Það skal!

    Ég spurði víst um daginn hvort vorið væri komið. Svo reyndist ekki vera. Ekki þá. Svaraði mér sjálfur nokkrum dögum seinna, eða réttara sagt reyndi að telja mér trú um það, því ég sá tvo tjalda hérna úti í dal, að nú hlyti að vera komið að því. Þetta dugði ekkert. Það snjóaði og fraus. Enn fannst mér þetta hlyti að vera komið, þegar ég sá blómstrandi túnfífilinn brosa upp í sólina einn daginn. Það reyndist líka vera óskhyggja.

    En nú var ég að koma úr Þingvallasveit. Þar reyndu hundruð hrossagauka, lóur, stelkar, stokkendur gæsir og himbrimar allt hvað þau gátu til þess að sannfæra mig um að allt horfði nú til betri vegar, vorið væri komið. Sérstaklega var hrossagaukurinn sannfærandi. Og þá var ekki síður sannur tónninn í kalli himbrimans sem ómaði undan Arnarfellinu. Lóan var að vísu svolítið veik á díinu. En það er hennar eðli.

    Og þrátt fyrir þessi þjófstört og þrengingar undanfarinna vikna lét ég sannfærast. Ég lét mig meira að segja hafa það að fara í síðar nærbuxur og ullarsokka, smeygja mér í vöðlurnar og vaða út í vatnið sem er varla tveggja stiga heitt þarna við Dyrhólmann. Ekkert vildi hann hjá mér. En vakti og skvetti sér, enda fluga í lofti, vorfluga, steinfluga og toppfluga.

    Sá hann sem sagt. Reyndar er það svo að mér hefur sjaldan gengið nokkuð að ná fiski fyrr en vatnið er farið að hitna svolítið. Engu að síður veit ég og viðurkenni að ég mun grípa hverja góðviðrisstund sem gefst til þess að egna fyrir hann með mínum ómótstæðilegu flugum. Og ég veit líka að það verður eins og með vorið sem kemur á endanum

Ég enda á því að fá hann. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður G. Tómasson

Ég má til með að koma því hér að, í athugasemd við eigin skrif, að nú hafa bandarískir vísindamenn staðfest, sem mig hefur lengi grunað, að starrinn er greindari en aðrir fuglar. Þetta má sjá á vef BBC. Mig grunar reyndar að margir starrar séu miklu greindari en sumir menn. En það er önnur saga.

Sigurður G. Tómasson, 29.4.2006 kl. 12:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

einherji

Höfundur

Sigurður G. Tómasson
Sigurður G. Tómasson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...urgtomasson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband