Ekki í hópi frumsýningargesta

Ég hef stundum haft á orði, þegar ég hef verið gagnrýndur fyrir að hafa mig lítið í frammi, að ég hafi aldrei verið í hópi frumsýningargesta og verði aldrei. Þótt þetta sé reyndar ekki alveg satt, hef ég oftast verið einn þeirra fjölmiðlamanna, sem hafa þóst góðir, ef þeim hefur verið boðið á aðalæfingu. Og það er bara ágætt. Það hvarflaði ekki að mér fyrr en nýlega að þessi flokkun, frumsýningargestir og hinir, væri kannski djúptækari en ég hafði haldið.

Þannig var að ein náfrænka mín var að gifta sig. Hún var heimagangur hjá mér, nánast frá því hún fæddist og fram undir það hún var tíu ára. Hún var sérlega skemmtilegt og gáfað barn. Ég hef fylgst með henni allar götur síðan og henni hefur gengið vel á lífsbrautinni.

Hún kynntist ágætum manni. Hann er af góðu fólki, meira að segja Jensen, en það  er samheiti í mínum hópi fyrir ættarnöfn, sem ekki hafa tíðkast hjá mínu fólki. Og þau voru sem sagt að gifta sig á dögunum. Og það frétti ég utan að mér, því mér og mínum var ekki boðið til fagnaðarins.

Við erum nefnilega ekki í hópi frumsýningargesta. Og eigum ekkert Jensen eða Hansen.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Arrrggg!  Hvernig er hægt að verða svona snobb?!!! arrrggg! (hneyksliskarl)

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 17.8.2007 kl. 21:18

2 Smámynd: krossgata

Ææ, en sorglegt.  Aldrei áttað mig á þessu ættarnafnaveseni á fólki stundum.

krossgata, 17.8.2007 kl. 21:30

3 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Þú ert gæfumaður Sigurður, að tilheyra okkur ,,hinum."

Jóhannes Ragnarsson, 17.8.2007 kl. 23:22

4 Smámynd: Ásgeir Kristinn Lárusson

Vonandi er ekki kalt fjölskyldustríð í uppsiglingu hjá þér, Sigurður minn.  Nóg er nú samt að hafa Rússana í lofthelgi okkar svona síðsumars...kv

Ásgeir Kristinn Lárusson, 18.8.2007 kl. 09:56

5 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Hygg að þeirra tapið sé meira en þitt. Það er líka oft miklu skemmtilegra á generalprufu en frumsýningu, miklu meira fjör og afslappaðra.

Markús frá Djúpalæk, 18.8.2007 kl. 11:00

6 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Þaðer bara argasta klám að koma svona fram við frænda sinn ekkisen ekkijensen.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 18.8.2007 kl. 12:45

7 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Kannski er hér að hluta að sakast við brúðkaupasnobbið, þar sem brúðkaupið þarf að vera svo flott og dýrt að klippa verður af vinahópnum vegna kostnaðar.

Held sjálfur að það sé betra að koma öllum saman í samlokur frekar en að veita fáum aðgang í grísasteikina. Til hvers eru annars svona brúðkaup?

Svo líklega má skýra þetta að hluta með consúmerismasýkinni.

Ólafur Þórðarson, 18.8.2007 kl. 16:46

8 Smámynd: Eiríkur Harðarson

Bubbi heldur þú að þú lifir ekki DÓNASKAPINN af.

Eiríkur Harðarson, 18.8.2007 kl. 17:26

9 Smámynd: Brynjar Hólm Bjarnason

Það er gott að leysa svona mál, áður en þau verða til, eins og ég og kona mín, að gifta sig í kirþei.

Brynjar Hólm Bjarnason, 19.8.2007 kl. 12:13

10 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Ég gifti mig í kyrrþey og það gerði dóttir mín líka. Ég grét í marga daga þegar hún gerði það og fór ekki í veisluna, það er enn sárt að hugsa um það. Ég er ekki að vorkenna þér neitt Sigurður út af þessu en ég var að hlusta á þig á Útvarp Sögu og Guðmund Ólafsson áðan.. ógeðslega góðir þættir hjá ykkur... takk fyrir þá...

Kolbrún Stefánsdóttir, 19.8.2007 kl. 13:48

11 Smámynd: Steinn E. Sigurðarson

Ég er nú bara feginn að vera ekki boðinn í einhverjar snobbveislur ;-)

Steinn E. Sigurðarson, 23.8.2007 kl. 13:52

12 Smámynd: Halldór Sigurðsson

Maður þarf að redda sér ættarnafni , mmmmm ,hvernig fer maður að því ?

Halldór Sigurðsson, 23.8.2007 kl. 21:42

13 Smámynd: Steinn E. Sigurðarson

Það sem mér finnst fyndnast við þetta ættarnafnasnobb á Íslandi er hvað útlendingum finnast hefðbundnu eftirnöfnin okkar ótrúlega merkileg, og gapa af undrun þegar maður útskýrir ættarnafnasnobbið hér heima.

Steinn E. Sigurðarson, 24.8.2007 kl. 12:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

einherji

Höfundur

Sigurður G. Tómasson
Sigurður G. Tómasson
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...urgtomasson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband