Skítugir skór í Kópavogi

Ég heyrði viðtal við Gunnar Birgisson í sjónvarpinu (var í bílnum). Gunnar lét ekki deigan síga. Manni skildist að þetta Heiðmerkurmál væri bara samsæri Reykvíkinga gegn þeim þarna fyrir sunnan læk. Og kæmi ekki á óvart. Hann er bæjarstjóri í Kópavogi og reyndar líka eigandi verktakafyritækisins sem fengið er til þess að ryðja niður hundruðum trjáa til þess að Kópavogsbúar þurfi ekki að kaupa vatn af þessum andskotum, Reykvíkingum. Ég held reyndar að  Orkuveitan ætti jafnvel að rukka Kópavog um hlutdeild í kostnaðinum við rannsóknir sem gera kleift að bora eftir vatni þarna. 

Svo má náttúrlega spyrja um hversu vel var gætt hagsmuna almennings í þessum samningum við Kópavog af hálfu borgaryfirvalda í Reykjavík. Í gildi er þjónustusamningur milli Skógræktarfélags Reykjavíkur og borgarinnar þar sem skýrt er kveðið á um eftirlit og umsjá félagsins á Heiðmörk. Eitthvað virðist hafa gleymst í því sambandi. En sorglegast er að sjá virðingarleysi verktakans - og Kópavogsbæjar - fyrir umhverfinu og því sjálfboðaliðsstarfi sem unnið hefur verið í þessum unaðsreit. Var einhver að tala um skítuga skó? 

 

 

 


mbl.is Skarð rofið í Þjóðhátíðarlundinn án vitneskju borgaryfirvalda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 

Á undanförnum árum hefur Kópavogsbær, undir styrkri forystu Dr. Gunnars I. Birgisson, gengið vasklega fram í að uppræta allan trjágróður innan múra smákonungdæmisins Kópavogs, til þess að skapa þar sem mest, þéttast og gróðurlausast byggingarland innan bæjarmarka konungdæmisins. Í því augnamiði beitir konungur snötum sínum hjá Klæðningu ehf., sem eru orðnir jafn vanir því að brytja niður skóg og rakkar að bryðja bein. Þegar Klæðningarrökkunum er sleppt lausum nálægt skóglendi, er það skilyrt viðbragð þeirra að ráðast á þann skóg með kjafti og klóm og hætta ekki nagi sínu, glefsi og krafsi fyrr en viðkomandi land er orðið eins og restin af Íslandi: gróðurlaus auðn og berangur.

Eftir að vera búinn að eyða öllum útivistarskógum Skógræktarfélags Kópavogs á Rjúpnahæð og í landi Vatnsenda, er óbyggt byggingarland Kópavogs farið að þrjóta. Næst stendur til að Klæðning ehf. reisi konungi sínum minnismerki (byggingarlönd) í Lækjarbotnum, en þeir botnar standa austan við Heiðmörk.

Líklega hefur Jabba konungur Birgisson ætlað að ná undir sig Heiðmörkinni allri sem byggingarlandi með því að nýta sér flokksvöld sín í Sjálfstæðisflokknum og vinskap sinn við nýja meirihlutann í Reykjavík. Skítt með það þótt búið væri að rækta skóg á þessu friðlandi í nærri 60 ár, með þrotlausri vinnu margra landnema og sjálfboðaliða. Skítt með það þótt þangað sæki árlega 600 þús. gestir til að sækja sér hreyfingu og útivist. Í augum Dr. Jabba I. Birgissonar er þessi trjágróður bara drasl sem þvælist fyrir vinnuvélum verktakasnata sinna. Og fólk þarf enga útivist, hreyfingu eða nálægð við náttúru í Kópavogi! Lög, reglur og leyfisveitingar eru síðan hvimleiðar hindranir sem ryðja ber úr vegi með stórvirkum vinnutækjum.  

Taldi hann að léttur leikur yrði að nýta sér Hönnu Birnu (sem hann taldi bara leiðitama, heimska ljósku og viðvaning í pólitík) í þeim tilgangi að ná þessum fyrirætlunum í höfn. Þá hefði hann getað tengt saman fyrirhuguð íbúðasvæði í Vatnsenda, Heiðmörk og Lækjarbotnum í eina þétta byggð. En með síðustu yfirlýsingum sínum er Gunnar "the Hut" búinn að eyðileggja alla samflokkslega velvild í sinn garð hjá borgarstjórnarmeirihlutanum í Reykjavík.

Spennandi verður að fylgjast með áframhaldi þessarar tragikómedíu.

Gapripill (IP-tala skráð) 16.2.2007 kl. 21:18

2 Smámynd: Steinn E. Sigurðarson

Það ætti í fyrsta lagi að sekta Kópavogsbæ fyrir þessi umhverfisspjöll, og peningarnir ættu að fara í skógrækt m.a. á því svæði sem þessi þjösnaskapur eyðilagði.

Einnig þarf að draga til ábyrgðar þá, eða þann, aðila sem heimilaði þessi stórfelldu umhverfisspjöll.

Steinn E. Sigurðarson, 17.2.2007 kl. 11:05

3 Smámynd: Þóra Guðmundsdóttir

Já það verður svo sannarlega fróðlegt að fylgjast með framhaldinu,  sá grunar læðist  að mér, því miður, að það verði enginn dreginn til ábyrgðar.

Það er annars merkilegt hvernig Íslendingar hinir náttúruvænu haga sér í umgegni við hina óspjölluðu náttúru. Það virðist til dæmis aldrei vera hægt að koma niður húsi nokkurstaðar öðruvisi en að leggja umhverfið í rúst með greftri og jarðvegshrúgum. 

Þóra Guðmundsdóttir, 17.2.2007 kl. 13:22

4 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Þetta mál allt er bæjarstjóra Kópavogs til hins mesta vamsa.  Samkvæmt mínum heimildum seldi Kópavogsbær Garðabæ vatn sem þeir gátu svo ekki fengið úr sínum hefðbundnu vatnslindum og urðu því að bora eftir vatni við Gvendabrunna.  Sem aftur þýddi það að fara yrði með vatnslögnina í gegnum Heiðmörk, sem nota bene hefði ekki þurft að vera umhverfisslys ef farið hefði verið um það land af virðingu.  Það sem veldur mér mestar áhyggjur í þessu máli er virðingarleysi það sem ríkir gagnvart náttúrunni almenn hjá Kópavogsbæ en fyrirhugað hesthúsasvæði mun mér vitanlega ógna þeim vatnsbúskap sem fyrir er á svæðinu.  Þegar það vatnsból er ónýtt á þá að leysa þann vanda með að ryðjast í gegnum Heiðmörk með fleiri skurða?  Mér var kennt það í minni æsku að í upphafi skyldi endirinn skoðaður.

Ester Sveinbjarnardóttir, 17.2.2007 kl. 14:46

5 identicon

Ég er farinn að hallast að því að bæjarstjórinn í Kópavogi sé raunveruleikafirrtur einræðishyggja af túrkmensku sauðahúsi. Gæti einræðisherrann í Kópavogi einnig orsakað stórt umhverfisslys í vatnsbúskap höfuðborgarsvæðisins, líkt og gerðist í Mið-Asíu ( Aralhaf ) ?

Gapripill (IP-tala skráð) 17.2.2007 kl. 20:37

6 identicon

Gapripill (IP-tala skráð) 18.2.2007 kl. 05:15

7 identicon

Einhverra hluta vegna hefur Morgunblaðið kosið að setja ekki meðfylgjandi baksíðufregn á vefútgáfu sína. Kannski að málið sé Sjálfstæðisflokknum of viðkvæmt til þess að ritstjórn Mbl. þori að flytja rafrænar fréttir af spillingu og hrópandi skorti á sómatilfinningu meðal þungavigtarmanna í flokknum. Mér sýnist sem Sjálfstæðisflokkurinn þurfi senn að upplifa nýtt Árna Johnsen mál.

Í meðfylgjandi pistli er vísað til þeirrar greinar sem og meðfylgjandi fréttar úr Fréttablaði dagsins.

"The fall of the fat man". Í grískum harmleikjum var hroki eða dramb (hubris) talið til verstu lasta, persónuleikabresta eða skynsemisbresta. Meðal alvarlegustu lasta af þessum toga sem menn gátu gert sig seka um var þjófnaður á almannaeignum eða helgum eignum (Violations of the law against hubris ranged from what might today be termed assault and battery, to sexual assault, to the theft of public or sacred property). Þegar menn í háum stöðum höfðu gerst sekir um 'hubris' var fall þeirra ávallt skammt undan (sbr. íslenska orðtakið "Dramb er falli næst").

Við lestur á Fréttablaðinu og Morgunblaðinu í dag koma fram nýjar upplýsingar um að bæjarstjórinn í Kópavogi (og þau fyrirtæki sem hann á og rekur: Kópavogsbær, Klæðning ehf., VGK Hönnun o.fl.) hefur gerst sekur um margháttuð lögbrot og skemmdarverk í Heiðmörk á undanförnum vikum. Enn reynir bæjarstjórinn að þræta fyrir gjörðir sínar með því að grípa til augljósra lyga.

Nýjustu upplýsingar benda til að hann hafi gerst sekur um þjófnað. Í fyrsta lagi lætur hann moka í burtu trjáreit í Heiðmörk sem gróðursettur hefur verið til minningar um látna félaga í Kiwanisklúbbi (sjá Fréttablaðið hér að framan), og í öðru lagi eru þessi illa fengnu tré flutt í leyfisleysi á afvikinn stað í Hafnarfjarðarhrauni og komið þar fyrir á afgirtri eignarlóð (Sjá Morgunblaðið hér á eftir). Bæjarstjórinn segist reyndar ætla að bæta fyrir þjófnaðinn "með því að setja niður önnur tré í staðinn." LOL.gif Þetta er svona svipað eins og ef Klæðningarverktakarnir tækju nú til við að ræna börnum Kiwanismanna og selja þau mansali, en bjóðast til að bæta fyrir skaðann með því að geta ný börn með viðkomandi mæðrum úr kvennadeild Kiwanisklúbbsins. sad.gif

Fyllsta ástæða er til að spyrja þeirrar spurningar hvort Kópavogsbær sé rekinn sem hver önnur skipulögð glæpastarfsemi? Og í leiðinni, hvort bæjarfélagið sé rekið af samviskulausum siðvillingum sem ekki kunna að skammast sín?

Tuttugu ára vinna eyðilögð í Heiðmörk (Fréttablaðið, mánudaginn 19. febrúar 2007, bls. 2)

 

Trjálundur kvennadeildar Kiwanis-samtakanna orðinn að drullu. Félagið ætlar að leita réttar síns. Telja eyðilegginguna óþarflega mikla. Framkvæmdastjóri Klæðningar segir raskið ekki óeðlilega mikið, miðað við stærð verksins.

 

Umhverfismál

 

Tuttugu ára gamall lundur Sinawik-kvenna, kvennadeildar Kiwanis-samtakanna, gjöreyðilagðist þegar Kópavogsbær og Klæðning ehf. hófu að leggja vatnslögn gegnum Heiðmörk.

 

"Þetta er alveg skelfilegt. Hann er að mestu ónýtur lundurinn," segir Dagný Heiða Vilhjálmsdóttir, formaður Sinawik-félagsins í Reykjavík. "Það er búið að ryðja í gegnum gömul stæðileg greintré og nú er hér þvílík drulla og varla hægt að ganga um hérna. Þeir hafa enga tilfinningu fyrir náttúrunni, þessir menn."

 

Dagný segir að Sinawik-félagið muni leita réttar síns á næstu dögum: "Það snýst ekki um peninga heldur eru þetta gleðistundir og samvinna sem þarna var rutt niður."

 

Hjálmar Hlöðversson, umdæmisstjóri hjá Kiwanis-samtökunum, tekur í sama streng og segir að búið sé að "slátra landinu með stórvirkum vinnuvélum og sturta malarhlössum yfir".

 

Að mati Hjálmars hefur verktakinn gengið fullharkalega fram við verkið. "Þetta er skelfileg umgengni. Þeir hafa rifið allt of mikið í kringum sig og hefðu ekki þurft að eyðileggja svona mikið."

 

Sigþór Ari Sigþórsson, framkvæmdastjóri Klæðningar ehf., segir að markmið fyrirtækisins sé ávallt að skemma sem minnst og starfa í sem bestu samráði við verkkaupa, sem í þessu tilfelli er Kópavogsbær.

 

Hann segir ekkert ámælisvert við framkvæmd verksins, að því er lýtur að Klæðningu ehf. "Það var ekki óeðlilega mikið rask af þessum framkvæmdum, miðað við það sem hefur verið gert þarna og mun verða gert. Við höfum mikla reynslu í að vinna á viðkvæmum svæðum og þarna var reyndur maður á ferð."

 

Sigþór tekur fram að verkið hafi fyrirtækið fengið í opnu útboði í fyrra. "Framkvæmdirnar hófust síðan í byrjun janúar og það hefði vissulega verið skemmtilegra að fá athugasemdir fyrr."

 

Vignir Sigurðsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur, segir það "bull og vitleysu" sem Gunnar I. Birgisson bæjarstjóri sagði í Fréttablaðinu í gær um að Kópavogsbær hafi farið yfir framkvæmdina með Skógræktarfélaginu.

 

"Þetta er algjörlega rangt og hann ætti að vita betur. Það var ekkert samráð haft við félagið," segir Vignir og rifjar upp að hafa farið í "óformlega vettvangsferð" fyrir nokkrum árum upp í Heiðmörk með verkfræðingum frá Hönnun. Þá hafi hann lagt til aðra leið en síðan var farin. Hann hafi einnig tekið skýrt fram að þetta væri persónuleg skoðun hans, en ekki Skógræktarfélags Reykjavíkur. klemens

 

@frettabladid.is


 
Mbl., mánudaginn 19. febrúar, 2007 - Innlendar fréttir:

Hvað varð um trén sem felld voru í Heiðmörk?

* Skógræktarfélagið undirbýr kæru * Bæjarstjóri segir að skaðinn verði bættur

Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is. SKÓGRÆKTARFÉLAG Reykjavíkur hefur falið lögmanni að undirbúa kæru á hendur Kópavogsbæ og verktakafyrirtækinu Klæðningu hf.

Eftir Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is

SKÓGRÆKTARFÉLAG Reykjavíkur hefur falið lögmanni að undirbúa kæru á hendur Kópavogsbæ og verktakafyrirtækinu Klæðningu hf. og óskað eftir að fram fari opinber rannsókn á þeirri röskun sem orðið hefur í Heiðmörk við lagningu vatnsleiðslu.

Helgi Gíslason, framkvæmdastjóri félagsins, segir að m.a. hafi verið felld nokkur hundruð tré, sem séu í eigu skógræktarfélagsins og nú vilji félagið fá skýringar á því hvað varð um þau. Um sé að ræða allt frá 3-4 metra og upp í 10-12 metra há tré. "Við stóðum í þeirri meiningu þegar þeir voru að spilla svæðinu, að þessum trjám hafi verið ekið á haugana en sögusagnir bárust um það á föstudaginn að svo hafi ekki verið," segir Helgi. Hann segir að svo virðist sem trén hafi verið flutt í leyfisleysi á afvikinn stað í Hafnarfjarðarhrauni og komið þar fyrir á afgirtri einkalóð.

Gunnar Birgisson, bæjarstjóri í Kópavogi, segir kæru skógræktarfélagsins óskiljanlega. Framkvæmdirnar séu unnar í samráði við alla sem málið varðar, m.a. skógræktarfélagið og Kópavogsbær hafi lýst því yfir að bærinn muni bæta fyrir þann skaða sem verði vegna lagningar vatnsleiðslunnar. "Það var búið að ákveða leiðina í samráði við þá. Síðan kemur þessi nýi framkvæmdastjóri sem er greinilega með allt aðrar skoðanir en forveri hans. Þetta kemur mjög flatt upp á okkur. Ég veit ekki hvern hann ætlar að kæra og fyrir hvað," segir Gunnar. Hann segir að klúður málsins liggi í því að Reykjavíkurborg sé ekki búin að gefa út framkvæmdaleyfi.

Gunnar var spurður hvort hann vissi hvað hafi orðið um trén. "Ég veit ekki hvað varð um þau en það var alltaf ljóst að það þyrfti að farga trjám og við ætluðum náttúrlega að bæta það með því að setja niður önnur tré í staðinn.

Spurningin var hvar ætti að fara í gegnum Þjóðhátíðarlundinn og var ákveðið að fara þessa leið sem farin var í samráði við skógræktarfélagið. Kópavogsbær vildi fara aðra leið meðfram stígum til að lágmarka þetta en þessi leið styttir leiðina um 80 metra. Skógræktarfélaginu þótti það gott þá en þessi nýi framkvæmdastjóri er greinilega annarrar skoðunar."


Í hnotskurn:
» Framkvæmdir við lagningu vatnsleiðslu fyrir Kópavogsbæ í gegnum Heiðmörk hafa að mati Skógræktarfélags Reykjavíkur í för með sér verulega röskun.
» Bæjarstjóri Kópavogs segir áætlanir um framkvæmdirnar unnar í samráði við alla sem málið snertir, þ.á.m. skógræktarfélagið.
» Orkuveita Reykjavíkur hefur gert alvarlegar athugasemdir við umgengni verktaka í Heiðmörk.




Mynd:
Jarðrask. Forsvarsmenn Skógræktarfélags Reykjavíkur telja að tré í eigu félagsins hafi verið flutt í leyfisleysi úr Heiðmörk og á afvikinn stað (Mynd Morgunblaðið/RAX).


Attached image(s)
Attached Image

Gapripill (IP-tala skráð) 19.2.2007 kl. 15:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

einherji

Höfundur

Sigurður G. Tómasson
Sigurður G. Tómasson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...urgtomasson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 45819

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband