Hagsmunir hverra?

Mogginn sagði frá því í forsíðufrétt um daginn að utanríkisráðherra hefði samið um það við ESB að tollar hækkuðu á grænmeti frá löndum utan bandalagsins um 30%. Þessir tollar voru afnumdir 2002. Nú segir Valgerður Sverrisdóttir að "minni hagsmunum hafi verið fórnað fyrir meiri". Og hverjar eru staðreyndir málsins? Íslendingar (les MS, Osta- og smjörsalan, fyrirtæki sem ræður 99% markaðarins) fá að flytja til ESB "smjör, skyr og" sem eru einhverjir aðrir " hesta á fæti". Þetta eru hinir meiri hagsmunir að mati ráðherrans. Að íslenskir neytendur þurfi að greiða meira fyrir klettasalat, súkkíni, eggaldin og avókadó eru hinir minni hagsmunir. Er nema von að þessu hafi átt að halda leyndu fram yfir kosningar? Er nema von að Framsóknarflokkurinn tapi fylgi?
mbl.is Minni hagsmunum fórnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgir Guðjónsson

Hjartanlega sammála þér.

Birgir Guðjónsson, 30.3.2007 kl. 22:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

einherji

Höfundur

Sigurður G. Tómasson
Sigurður G. Tómasson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...urgtomasson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 45819

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband