Mega Bandaríkjamenn pynta fanga?

Eins og fram kemur í fréttinni er þetta í fyrsta sinn sem Bandaríkjamenn svara spurningum þessarar nefndar eftir að Bush hóf hið svokallaða stríð gegn hryðjuverkum. Margir hafa haldið því fram að mjög hafi sigið á ógæfuhlið í mannréttindamálum vestra eftir það.

Eitt af því sem mannréttindasamtök halda fram er það að Bandaríkjamenn beiti fanga vatnspyntingum og neiti að fallast á að skilgreina þær sem pyntingar. Alkunna er að þeir halda hundruðum manna án dóms og laga í búðum sínum í Guantanamo á Kúbu og haga einfaldlega skýringum sínum á því eins og þeim hentar, þannig að fangarnir eru hvorki stríðsfangar í skilgreiningu Genfarsáttmálans, né falla þeir undir bandarísk lög. Því er hægt að halda þeim, án ákæru árum saman, utan laga og réttar. Síðustu yfirlysingar bandarískra stjórnvalda eru sérstaklega hræsnisfullar, því þeir segjast ekki vilja sleppa föngum af ótta við að þeir muni sæta illri meðferð heima hjá sér!

Þá hefur komið fram að Bandaríkjamenn hafa handtekið menn og flutt milli landa, og þeir endað í fangelsum landa þar sem pyntingar eru stundaðar. Staðfest dæmi eru um þetta en grunur leikur á að hundruð manna hafi verið flutt milli landa með þessum hætti.

Þá hafa bandarískir ráðamenn hvað eftir annað samið álitsgerðir og leiðbeiningar um það hversu nærri föngum megi ganga í yfirheyrslum og hvaða alþjóðasamþykktir eigi við.  Spurningar hljóta að vakna um tilgang þessara álita og skýrslna.

Mannréttindasamtök segjast hafa upplýsingar  um uþb. 600 tilvik þar sem bandarískir hermenn hafi beitt fanga ólöglegu harðræði. Einungis á sjötta tug hafa komið fyrir dómstóla og miklu færri hermenn hafa verið dæmdir.

Það verður fróðlegt að fylgjast með framvindu mála í Genf. 


mbl.is Bandaríkjamenn yfirheyrðir um pyntingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Villi Asgeirsson

"It doesn't matter. They're all tourists with new killer wepins."

Á meðan þessir neo-cons eru í Hvíta Húsinu mun ekkert gerast í þessum málum. Annars eru þeir búnir að prenta hryðjuverkaógnina svo kyrfilega inn í hausinn á Bandarísku þjóðinni að þó að þeir tapi næstu kosningum breytist sennilega lítið. Bandaríkin eru yfir alþjóðalög og sáttmála hafin eifaldlega vegna þess að það er engin þjóð nógu sterk til að stoppa þau.

Villi Asgeirsson, 5.5.2006 kl. 11:40

2 Smámynd: Sigurður G. Tómasson

Nei því miður hafa þeir ekki heimskuna sér til afsökunar. Eða hvað. Getur nokkur maður með viti trúað því að hægt sé að "leysa" öll mál með ofbeldi. En þetta virðist inngróið. Samanber trú þeirra á rétt einstaklinga til þess að bera og beita byssum, þótt margsinnis hafi verið sýnt fram á að beint samhengi er milli mikillar byssdueignar og morða og ódæðisverka í samfélaginu. Reyndar er ég ekki alveg eins svartsýnn á framtíð bandarísks samfélags og þú, því þessu góða landi er fjöldi góðs og skynsams fólks og þess er framtíðin.

Sigurður G. Tómasson, 5.5.2006 kl. 19:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

einherji

Höfundur

Sigurður G. Tómasson
Sigurður G. Tómasson
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • ...urgtomasson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.12.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband