25.4.2006 | 14:08
Sóðar á ferð
Sá í grein í NYT í morgun um að aftur er farið að krota í jarðlestina í New York. Þegar ég kom fyrst til borgarinnar sá maður hvergi út um glugga á vögnunum fyrir kroti. Eftir árangursríka herferð stjórnvalda hvarf þetta nær algjörlega og hélst reyndar í hendur við stórkostlega fækkun glæpa. Nú hefur um alllangt árabil verið óhætt að fara með jarðlestinni á kvöldin og jafnvel á endastöð. Þegar ástandið var verst fór fólk helst ekki í lestina eftir kvöldmat. Þá hefur líka lítið borið á kroti, þar til nú. Sóðarnir, því sóðaskapur er þetta og á ekkert skylt við list, hafa tekið í notkun nýtt efni, sýru sem blönduð er lit og tærir rúðurnar. Talið er að það geti kostað stórfé að bregðst við þessu.
Þetta leiðir hugann að íslenskum sóðum, sem krota allt út. Mér hefur lengi fundist þetta hvimleitt. Meðal annars vegna þess að yfirleitt er um að ræða meiningarlaust, áráttubundið krot sem veldur spjöllum á umhverfi okkar. Langoftast hefur það ekkert listrænt gildi og segir manni ekkert nema að krotarinn eigi við vandamál að stríða: Áráttubundinn sóðaskap sem beinist að samborgurunum.
Meginflokkur: Dægurmál | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
einherji
Bloggvinir
- malacai
- gusti-kr-ingur
- hof
- arogsid
- asarich
- hugdettan
- arh
- baldurkr
- kaffi
- bergurben
- begga
- bibb
- eurovision
- dabbi
- dofri
- egillrunar
- esgesg
- esv
- elinora
- estersv
- eysteinn
- fsfi
- fridrikof
- gesturgudjonsson
- gislihjalmar
- gudjonbergmann
- zumann
- orri
- gunnarfreyr
- guru
- halldorbaldursson
- doriborg
- kiddih
- hallurg
- hallurmagg
- handsprengja
- heidar
- 730
- hildurhelgas
- hlynurh
- kolgrimur
- hlodver
- hrannarb
- hvitiriddarinn
- ibbasig
- ingibjorgelsa
- jara
- ingo
- jensgud
- skallinn
- jonthorolafsson
- jullibrjans
- julli
- juliusvalsson
- krist
- hjolaferd
- ladyelin
- mariakr
- sax
- leifurl
- poppoli
- ofansveitamadur
- solir
- omarbjarki
- vestskafttenor
- pallieinars
- palmig
- raggipalli
- rheidur
- rungis
- bullarinn
- xsnv
- sigfus
- safi
- siggivalur
- fletcher
- ses
- kosningar
- garibald
- torfusamtokin
- tommi
- eggmann
- villagunn
- steinibriem
- thoragud
- thordistinna
- thorolfursfinnsson
- aevark
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já, alvöru listamenn eru lítill minnihluti þeirra sem stunda þetta held ég.
Steinn E. Sigurðarson, 25.4.2006 kl. 15:59
Af því við erum nú öll í félagslegu úrræðunum: Er ekki til meðferð við þessu? Kannski er áhrifaríkast að láta krotarana borga. En þá verður að nást í þá.
Sigurður G. Tómasson, 25.4.2006 kl. 16:17
Meðferð við tilvistarkreppu? Ég held að flestir sem stundi þetta séu einungis að merkja sér "svæði" og vilja fá viðurkenningu fyrir þau "afrek" frá öðrum töggurum. Í kringum þetta myndast visst samfélag þar sem meðlimir vita hver krotar undir hvaða taggi, osfrv. Skemmdarfýsnin spilar líklega minna inn í þetta en flestir halda, en óttinn við að nást og meðfylgjandi spenna og adrenalín gefur gerendum vissa vímu náttúrulega.
Steinn E. Sigurðarson, 25.4.2006 kl. 16:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.