúlega mikli hroki sem við höfum orðið svo illilega vör við. Mál þetta er allt hið undarlegasta.

Ágúst H Bjarnason, 24.2.2007 kl. 08:33

13 Smámynd: Haukur Nikulásson

Sæll Sigurður, ég hef engu við að bæta við þessa "umgengni" Gunnars og Klæðningar um Heiðmerkurskóginn. Hef sjálfur bloggað um það og hef svipaða skoðun og þú og fleiri.

Ég hlusta einatt á þig á morgnana og skil dálæti þitt á Jussi Björling. Þú ættir að kíkja á myndasafn (músíkvideo) með honum á www.youtube.com þú slærð inn leitarorðið "Björling" og þá birtist þér vænt safn. 

Haukur Nikulásson, 24.2.2007 kl. 11:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

einherji

Höfundur

Sigurður G. Tómasson
Sigurður G. Tómasson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...urgtomasson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 45819

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband