Það er komið gat á himininn

    Einu sinni var mér sögð sú saga frá rigningarsumrinu 1955, að einn daginn hefði barn komið hlaupandi inn til móður sinnar, þar sem þau voru hér rétt fyrir ofan bæ, og hrópað óðamála: "Mamma, mamma, það er komið gat á himininn!" Þá sá nefnilega upp í bláan himin, í fyrsta skipti í nokkrar vikur. Barnið mundi ekki eftir að hafa séð þennan torkennilega bláa lit áður.

    Það var reyndar líka þetta vor, sem Brynki Melsted, sem var á leið til Reykjavíkur að ná í áburð fyrir bónda uppi í hrepp, sneri við í Fóelluvötnunum, því hann sá á þeim, að óþurrkasumar var framundan. Þá var ekki ástæða til þess að sóa peningum í áburð!

    Ef ég ætti móður á lífi hefði ég farið til hennar á dögunum og rifjað upp þessa sögu um gatið á himninum, þegar brá til sólarglætu hér á suðvesturhorninu eftir langa kulda- og vætutíð. Hún hefði þá sjálfsagt líka rifjað upp, að þetta sumar var hún með mig, á fimmta ári, í litlum sumarbústað í Þingvallasveit. Þar var mín helsta skemmtun að standa undir rennunni, ja þegar ég var ekki að sulla í læknum. Flest kvöld var snúran yfir kabyssunni þunghlaðin af blautum fötum. En ekki man ég til að rigningin og bleytan hafi angrað mig, þótt mamma hafi þurft að hafa fyrir lífinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Guði sé lof að þú ert einhversstaðar til! Þú trúir ekki hvað ég, ókunnugur maðurinn, hef saknað þín úr útvarpinu. Það er alls ekki nóg til af skemmtilegum beturvitum, og þá er svo sannarlega ekki að finna í fjölmiðlum lengur. Þar virðist meðalmennskan eiga að ríkja.

Getið þið Guðmundur ekki byrjað með vikuleg "Podcast" sem væri hægt að nálgast hérna á síðunni þinni?

Jói (IP-tala skráð) 28.6.2006 kl. 06:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

einherji

Höfundur

Sigurður G. Tómasson
Sigurður G. Tómasson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...urgtomasson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband