Breyttir tímar og gulur Bragi

Ég gerði um daginn athugasemd við blogg Péturs Gunnarssonar um Ingibjörgu Sólrúnu og ferð hennar á kratafund í Svíþjóð. Hann sagði nefnilega fyrst í blogginu að ISG færi þetta á kostnað Alþingis. Hann orðaði það reyndar þannig: "Mér er sagt...." . Í eftirskrift, eftir að athugasemd kemur frá Skúla Helgasyni framkvæmdastjóra Samfylkingarinnar, hefur hann eftir honum að flokkurinn greiddi kostnaðinn. Ég gerði athugasemd við þetta hjá Pétri, sagði þetta bera keim af hinum frægu ummælum Nixons "Let them deny it" og Pétur væri kominn út í pólitík.  Pétur svaraði mér reyndar að bragði og sagði athugasemd mína kjaftæði. Það væri einkenni hins nýja tíma, og miðils, að setja eitthvað fram og leiðrétta síðan ef rangt reyndist. Það kann að vera rétt að það sé einkenni miðilsins og má á það fallast að eftir að þetta var fram komið í vefpistlinum hafi verið rétt af Pétri að láta það standa þar og vitna til athugasemdar Skúla frekar en að stroka allt út. En enn er ég nú reyndar þeirrar skoðunar að menn eigi ekki að fullyrða neitt í vefpistlum sem þeir vita ekki, sérstaklega ekki ef um er að ræða fullyrðingar sem eru meiðandi. Það gerði Pétur. Að vísu með orðalaginu "Mér er sagt...." og enginn veit nema Pétur Gunnarsson hver laug að honum. Öllum getur orðið á að treysta heimildarmönnum, sem ekki reynast traustsins verðir. Og stundum gerist það, til dæmis þegar maður er í pólitík, að ákafinn ber dómgreindina ofurliði. En ef það er sérstakt einkenni hins nýja miðils að birta í belg og biðu slúður, sem reynist síðar vera rakalaus þvættingur, ja má ég þá heldur biðja um gömlu miðlana, jafnvel þótt bragðið minni á langstaðinn gulan Braga.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlynur Þór Magnússon

„Ku“ ...

Hlynur Þór Magnússon, 24.3.2007 kl. 14:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

einherji

Höfundur

Sigurður G. Tómasson
Sigurður G. Tómasson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...urgtomasson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 45819

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband