22.3.2007 | 13:13
Flóð á fimm ára fresti?
Enn einu sinni berst grjót á land við Eiðisgranda og götur lokast vegna sjávarágangs. Göngustígurinn hverfur í hafið og gat kemur á sjóvarnargarð. Örstutt er síðan dælur í fráveitukerfinu á þessum slóðum slógu út og kjallarar fylltust af skolpi. Nú er spáð 30-90 sentimetra hækkun sjávarborðs á þessari öld og bætist það við landsig á þessum slóðum. Eru menn enn jafn galvaskir í áætlunum um stórfellda íbúðabyggð á uppfyllingum á þessum slóðum?
Brimvarnargarður við Ánanaust rofnaði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
einherji
Bloggvinir
- malacai
- gusti-kr-ingur
- hof
- arogsid
- asarich
- hugdettan
- arh
- baldurkr
- kaffi
- bergurben
- begga
- bibb
- eurovision
- dabbi
- dofri
- egillrunar
- esgesg
- esv
- elinora
- estersv
- eysteinn
- fsfi
- fridrikof
- gesturgudjonsson
- gislihjalmar
- gudjonbergmann
- zumann
- orri
- gunnarfreyr
- guru
- halldorbaldursson
- doriborg
- kiddih
- hallurg
- hallurmagg
- handsprengja
- heidar
- 730
- hildurhelgas
- hlynurh
- kolgrimur
- hlodver
- hrannarb
- hvitiriddarinn
- ibbasig
- ingibjorgelsa
- jara
- ingo
- jensgud
- skallinn
- jonthorolafsson
- jullibrjans
- julli
- juliusvalsson
- krist
- hjolaferd
- ladyelin
- mariakr
- sax
- leifurl
- poppoli
- ofansveitamadur
- solir
- omarbjarki
- vestskafttenor
- pallieinars
- palmig
- raggipalli
- rheidur
- rungis
- bullarinn
- xsnv
- sigfus
- safi
- siggivalur
- fletcher
- ses
- kosningar
- garibald
- torfusamtokin
- tommi
- eggmann
- villagunn
- steinibriem
- thoragud
- thordistinna
- thorolfursfinnsson
- aevark
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 45819
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Jumm og jæja.
Akkurat. Ekki annað að gera en biðja Þór teyga enn ótæpilegar á horninu góða.
Annars, nokkuð er me´r sama hvernig menn fara með aurana sína, að vilja setja hæla sína niður við Örfyrisey. Í nafninu ætti að felast varnaður, væru menn svona læsir í meðallagi.
Ef menn fýsir að byggja þarna, er þeim það fullfrjálst af minni hendi en vita skulu þeir,a ð óeðlilegt er með öllu, að bætur komi frá sameiginlegum sjóðum, flæði meir en þeir era ráð fyrir í sínum áætlunum, sem eru frá mínum bæjardyrum séð, glæfraleg,- hið minnsta.
Ég er nefnilega afar lítill forsjárhyggjumaður að upplagi og uppeldi og lít á svona æfingar, frekar vorkunaraugum en illum.
Svo er til að taka, að vísindamenn eru nú ekki sammála um hækkunina. Ekki fekar en um svo margt annað.
Frændi minn, fyrrum Veðurstofustjóri, styður mál sitt góðum rökum og eðlisfræði, sem hvert mannsbarn skilur en enn og aftur eru efasemdarraddir uppi.
kærar kveðjur úr 101
Miðbæjaríhaldið
Bjarni Kjartansson, 22.3.2007 kl. 13:38
Alveg er mér sama um hvað menn ana út í, svona einir og sér. Mér væri til dæmis nokkurn veginn sama um það, þótt Björn Ingi Hrafnsson steypti sér í Tjörnina á nærbuxunum. Hann um það. En hann og félagar hans ráða því sem kallað er skipulag og má auðvitað rökstyðja það að í sjálfu orðinu felist beinlínis forsjárhyggja. En svoleiðis er þessu nú fyrirkomið. Og þá þurfum við að borga brúsann ef stefnt er í óefni. Nú er svo komið að Bingi hefur lýst því að þarna eigi að byggja, verktakar hafa keypt upp atvinnuhúsnæði og munu vitaskuld kosta kapps um það að fá einhvern arð af því. Jafnframt er vitað að engar ákvarðanir hafa verið teknar um að flytja olíubirgðastöðina í Örfirisey, né hvað slíkir flutningar mundu þýða. Ekki hefur verið gerð umferðarspá og því síður spáð í kostnað af auknum fyllingum, varnargörðum, og öryggisbúnaði vegna landssigs og hækkandi sjávarborðs. Ég segi það satt, þegar stjórnmálamenn tala um glæsta framtíð grípur maður ósjálfrátt krampataki um budduna!
Sigurður G. Tómasson, 22.3.2007 kl. 17:46
Mér fannst nú alveg nóg að koma að þessu og tveir menn vaðandi vatn upp að hnjám eða meira til að reyna að kippa einhverju í liðin þarna við hringtorgið við JL húsið og ég varð alveg hvumsa að engin lögreglubíll né lögregla skyldi vera á staðnum þar sem bílar voru ekki vissir hvað þeir ættu að gera, æða út í vatnsstraumin i óvissununa um hvort að bílinn myndi hreinlega lifa það af og ekki drepa á sér þarna úti miðjum pollinum og aðrir fóru á móti umferð og fengu bíla á móti sér. Ég fór úti í pollin og spurði starfsmennina hvort að það væri engin lögregla hjá þeim en þeir sögðu að hún væri of upptekin í einhverju öðru. Ég átti ekki til orð. Þar sem ég bý þá tíðkast þetta ekki.
BostonInga (IP-tala skráð) 22.3.2007 kl. 19:13
Þetta gerist árlega núna eða oftar algjör vitleysa í manninum og ótrúlegt hvað svona hlutir eru látnir dankast
Jón (IP-tala skráð) 22.3.2007 kl. 19:43
Hvernig verður þá með Tónlistarhúsið, þegar líða fer á öldina, ef all fer á versta veg? Já, og miðbæinn gamla?
Auðun Gíslason, 22.3.2007 kl. 20:50
Það á reyndar ekki bara við um tónlistarhúsið, heldur öll hús sem byggð eru langt niður fyrir sjávarmál, að taka þarf tillit til aukins lyftikrafts vegna sjávarborðshækkunar. Það er auðvitað hægt og líka hægt að halda þeim þurrum með dælum. En það er verra með eldri byggingar sem ná langt niður fyrir sjávarmál. Maður vonar bara að þar hafi verið vel í lagt. Hús sem bara standa á þessum gamla sjávarkambi í kvosinni er hægt að verja, en búast má við að sjór flæði upp á götur í miðbænum í flóðum. Og hugsa þarf fyrir varnargörðum við höfnina og frá flugvellinum og alla strandlengjuna inn í Laugarnes. Sjór mun ekki bara ganga á land við Eiðisgranda ef svo fer sem horfir.
Sigurður G. Tómasson, 22.3.2007 kl. 21:02
Þetta er áhyggjuefni. Sjá ágætan annál um flóð í Reykjavík. Það munu koma flóð aðeins spurning um hvenær það verður næst.
]
www.hi.is/Apps/WebObjects/HI.woa/1/swdocument/1006...GeirR, 23.3.2007 kl. 10:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.