Heyrt en ekki hlustað

Björn Bjarnason dómsmálaráðherra heldur því fram í pistli á heimasíðu sinni að við Guðmundur Ólafsson flytjum um hann óhróður á Útvarpi Sögu. Samt segist Björn ekki hlusta á stöðina. Hann hefur áður sent stöðinni tóninn jafnframt því að segja að hann hlusti ekki. Hann birtir blogg sitt hér á Moggablogginu en gefur ekki færi á athugasemdum. Því minnist ég á þetta hér. Hið rétta er að við Guðmundur létum uppi það rökstudda álit í þætti á föstudaginn að Björn ætti að segja af sér vegna klúðursins í Baugsmálinu. Það sjá allir skynsamir menn. Við höfum reyndar stundum hrósað Birni en í þessu máli eru engin efni til þess. Hitt þykir mér athyglisverð gáfa að geta dæmt efni fjölmiðils án þess að hafa hlustað. Það hlýtur að vera ómetanlegt fyrir dómsmálaráðherra að vera gæddur slíkri ófreskigáfu.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haukur Nikulásson

Ég hlusta iðulega á ykkur félagana á morgnana og hef oftast gaman af. Ég skal taka undir það að þið farið eiginlega frekar mildum höndum (lesist röddum) um Björn Bjarnason. Arnþrúður er á hinn bóginn talsvert óvægnari í sínum málflutningi svo vægt sé til orða tekið.

Við skulum samt vona að hann nái sér af veikindum sínum og komist aftur á stjá. Það er eiginlega hálfgerð synd að gagnrýna hann svona harkalega í veikindunum.

Haukur Nikulásson, 5.2.2007 kl. 22:08

2 identicon

Menn af ætt Björns geta hlerað ýmislegt sem þeir heyra ekki sjálfir beinlínis.

Guðmundur Ólafsson (IP-tala skráð) 6.2.2007 kl. 00:34

3 Smámynd: Sigurður G. Tómasson

Ég sé á bloggi Björns að hann er veikur. Ég vona svosannarlega að honum heilsist vel. En ég ítreka að ég hef oft hrósað Birni fyrir verk hans og engin ástæða til annars, þótt ég sé aldeilis ekki alltaf sammála honum.

Sigurður G. Tómasson, 6.2.2007 kl. 11:57

4 Smámynd: Sigfús Þ. Sigmundsson

Kallast þetta ekki fordómar?

Sigfús Þ. Sigmundsson, 8.2.2007 kl. 16:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

einherji

Höfundur

Sigurður G. Tómasson
Sigurður G. Tómasson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...urgtomasson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband