Vantar strípur

Nú eru þeir búnir að drepa alla fuglana í húsdýragarðinum nema örninn. Af hugsanlega, væntanlega yfirvofandi hættu af fuglaflensu. Nema hvað, þessir fuglr voru ekki veikir. Þeir voru ekki smitandi, svo vitað sé. Þeir mældust með mótefni gegn einhverjum eldri tegundum fuglaflensu. Flensa hefur að líkindum gengið í fuglum eins lengi og fuglar hafa verið til. Og munu ganga meðan fuglar verða til. Þessar flensutegundir eru misskæðar. Bæði gagnvart fuglum og hversu líklegt er að þær breytist og smitist í menn. Engin líkindi eru til þess að fuglar húsdýragarðsins hafi ógnað nokkrum, þótt mótefni hafi mælst í einhverjum þeirra gegn fyrri tegundum fuglaflensu. Hvers vegna var þeim lógað? Sjálfur fékk ég lömunarveikina 1955. Ég mælist með mótefni gegn henni. Ný afbrigði geta komið upp af þessari pest. Á að lóga okkur, þessum sem höfum mótefni gegn veikinni? Hvaða rök hefur yfirdýralæknir fyrir þessari slátrun? Vantar dýralækna kannski strípur á ermarnar? Þeim fylgir stundum byssa.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Sæmundsdóttir

 Þetta er nú ekki í fyrsta skipti né annað sem eitthvað svona ruggl hentir, sem er alveg óskiljanlegt því að þessir fræðingar eru svo menntaðir. Mig minnir að það hafi verið um 1988 eða 89 að það koma kona hingað till lands frá Kanada til að kaupa lömb og fékk þau af ,, hreinu,, svæði. Svæði sem hafði selt fé og gerði, eftir þetta upphlaup. En er lömbin voru á leið til Keflavíkur þá kom í ljós að þau voru öll með eitthvað svo ,, brásðsmitandi sjúkdóm,, að meir að segja konum stóð ógn af. Eitthvað af þessu fé var lógað á leiðinni en önnur sluppu út í flug. en þetta var nú ekki látið vera í hámælum. Þessi kona sem var að kaupa þessi lömb lenti í gífulegu tjóni út af einhverjum ,, mistökul,, í rannsókn á blóðsýnum.

Sigrún Sæmundsdóttir, 25.11.2006 kl. 00:09

2 identicon

Meðal fuglanna sem lógað var í garðinum voru bæði svanur og lóa. Báðar tegundirnar eru alfriðaðar og dráp á þeim brot á lögum. Þar geta kannski verið málsbætur að einhverjir útlendingar hafi sent okkur tilmæli en það gefur embætti yfirdýrlæknis ekkert leyfi til þess að brjóta lög. Maður hlýtur að vona að dýralæknarnir verði sóttir til saka. Ef pípulagningamaður úr Reykjavík drepur svan er hann umsvifalaust kærður. Eru ekki allir jafnir fyrir lögunum?

einherji (IP-tala skráð) 25.11.2006 kl. 14:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

einherji

Höfundur

Sigurður G. Tómasson
Sigurður G. Tómasson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...urgtomasson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 45819

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband