14.2.2007 | 14:36
Kópavogur fremur skemmdarverk
Í fréttum undanfarna daga hefur verið frá því sagt að Kópavogsbær hafi hafið lagningu vatnsæðar á Heiðmörk án framkvæmdaleyfis. Þar heggur sá er hlífa skyldi. Það er verkefni sveitarfélaganna að verja hagsmuni íbúanna meðal annars með þeim hætti að framkvæmdir spilli ekki umhverfi og eignum borgaranna. Til þess eru framkvæmdaleyfi. Kópavogsbær hefur nú vaðið yfir skógræktarsvæðið á Heiðmörk og hundruð trjáa hafa verið slitin upp og þeim ekið til förgunar. Ekki veit ég hve mörg trén voru en kæmi ekki á óvart að þau hafi skipt nokkrum þúsundum. Þau hæstu eru meira en 30 ára gömul og hæðin tólf metrar. Ef gert er ráð fyrir 3000 trjám er óvarlegt að meta tjónið á minna en fimm þúsund krónur stykkið. Þetta eru fimmtán milljónir. Sú upphæð er vitaskuld hrein ágiskun en gefur hugmynd um tjónið sem menn valda með þjösnaskap af þessu tæi. Er þá ótalinn sá miski sem þeir verða fyrir sem stundað hafa ræktun þessa lands og lagt á sig ómælt erfiði til þess. Kópavogsbær skuldar þeim afsökunarbeiðni. Hvaða reikning þeir senda kjósendum sínum vegna eigin afglapa er annað mál.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:39 | Facebook
Um bloggið
einherji
Bloggvinir
- malacai
- gusti-kr-ingur
- hof
- arogsid
- asarich
- hugdettan
- arh
- baldurkr
- kaffi
- bergurben
- begga
- bibb
- eurovision
- dabbi
- dofri
- egillrunar
- esgesg
- esv
- elinora
- estersv
- eysteinn
- fsfi
- fridrikof
- gesturgudjonsson
- gislihjalmar
- gudjonbergmann
- zumann
- orri
- gunnarfreyr
- guru
- halldorbaldursson
- doriborg
- kiddih
- hallurg
- hallurmagg
- handsprengja
- heidar
- 730
- hildurhelgas
- hlynurh
- kolgrimur
- hlodver
- hrannarb
- hvitiriddarinn
- ibbasig
- ingibjorgelsa
- jara
- ingo
- jensgud
- skallinn
- jonthorolafsson
- jullibrjans
- julli
- juliusvalsson
- krist
- hjolaferd
- ladyelin
- mariakr
- sax
- leifurl
- poppoli
- ofansveitamadur
- solir
- omarbjarki
- vestskafttenor
- pallieinars
- palmig
- raggipalli
- rheidur
- rungis
- bullarinn
- xsnv
- sigfus
- safi
- siggivalur
- fletcher
- ses
- kosningar
- garibald
- torfusamtokin
- tommi
- eggmann
- villagunn
- steinibriem
- thoragud
- thordistinna
- thorolfursfinnsson
- aevark
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 45819
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það skilja sjálfsagt fáir hvernig á þessu stendur en ég held að tjónið sé ekki peningalegs eðlis í þessu tilfelli.
p.s. Hvenær á maður svo von á að heyra í þér og Lobba næst ?
Davíð, 14.2.2007 kl. 14:58
Sæll Jón Kristófer!
Í Mogga í dag er viðtal við Vigni sem var framkvæmdastjóri Skógræktarfélagsins. Hann segist hafa gengið um svæðið með hönnuðum, lagt áherslu á að leggja þyrfti æðina í vegkanti ef af yrði og jafnframt sagt að hann hefði ekki umboð til neinna samninga, sem er auðvitað rétt. Mér skilst á starfsmönnum á Heiðmörk að ekkert tillit hafi verið tekið til gróðurs, hægt hefði verið að leggja æðina án umtalsverðra gróðurskemmda og sumt yrði varla aftur tekið. Ég hef ekki komist til þess að skoða þetta en mér er t.d. sagt að reitur Sinawik hafi orðið illa úti, að ekki sé minnst á annað. Og til hvers er þetta rask?
Sigurður G. Tómasson, 14.2.2007 kl. 15:29
Já Jonni, manni verður hugsað til hans. Og það er óskiljanlegt að menn skuli fara fram með þessum hætti. Í fyrsta lagi: Til hvers þurfti að bæta við vatnsveitu og virkjunum í Heiðmörk? Verður enn stærra svæði en nú er lokað almenningi til umferðar vegna vatnsverndar? Ef svo verður, er það þá allt vegna þrjósku og þverúðar eins manns? Mér finnst að í þessu máli öllu hafi verið farið að með þessari skelfilegu blöndu af þverúð heimsku og þjösnaskap sem oft hefur valdið skaða. Í þessu máli er almenningi bara sendur reikningurinn. En af því þú minntist á Reynsa. Það er eins gott að hann frétti ekki af þessu!
Sigurður G. Tómasson, 14.2.2007 kl. 16:25
Svona hljómar bókun borgarráðs Reykjavíkur frá því fyrr í dag:
"Borgarráð harmar þau vinnubrögð og þær óleyfisframkvæmdir sem unnar hafa verið af verktökum Kópavogsbæjar í Heiðmörk. Reykjavíkurborg stöðvaði framkvæmdir sl. föstudag, enda hafði framkvæmdaleyfi ekki verið veitt. Borgarráð áréttar nauðsyn þess að um þetta mikilvæga útivistarsvæði sé farið með sérstakri gætni og virðingu. Það virðist því miður ekki hafa verið gert í þessu tilviki og er borgarráð sammála um að leita, í samráði við Skógrækt Reykjavíkur, allra leiða til að lágmarka þann skaða sem unninn hefur verið á svæðinu."
Gapripill (IP-tala skráð) 16.2.2007 kl. 00:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.