Algjört smámál

Á dögunum vísaði Hæstiréttur máli frá dómi vegna þess að ákæran var gefin út af manni sem ekki hafði leyfi til þess, samkvæmt lögum. Hér var um að ræða, að í kjölfar þess að ríkislögreglustjóri var talinn vanhæfur í Baugsmálinu, setti dómsmálaráðherra reglugerð um ákæruvald sérstaks og sjálfstæðs saksóknara við  embættið í svokölluðum efnahagsbrotamálum. Nú hafa dómarar landsins, bæði héraðsdómari og fimm hæstaréttardómarar komist að þeirri niðurstöðu að reglugerð sem ráðherrann setti sem viðbragð við niðurlægingu, einni af mörgum, í Baugsmálinu, sé andstæð lögum. Frá því um áramótin síðustu hefur fjöldi manna unnið að málatilbúnaði, málssókn og vörnum í fjölda mála. Að ekki sé minnst á sakborninga. Og nú lætur ráðherrann eins og ekkert hafi gerst. Þetta skipti engu. Hefur siðblindan í Baugsmálinu lagst á þennan skynsama mann eins og mara? Í öllum nágrannalöndum okkar mundi ráðherra, sem staðið hefði að slíkum mistökum segja af sér. Á Íslandi segir Björn Bjarnason bara eitthvað á þessa leið: "Lögfræðinga greinir á....!!"

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Viðtekin hefð í álíka málum sem varða ráðherraklúður á Íslandi er yfirlýsing:

"Auðvitað er engin ástæða til afsagnar. Við munum að sjálfsögðu fara vandlega yfir málið og draga af því lærdóm."

Mér er sagt að í lögum um ráðherraábyrgð sé heimild til að víkja ráðherra frá störfum meðan hann afpláni dóm fyrir morð að yfirlögðu ráði.

Árni Gunnarsson, 7.9.2007 kl. 19:43

2 identicon

Þetta er það sem hætt er við að gerist þegar menn fara að keyra á einhverri þráhyggju. Persónulega hefur mér líkað vel við Björn Bjarnason af þeim litlu kynnum sem ég hef haft af honum. Ég hef líka borið virðingu fyrir honum fyrir ýmis verk sem hann hefur unnið, sérstaklega á sviði menntamála. Því miður hefur sú virðing dalað nú síðustu árin. Mér hefur einfaldlega fundist hann fara út af sporinu í embættisverkum sínum. Að mínu mati gerðist það þegar Baugsmálið varð einhvern veginn að persónulegu máli fyrir hann. Slíkt kann ekki góðri lukku að stýra hjá yfirmanni dómsmála. Mér finnst það synd að hann endi stjórnmálaferilinn með þeim hætti.

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 7.9.2007 kl. 23:30

3 Smámynd: Sigurður G. Tómasson

Já, margt má gott segja um Björn og störf hans einkanlega í menntamálaráðuneytinu. En það á reyndar líka við ýmislegt í dómsmálaráðuneytinu. Til dæmis finnst mér vegur Landhelgisgæslunnar meiri og betri en í tíð fyrirrennara hans. En annað orkar vægast sagt tvímælis. Og eins og ég hef sagt: Ég held að komið sé að því að hann fari að gá að skóhlífunum sínum.

Sigurður G. Tómasson, 8.9.2007 kl. 12:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

einherji

Höfundur

Sigurður G. Tómasson
Sigurður G. Tómasson
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • ...urgtomasson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband