Atlaga að Hæstarétti

Á föstudaginn birtist stórslysafrétt um Hæstarétt á forsíðu Morgunblaðsins. Ástæðan er sögð sú að rétturinn, nánar tiltekið fimm dómarar hans hafi mildað dóm héraðsdóms yfir kynferðisbrotamanni. Afstaða blaðsins er greinileg í birtingu mynda af dómurunum. Sú kenning að  ástæður blaðsins fyrir myndbirtingunni sé hneykslan blaðsins á mildi dómsins fær ekki staðist. Í fyrsta lagi voru fleiri dómar kveðnir upp í skyldum málum í réttinum án þess að Mbl. geti þess og amk. einu tilviki var dómur héraðsdóms þyngdur. Í öðru lagi er þessi dómur ekki frábrugðinn öðrum í svipuðum málum og er reyndar þyngri, miðað við málsatvik, en lengi áður tíðkaðist. Í þriðja lagi hafa tveir af dómurum Hæstaréttar, aðrir en þessir fimm, skilað sératkvæðum í kynferðisbrotamálum og viljað draga úr þyngd dóma eða sýkna, vegna kröfu um sönnun. Morgunblaðið hefur ekki greint frá þessu, amk. ekki með neinum sambærilegum hætti og nú er gert við hina fimm. Þess skal sérstaklega getið, að ef sönnunarkrafa þeirra Ólafs Barkar Þorvaldssonar og Jóns Steinars Gunnlaugssonar nyti meirihlutafylgis í Hæstarétti mætti búast við sýknu í allt að 90% kynferðisbrotamála. Því er einstaklega athyglisvert að Morgunblaðið hafi ekki séð ástæðu til þess að fjalla um þetta.

Þá vekur það sérstaka athygli að þessir fimm dómarar sem Morgunblaðið birtir mynd af á forsíðu eru hinir sömu og höfnuðu lögbanni á Fréttablaðið í tölvupóstsmáli Jónínu Benediktsdóttur og hafa sömuleiðis allir átt þátt í dómum réttarins í Baugsmálinu.

Ósamkvæmni Morgunblaðsins í afstöðu blaðsins til kynferðisbrotadóma Hæstaréttar og tengsl ritsjórans við Baugsmálið hljóta að vekja grunsemdir um að þessi fréttaflutningur byggist á öðru en málefnalegri afstöðu.

Enn er því við að bæta, að tveir þessara dómara hafa notið þess vafasama heiðurs að hafa hlotið umfjöllun og mynd af sér í Staksteinum en það er nafnlaus dálkur sem ritstjóri Morgunblaðsins notar gjarnan til þess að skjóta örvum að andstæðingum sínum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Langsótt?

Heimir Lárusson Fjeldsted, 4.2.2007 kl. 16:49

2 Smámynd: Sigurður G. Tómasson

Ég er nú yfirleitt ekki gefinn fyrir samsæriskenningar. En í ljósi æpandi ósamkvæmni blaðsins í fréttum af dómum Hstaréttar í kynferðisbrotamálum og beinnar aðildar ritstjórans að upphafi Baugsmálsins er ekki hægt annað en spyrja um tilgang þessa fréttalutnings.

Sigurður G. Tómasson, 4.2.2007 kl. 17:13

3 Smámynd: Davíð Logi Sigurðsson

Hafa skal það sem sannara reynist. Dómarar í Baugsmáli:

Gunnlaugur Claessen, Árni Kolbeinsson, Hjördís Hákonardóttir, Ingibjörg Benediktsdóttir og Markús Sigurbjörnsson.

Dómarar í kynferðisbrotamálinu umrædda: Gunnlaugur Claessen, Hrafn Bragason, Markús Sigurbjörnsson, Árni Kolbeinsson og Garðar Gíslason.

Davíð Logi Sigurðsson, 4.2.2007 kl. 19:41

4 Smámynd: Sigurður G. Tómasson

Sæll Davíð Logi!

    Hvað er ekki satt í mínu máli?   Dómar í Baugsmáli í Hæstarétti eru nú orðnir amk. 7 þótt ég hafi ekki tekið þá alla saman. Í síðasta dómi sátu þessi sem þú telur upp. Dóm í lögbannsmáli Jónínu Ben gegn Fréttablaðinu kváðu upp sömu dómarar og nú prýddu forsíðu Morgunblaðsins. Þeir hafa líka allir komið að öðrum dómum í Baugsmálinu, mismörgum

Sigurður G. Tómasson, 4.2.2007 kl. 19:51

5 Smámynd: Gunnlaugur Þór Briem

Ábending Davíðs Loga stangast vissulega ekki á við staðhæfingar Sigurðar.

Þetta eru afar áhugaverðir punktar; ritstjórn Morgunblaðsins er varla grunlaus um að dómurum séu settar raunverulegar skorður með venjum og fordæmum auk refsiramma. Hlutlaus blaðamaður hlyti a.m.k. að geta þess, og kannski jafnframt þess að frumvarp til breytingar á viðkomandi hegningarlöggjöf sé nú til skoðunar á Alþingi. Í frétt Morgunblaðsins virðist furðu lítið lagt upp úr því að skýra þessar skorður og „virða þeim þær til refsilækkunar.“

Ég hef einmitt velt fyrir mér þessum efnistökum Morgunblaðsins og bakara- og smiðshlutverkum Hæstaréttar og Alþingis hér og hér, en þetta innlegg þitt er öllu meira sláandi.

Gunnlaugur Þór Briem, 5.2.2007 kl. 00:15

6 Smámynd: Gunnlaugur Þór Briem

Ég gleymdi að tengja á umrætt frumvarp.

Gunnlaugur Þór Briem, 5.2.2007 kl. 00:36

7 Smámynd: Davíð Logi Sigurðsson

Ég biðst forláts. Las færslu þína þannig, að þú hefðir verið að vísa til nýjasta úrskurðar hæstaréttar og átti athugasemd mín við hann.

Davíð Logi Sigurðsson, 5.2.2007 kl. 09:35

8 Smámynd: Herbert Guðmundsson

Sæll Sigurður G.

Enn ertu við sama heygarðshornið í fullyrðingum þínum um aðild ritstjóra Morgunblaðsins að upphafi Baugsmálsins, og afar sorglegt að hlusta á ykkur fóstbræður þig og Guðmund Ólafsson fabúlera um þessi Baugsmál út í hött, þótt þið megið vita betur. Málflutningur ykkar er alla vega ekki í samræmi við þá skoðun sem þú hefur lýst, að þú fjallir ekki um mál nema þekkja þau, og ekki geturðu skotið öðru en getgátum undir undir afstöðu þína í Baugsmálunum.

Þú átt að vita að afstkiptum Jóns Steinars Gunnlaugssonar af málum nafna hans Geralds Sullenberger lauk þegar Jón Steinar og lögmenn Baugsmanna sættust á uppgjör milli aðila fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur með greiðslu eitthvað á annað hundrað milljóna til Jóns Geralds, en því fylgdi að málarekstur beggja aðila, hvors gegn öðrum, í Bandaríkjunum, var felldur niður. Það var sá málarekstur og aðdragandi hans sem var rótin að afhendingu Jóns Geralds á gögnum til íslenskra lögregluyfirvalda, og alfarið hans persónulega ákvörðun gegn ráðum Jóns Steinars.

Aðkoma Styrmis og Kjartans, snéri eingöngu að því að stuðla að því að Jón Gerald fengi lögfræðiaðstoð sem hann treysti til þess að leita réttar síns fyrir íslenskum dómstólum. Flóknara var það nú ekki. Og sú aðkoma bar þennan ávöxt fyrir Jón Gerald sem sáttin í Héraðdómi Reykjavíkur fól í sér. Punktur.

Með kveðju,

Herbert Guðmundsson, 5.2.2007 kl. 09:36

9 identicon

Það sem litar allt þitt álit og Arnþrúðar annars vinnuveitenda þíns er að á sínum tíma "lánaði" Jóhannes í Bónus Arnþrúði nokkrar milljónir.

Síðan þá hefur hún og þú farið hamförum á útvarpi sögu í mattvana tilraunum ykkar til að gera baugsmálið tortryggilegt.

Segðu mér Sigurður, heldur þú að útvarp saga með ykkur innanborðs sé trúverðug í ljósi þessa?

Arnþrúður væri nú ekki í vafa um samsæri þarna.

Örn Johnson (IP-tala skráð) 5.2.2007 kl. 10:31

10 identicon

Ég tel nú að það þurfi ekki þáttastjórnendur á Útvarpi Sögu til að gera Baugsmálið tortryggilegt.

Hver sýknudómurinn á fætur öðrum og brottkast ákæruliða sjá alveg um það.

Jón Sigurður (IP-tala skráð) 5.2.2007 kl. 13:28

11 Smámynd: Sigurður G. Tómasson

Ég nenni nú ekki að eltast við menn sem saka mig um að ganga erinda Jóhannesar í Bónus, mann sem ég þekki varla nema í sjón. Staðreyndir og staða í Baugsmálinu tala sínu máli: Ákæruvaldið hefur tapað öllum þáttum málsins, og þar á meðal eru þeir veigamestu, sem úrlausn hafa fengið fyrir Hæstarétti.  Málum hefur verið vísað frá og sýknað í öðrum og stjórnandi rannsóknarinnar hefur verið úrskurðaður vanhæfur. Nú er framundan átta vikna sirkus í héraðsdómi þar sem leiða á á annað hundrað vitna um brot á hlutafélagalögum. Kostnaður við umstangið nemur áreiðanlega hundruðum milljóna og önnur mál hafa orðið útundan á meðan þessu hefur staðið.Settur ríkissaksóknari hagar sér eins og persóna í Boston Legal í málflutningi fyrir Hæstarétti og brýtur grundvallarreglu í réttarfari þegar hann segir sakborning samt sekan eftir sýknudóm í æðsta dómstól þjóðarinnar. Látum þetta að mestu nægja um Baugsmálið.

Pistill minn fjallaði um óvenjulega rætna aðför að nafnkenndum sómamönnum á forsíðu Morgunblaðsins og vandlætingarfulla myndbirtingu af þeim. Eins og ég rek í pistli mínum er alls ekki að sjá að málefnalegar ástæður liggi að baki. Og í ljósi þess að ritstjóri Morgunblaðsins hefur áður orðið ber að því að leggja á ráðin í aðdraganda  Baugsmáls hljóta að vakna spurningar um annarlegar hvatir að þessari atlögu að einni af undirstöðustofnunum lýðræðis, frelsis og réttlætis í samfélaginu.

Sigurður G. Tómasson, 5.2.2007 kl. 15:14

12 Smámynd: Herbert Guðmundsson

Þér er greinilega ekki við bjargandi: "Og í ljósi þess að ritstjóri Morgunblaðsins hefur áður orðið ber að því að leggja á ráðin í aðdraganda Baugsmáls ..." Þetta er órökstudd og ósönnuð fullyrðing = ekki bara lygasaga heldur haugalygi. Það þarf hvatir til þess af hálfu langreynds fjölmiðlamanns að taka afstöðu af því tagi sem þú gerir í þessu viðfangi. Hverjar þær eru læt ég liggja milli hluta.

Herbert Guðmundsson, 5.2.2007 kl. 17:40

13 Smámynd: Sigurður G. Tómasson

Herbert!

Er ég einn um það að telja að ritstjóri Morgunblaðsins hafi lagt á ráðin í aðdraganda Baugsmálsins? Þetta sjá allir sem vilja sjá. Og það kemur ekkert því við hvaða skoðanir menn kunna að hafa á sekt eða sakleysi Baugsmanna. Um hvatir mínar ætla ég ekki að ræða að sinni.

kveðja! 

Sigurður G. Tómasson, 5.2.2007 kl. 17:48

14 identicon

Greinilegt að þú vilt ekkert ræða um tengsl Baugs við útvarp Sögu.

Ekki stórmannlegt af þér en bjóst ekki við öðru af gömlum kommúnista.

Örn Johnson (IP-tala skráð) 5.2.2007 kl. 20:38

15 Smámynd: Herbert Guðmundsson

Sæll aftur Sigurður G.

Nei þú ert ekki einn á báti í bullinu um aðdraganda Baugsmálsins, en engu bættari með það að bulla í kór. Þér er ótrúlega tamt orðið: "Þetta sjá allir sem vilja sjá" eða "Þetta sjá allir viti bornir menn". Svo að nú hefurðu læst að þér og býður ekki um á skynsamlegar samræður. Hvort þú ert Adam, Jesús eða Allah er svo sem ekkert sem býttar neinu fyrst svona er komið fyrir þér.

Kveðjur frá óvitanum mér,

Herbert Guðmundsson, 5.2.2007 kl. 22:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

einherji

Höfundur

Sigurður G. Tómasson
Sigurður G. Tómasson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...urgtomasson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 45718

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband