Stóreignamaður án þess að vita það

Við ætlum að fara að flytja. Og til þess að létta flutningana erum við að fara í gegnum allar geymslur, henda, setja í góða hirðinn, að ógleymdum tugum bókakassa sem fóru annað. Í fyrsta sinn á ævinni finnst mér ég vera ríkur. Óþægilega ríkur. Og auðurinn felst mestmegnis í dóti sem ég hef engin not fyrir. Kannski voru einhvern tíma not fyrir það. En ef maður hefur sett það í kassa og troðið því inn í geymslu fyrir fimm eða tíu árum eru viss líkindi til þess að ekki hafi þörfin verið brýn. Svo maður fargar því. Eftir því sem innar dregur í geymsluna og maður fer að finna kassa sem legið hafa óhreyfðir síðan maður flutti síðast fyrir tæpum mannsaldri, því djarfari verður maður í förguninni. Geymslur eru fullar af ómissandi gersemum. Og þegar maður er búinn að farga þessum djásnum, líður ekki á löngu áður en maður þarf að nota eitthvað af því sem fór í góða hirðinn, eða liggur undir tveggja metra moldarlagi uppi í Álfsnesi. Og þá er of seint að iðrast.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Ásbjörnsson

Voru þetta nokkuð bankabækur í bókakassanum?

Sigurður Ásbjörnsson, 4.3.2007 kl. 20:34

2 Smámynd: Sigurður G. Tómasson

Jú, nokkrar tómar!

Sigurður G. Tómasson, 4.3.2007 kl. 20:45

3 Smámynd: Haukur Nikulásson

Clairol fótanuddtæki eða Sinclair tölva?

Haukur Nikulásson, 4.3.2007 kl. 20:47

4 Smámynd: Sigurður G. Tómasson

Nokkrar kynslóðir af tölvum. En fótanuddtæki, nei. Litli ljósálfurinn reyndar.

Sigurður G. Tómasson, 4.3.2007 kl. 20:51

5 Smámynd: Sigurður G. Tómasson

Já og nokkrar mismikið bilaðar veiðistangir. Maður ætlaði alltaf að gera við þetta. Mikið um góð áform. Gönguskíði. Tjöld. Talsvert af viðlegubúnaði.

Sigurður G. Tómasson, 4.3.2007 kl. 20:53

6 Smámynd: Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir

Já maður ætlar alltaf að fara á skíði og spila golf. 

Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir, 4.3.2007 kl. 21:32

7 Smámynd: Hlynur Jón Michelsen

Það er alveg nauðsýnlegt að flytja með ákveðnu millibili. Ég er búinn að flytja svo oft að ég er hættur að nenna að eiga drasl. Ég hef hent svo að segja öllu nema bókunum mínum. Ég bara fæ það ekki af mér. Ekki einu sinni þeim sem sluppu óbrunnar þegar kveinkaði í hjá mér. Sumar þeirra lita hendurnar á mér svartar út af sóti og sumar anga en af brunalykt. Ég henti svo að segja öllum innann-stokksmunnunum mínum svo sem græjunum, húsgögnunum, málverkum og bókaskápnum en EKKI BÓKUNUM. ALREIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII

Hlynur Jón Michelsen, 7.3.2007 kl. 21:05

8 Smámynd: Steinn E. Sigurðarson

Daginn sem ég frétti af föður mínum hendandi bókum, væri líklega sami dagur og ný borg bættist við veðurspánna hér á mbl.is.

Helvíti        N7        -10°

Steinn E. Sigurðarson, 8.3.2007 kl. 09:31

9 Smámynd: Sigurður G. Tómasson

Nei, bókum er ekki hent á mínu heimili!

Sigurður G. Tómasson, 8.3.2007 kl. 10:04

10 identicon

Was up dog?

Cactus Buffsack (IP-tala skráð) 12.3.2007 kl. 11:14

11 Smámynd: Ár & síð

Já, gamlir kassar. Þegar frænka dó hreinsuðum við ættingjarnir hálfrar aldar gamla kassa úr ruslakompu - og upp kom því sem næst ævisaga norsks afa míns, allt frá skírnarvottorði, prófskírteinum og herkvaðningargögnum til ljósmynda og líkræðunnar á Seyðisfirði 1943. Allt efni sem enginn vissi að væri til. Fara í gegnum innihaldið fyrst...
 

Ár & síð, 15.3.2007 kl. 16:44

12 Smámynd: Sigurður G. Tómasson

Það er allt skoðað!

Sigurður G. Tómasson, 17.3.2007 kl. 19:57

13 Smámynd: Ragnar Bjarnason

Verð að leggja áherslu á það þó komið sé fram, bókum hendir maður aldrei.

Ragnar Bjarnason, 17.3.2007 kl. 21:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

einherji

Höfundur

Sigurður G. Tómasson
Sigurður G. Tómasson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...urgtomasson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband