Bush og aðrir hættulegir menn

    Nefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna hefur farið þess á leit við Bandaríkin að þau loki fangabúðum sínum við Guantanamoflóa á Kúbu og öðrum fangelsum þar sem þeir halda fólki föngnu án dóms og laga. Þá fór nefndin þess á leit við Bandaríkin að þau hættu pyntingum og ígildi þeirra. Þess er vert að geta að Bandaríkjaþing, þar sem repúblikanar eru í meirihluta, sá ástæðu til þess fyrir skemmstu að setja sérstök lög sem banna Bandaríkjamönnum að pynta fanga. Líklega hefðu þeir ekki sett þessi lög ef ástæðulaust væri að óttast um fangana. Stjórnvöld segja á hinn bóginn að fangarnir séu hættulegir menn.

    Sjálfsagt eru einhverjir af þeim sem gripnir hafa verið hinir örgustu glæpamenn. Og þá ber að ákæra. Hið snarasta. En að halda fólki á fimmta ár án ákæru er auðvitað glæpur í sjálfu sér. Og nú er líka komið fram í fréttum að það er ekki einu sinni hægt að yfirheyra alla. Vegna skorts á túlkum! Eigum við að trúa því að sumir af þessum hættulegu mönnum séu svo stórkostlega hættulegir að það sé ekki einu sinni hægt að finna túlka til þess að yfirheyra þá. Í fimm ár. Hvernig mundu menn taka því á Vesturlöndum ef t.a.m. manni sem grunaður væri um morð væri haldið án ákæru og hugsanlega án yfirheyrslna í fjögur til fimm ár?

    Bandaríkin hafa nánast fram að þessu verið í fylkingarbrjósti frelsisunnandi manna í veröldinni. En síðustu árin hafa verið einstrengingslegir peningamenn og vopnasalar verið þar við völd sem trúa á mátt valdsins. Vonandi lýkur þessari löngu nótt í  Bandaríkjunum fljótlega. Þess óska allir sannir velunnarar þessarar ágætu þjóðar.

 


mbl.is Bandaríkin segja meðferð á föngum í Guantanamo vera skv. bandarískum lögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður G. Tómasson

Já, því miður er þetta ekkert einsdæmi. Mál íslenska barnsins Arons Pálma er líka ljótt dæmi um ágalla bandarísks réttarkerfis. Hvað líður annars baráttunni fyrir frelsi hans?

Sigurður G. Tómasson, 19.5.2006 kl. 23:28

2 identicon

Bara til að leiðrétta: Banadaríkin hafa aldrei verið í fararbrjósti frelsisunnandi manna í veröldinni. Þeir hafa aðeins eignað sér það. Bandaríska þjóðarsálin er eins og unglingur. Þeir þykjast vita betur en þeir fullorðnu, Evrópa hefur verið í farabroddi frelsis og sérstaklega Norðurlandaþjóðir. Að halda því fram að Bandaríkin séu talendur fyrir frelsi er eins og að segja að latibær séu talendur fyrir heilsu. Þú veldur mér vonbrigðum. Ekki gleyma því að stofnendur Íslands voru að leita að frelsi, jafnvel þótt þeir voru þrælahaldarar, nauðgarar og morðingjar. Jamm, eins og bandaríkin voru byggð á slátri indjána og þrælahaldi Afríkubúa. Jamm og jæja.

thettaerbaraeginenglish (IP-tala skráð) 20.5.2006 kl. 00:48

3 Smámynd: Sigurður G. Tómasson

Ég neyðist til þess að gera athugasemd. Bandaríkjamenn hafa víst verið í fararbroddi frelsisunnandi þjóða. Til dæmis strax í upphafi sögu sinnar með sjálfstæðisyfirlýsingunni og stjórnarskránni. Þeir eiga marga merka áfanga í sögu sinni og algjör óþarfi að unna þeim ekki sannmælis, þótt maður sé þeim ósammála í mörgu og hafi verið. En nú er hryggilegt að fylgjast með.

Sigurður G. Tómasson, 20.5.2006 kl. 16:57

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það er jafnvel verri kjánaháttur en Kanahatrið að ljúga því upp á Norðmenn, að þeir hafi stutt nazista á stríðsárunum. Þeir börðust hetjulega og hötuðu flestir innrásarliðið. Quisling og fáeinir aðrir quislingar voru undantekningarnar sem sönnuðu regluna.

Jón Valur Jensson, 25.5.2006 kl. 03:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

einherji

Höfundur

Sigurður G. Tómasson
Sigurður G. Tómasson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...urgtomasson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband