Ósæmilegar dylgjur

Engu er líkara en ritstjóri Morgunblaðsins tapi glórunni í hvert sinn sem hann fjallar um Baugsmál. Í Reykjavíkurbréfi sunnudagsmoggans víkur hann að umræðum um yfirlýsingar Jóns Steinars Gunnlaugssonar hæstaréttardómara, vegna vitnisburðar fyrir héraðsdómi. Einn af þeim sem fréttamenn leituðu til um þetta efni var Sigurður Líndal fyrrverandi lagaprófessor. Án þess að ég fjalli um málið efnislega finnst mér einstaklega ósmekklegt hjá Styrmi Gunnarssyni að tengja umfjöllun Sigurðar því að Bókmenntafélagið, sem Sigurður er formaður fyrir fékk rausnarlegan styrk frá Baugi. Þetta eru siðlausar dylgjur hjá ritstjóra Morgunblaðsins. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Auðun Gíslason

Það er spurningin: Hverjir hafa helst rekið þetta mál í fjölmiðlum? Dylgjurnar og kjaftasögurnar virðast líka hafa verið vitnisburður sumra í réttarsalnum. Frúin (þori ekki annað en að nota þetta orð) haft heyrt þetta og hitt. Og allt varð þetta á endanum eitt  "KU"!

Auðun Gíslason, 24.3.2007 kl. 23:41

2 Smámynd: Jens Guð

Ritsjóri Moggans er ekki alveg hlutlaus.  Eða hvað?

Jens Guð, 25.3.2007 kl. 03:19

3 identicon

Á hinn almenni áskrifandi sem telur sig vera að borga fyrir fréttablað að láta það yfir sig ganga að ritstjórinn noti á degi hverjum alla þessa dálksentímetra til að koma að persónulegum hjartansmálum - eða þráhyggju - eftir því hvernig á það er litið? Eins og ég kom inn á í bloggfærslunni minni í gær þá er ansi stutt í að ég sendi uppsagnarbréf nr. 2!  

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 25.3.2007 kl. 09:25

4 Smámynd: Sigurður Ásbjörnsson

Mér er þetta mál hugleikið og bendi á hugrenningar mínar varðandi stöðu Jóns Steinars í samfélaginu.

Sigurður Ásbjörnsson, 25.3.2007 kl. 18:01

5 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Nú er mér svo  í sinni, að frekar fer allt þetta mál að verða ógeðfellt, svo ekki sé meira sagt.  Kemur þar margt til.

Vittni í málinu eru likt og leikarinn í minnisglapa-auglýsingu Símans, gersamlega elliærir og galnir öllu minni.  Ekki mjög trúverðugt, þar sem sömu muna gjörla sitthvað sem vel fer í bóli.

Téður emerítus fór mikinn hér fyrir skemmstu, þegar hann sló borg um synjunarvald forseta og varð afar tíðrætt um ,,vilja löggjafans" í setningu paragrafa í Stjórnarskrá okkar. 

Sama manni taldi það sér sæmandi, að gefa lítið fyrir sama ,,vilja löggjafans" nú fyrir skemmstu í þjóðareiganarákvæði um auðlindir okkkar til sjóvar og lands. Taldi Alþingi fara þar með fleipur og ólög.  Varla mjög trúverðug afstaða það.

Menn, sem áður voru í nánu Fóstbræðralagi sökuðu hvern annann um lygimál af fundi þeirra á erlendri grund, þó svo að vitni hafi verið að ummælum og tildragelsum öllum.  Fyrrum aðstoðamaður taldi ómark, hvað þa´verandi aðstoðarmaður sagði, þar sem lýðum mætti ljóst vera, að hann væri of tengdur ráðherra, stöðu sinnar vegna.

Semsé, menn stinga velgjörðamenn sína í bakið (ekki var nú Júdas eða Brutus haldnir herrar í mínu uppeldi)  Svo er ljóst, að flestum er Fóstbræðrasaga í léttu rúmi nú til dags.

Annað sem pirrar mig mjög og kemur þar til uppeldi mitt, sem ég fékk af móður minni og föður (fæddum 1908 og 12), að eitt skyldi yfir alla ganga og öllum bæri sami beini, hvort væru þar húbændur eða hjú, enda að Vestan.  Nú eru málum vísað frá dómi og menn sýknaðir af svipuðum ákærum, svipað tilreiddum og aðrir, fátækari og minnimáttar eru dæmdir fyrir hratt og greiðlega.  Þetta er ekki gott veganesti inn í nýja öld.

Okkar nýja Aldamótakynslóð fær ekki góða vegvísa inn í framtíð sína með svona Sirkusum.

Ég er ekkert að segja að þeir sem á sakamannabekkjum sitja nú, séu greiðlega eða berlega sekir en lætin og leiksýningarnar, margmæli og allur sá fjöldi ljúgfróðra manna, sem hafa sagt svo æði margt er svo skelfilega ótraustvekjandi að ekki tekur neinu tali.

Eindir mannsins eru ekkert breyttar frá því fyrrum.  Enn erum við að berjast við það sama, með misjöfnum árangri en svona vörðusmíð er ekki afkomendunum til hægðarauka í þeirri baráttu, svo mikið get ég fullyrt. 

Ég í það minnsta berst við Höfuðsyndirnar sjö á hverjum Guðsgefnum degi og á í þeirri baráttu þar til að tunga mín verður til trés metin að þremur Sólaruppkomum eftir mína daga.

Þakka gott ,,blogg" og biðst fyrirgefningar á rasbögum og ritvillum, sem til eru komnar vegna meðfæddrar lesblindu.

kærar kveðjur að liðnum Góuþræl

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 27.3.2007 kl. 11:47

6 Smámynd: Sigurður G. Tómasson

Þessi vefpóstur minn fjallaði ekki efnislega um rök Sigurðar Líndals í þessu máli, sem mér þó reyndar þykja sannfærandi. Því síður var ég að skrifa um umfjöllun hans um stjórnarskrána, sem ég hef þó kynnt mér og tel afar vandaða. Ekki var hér heldur fjallað um Baugsmál, þótt mér þyki, nú þegar hillir undir lok málflutnings setts saksóknara, að hann hefði mátt draga ur fjölda vitna og leggja meiri áherslu á eigin málflutning. Enn síður var hér fjallað um frávísun máls á hendur olíuforstjórum, þótt ég hafi sagt það fyrir löngu, að eins og málatilbúnaði var háttað voru sáralitlar líkur á að dómstólar teldu nægja til sakfellingar og raunar taldi ég á sínum tíma að ekki kæmi til ákæru.

Nei, það sem ég var að fjalla um var siðleysi Styrmis Gunnarssonar að tengja afstöðu Sigurðar Líndals því að Bókmenntafgélagið hefði fengið styrk frá Baugi. Þar dugar ekki að gera það með neikvæðum formerkjum, þótt það þekkist í vinnubrögðum óprúttinna áróðursmanna. Um Baugsmálið er það eitt að segja, að það er enn að nokkru leyti óútkljáð. Þegar Hæstiréttur hefur dæmt, sennilega á næsta ári, verður hægt að meta málið í heild.

Sigurður G. Tómasson, 27.3.2007 kl. 13:17

7 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Þakka svörin.

En hvað me´r er kærast eru þeir vegvísar, sem við komnir um og yfir miðjan aldur, skiljum eftir fyrir afkomendurna til leiðsagnar.

Efahyggjan býður mér, að skoða hvaðeina í því ljósi.  Drenglyndi og iðkun góðra siða ættu að vera kennimark þeirra, sem horfa um öxl til fyrri athafna sinna og fram á hallandi stíg ,,senior" ára sinna.

Framkoma í margtuggðu Baugsmáli og lagatæknilegar útgönguleiðir olíufursta eru ekki þær vörður sem okkur BER að hlaða á vegferð okkar í gegnum lífið,-öðrum til eftirbreytni.

Ósannsögli er aldrei lofsverð, heldur vítaverð.  Ég er svo stálheppinn, að umgangast nokkuð af ungu fólki nánast daglega.  Sammerkt er með þeim, að öll eru þau orðin ráðvillt um hvað er eftirsóknarvert.  Bera litla sem enga virðingu fyrir dómstólum og Alþingi en líta til þeirra sem eiga af aurum gnótt.  Álíta sem svo, að siðapredikkanir mínar séu gamaldags í besta falli en úrtölur í versta falli. 

Yfirborðsmennskan er kall dagana og lýðskrum reglan. 

Hvernig í dauðanum á maður að skýra skinhelgi og PC hjal nánast allra í pólitískri umræðu?  Hvernig er hægt að skýra tvöfeldni í afstöðu  manna til málefna?

Mér flaug í hug, að réttast væri að setja saman flokk manna, sem vildi vera góður við gamla fólkið, börnin, Öryrkjana af öllum gerðum, fyllibyttur, letingja, útlendinga, náttúruna, framleiðslufyrirtækin og hvaðeina sem hjalar. 

Nefna flokkinn góða fólkið með listabókstafnum O en hann ku laus eftir að Framboðsflokkurinn hætti.  Þessi flokkur gæti auðvitað haft á sinni stefnuskrá, að vernda allar þúfur fyrir vegagerð en jafnframt auka umferðaröryggi.  Þetta yrði allt gert án þess að hækka skatta og jafnvel hækka frítekjumarkið verulega, því ekki er gott að þurfa að borga skatta og ,,hinir" eiga bara að greiða þá.

Ekki misskilja mig, ég er bara uppalinn í anda fyrri Aldamótakynslóðar með þjóðernislegu ívafi.  Skammast mín rauna ekkert fyrir það.  Þessvegna veit ég, að allt þetta sífr í sumum frambjóðendunum er lygi eða í besta falli fals.

kærar kveðjur

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 27.3.2007 kl. 13:40

8 Smámynd: Sigurður G. Tómasson

Þú gleymir nú einu af helstu baráttumálum Framboðsflokksins: Hringveg í hvern hrepp! Ég á einhvers staðar happdrættismiða flokksins. Ég vann ekki neitt í því frekar en í öðrum happdrættum. En einhvers staðar tók ég svo til orða um daginn: Þegar stjórnmálamenn lofa einhverju gríp ég krampakenndu taki um budduna!

Sigurður G. Tómasson, 27.3.2007 kl. 14:46

9 Smámynd: Davíð

Hvernig væri nú ef ritstjórinn lýsti sig vanhæfan til að fjalla um þetta mál vegna aðildar hans að málinu? Ég bara spyr !

Davíð, 29.3.2007 kl. 16:06

10 Smámynd: Björn Heiðdal

Styrmir veit hvernig kaupin gerast. 

Björn Heiðdal, 31.3.2007 kl. 22:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

einherji

Höfundur

Sigurður G. Tómasson
Sigurður G. Tómasson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...urgtomasson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband