19.11.2006 | 15:22
Snjórinn rassskellir Reykjavíkurborg
Ég hef ekki bloggað lengi en nú get ég ekki orða bundist. Ófærð í Reykjavík! Borgaryfirvöld hafa undanfarið hvatt okkur til þess að vera ekki á nagladekkjum. Algjör forsenda þess er að borgin hreinsi göturnar vel. Nú stendur yfir fyrsta prófið og niðurstaðan er ljós: Borgaryfirvöld fá falleinkunn. Snjóruðningsmenn borgarinnar sváfu á sitt eyra fram í birtingu, sem leiddi til þess að götur fylltust af snjó, bílar festust osfrv. Þeir segja fréttamönnum að ekki takist að hreinsa allar götur í dag. Nei þetta dugar ekki. Sá sem stýrir snjómokstrinum sagði í fréttum útvarpsins, að hann hefði ekki átt von á svona miklum snjó. Og tæki borgarinnar voru ekki tilbúin til snjóruðnings því þau hafa verið í jarðvinnu.
Góðir Borgarstarfsmenn. Þetta heitir að vera með allt niðrum sig. Og það er sárt að láta skafrenninginn rassskella sig.
Mikil ófærð og fjöldi bíla situr fastur á Víkurvegi í Grafarvogi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
einherji
Bloggvinir
- malacai
- gusti-kr-ingur
- hof
- arogsid
- asarich
- hugdettan
- arh
- baldurkr
- kaffi
- bergurben
- begga
- bibb
- eurovision
- dabbi
- dofri
- egillrunar
- esgesg
- esv
- elinora
- estersv
- eysteinn
- fsfi
- fridrikof
- gesturgudjonsson
- gislihjalmar
- gudjonbergmann
- zumann
- orri
- gunnarfreyr
- guru
- halldorbaldursson
- doriborg
- kiddih
- hallurg
- hallurmagg
- handsprengja
- heidar
- 730
- hildurhelgas
- hlynurh
- kolgrimur
- hlodver
- hrannarb
- hvitiriddarinn
- ibbasig
- ingibjorgelsa
- jara
- ingo
- jensgud
- skallinn
- jonthorolafsson
- jullibrjans
- julli
- juliusvalsson
- krist
- hjolaferd
- ladyelin
- mariakr
- sax
- leifurl
- poppoli
- ofansveitamadur
- solir
- omarbjarki
- vestskafttenor
- pallieinars
- palmig
- raggipalli
- rheidur
- rungis
- bullarinn
- xsnv
- sigfus
- safi
- siggivalur
- fletcher
- ses
- kosningar
- garibald
- torfusamtokin
- tommi
- eggmann
- villagunn
- steinibriem
- thoragud
- thordistinna
- thorolfursfinnsson
- aevark
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 45819
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ágæti Sigurður,
Grófmunstruð vetrardekk eru góð í snjó. Nagladekk eru það ekkert sérstaklega. Það er munstrið á barðanum sem kemur mönnum áfram í snjó. Naglar taka í þegar er glerhálka. Annars gera þeir ekkert annað hina 362 dagana en að spæna upp meira en 60 tonnum af malbiki í formi svifryks yfir okkur hér í borginni og tvöfalda hávaðastig á götum. M.ö.o. þá menga nagladekk! Loftbóludekk grípa jafnvel og nagladekk í glerhálku. Þau spæna hinsvegar ekki upp malbik. Forsenda er því sú að við séum á góðum vetrardekkjum en ekki nagladekkjum. Vetrardekkin áttu að koma undir bílinn 15. nóvember. Kannski varstu bara ekki búinn að skipta?
Hilmar Sigurðsson (IP-tala skráð) 25.11.2006 kl. 00:00
Sæll Hilmar!
Ég hef ekki notað nagladekk árum saman. Bloggið mitt fjallaði ekkert um það, enda gengur mér ágætlega að komast leiðar minnar og hef verið blessunarlega laus við óhöpp í áratugi. Bloggið var um snjóruðningsmenn, sem sváfu meðan snjóaði og bílr festut út um alla borg svo illt var að ryðja þegar þeir loksins voru búnir að nudda stírurnr úr augunum. Hæfileikinn sem hér um ræðir en skorturinn á honum gerir áróður yfirvalda ótrúverðan heitir verksvit. Það lærist víst ekki í skólum.
Sigurður G. Tómasson, 25.11.2006 kl. 14:52
Sæll Sigurður,
Borgaryfirvöld hafa einmitt ekkert verið að hvetja til þess að vetrardekkjum sé lagt - eingöngu nöglum. Held að vandamálið liggi frekar hjá ökumönnum sem eru vanbúnir en ætla sér sína leið, hvað sem tautar og raular. Og er svo sem sammála að það átti ekkert að koma á óvart að hér snjóaði :-)
Hilmar Sigurðsson, 26.11.2006 kl. 10:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.