Trefillinn raknar

Fyrir nokkrum árum kynntu skógræktarfélögin á höfuðborgarsvæðinu "Græna trefilinn". Græni trefillinn er prjónaður úr skógræktarsvæðum félaganna allt frá Undirhlíðum í suðri og upp á Kjalarnes. Síðan þetta var hafa engin ný skógræktarsvæði bæst við en mörg hafa verið tekin undir nýbyggingar. Má þar nefna svæði í Kópavogi, Grafarholt og Hólmsheiði, auk spildna í Mosfellsbæ. Stórlega hefur dregið úr nýrækt á vegum sveitarfélaganna. Græni trefillinn hefur sem sagt raknað en ekki verið prjónað við hann. Hafa þó á seinni árum bæst við ný rök fyrir því að auka skógrækt. Eina sveitarfélagið á höfuðborgarsvæðinu sem staðið hefur myndarlega við bakið á sínu skógræktarfélagi er Hafnarfjörður. Og ekki virðist skipta máli í þessu sambandi hvar fólk er í pólitík.

Þegar horft er á ruddaskapinn í Heiðmörk er maður ekki hissa á því þótt ræktunar- og umhverfissamtök eins og skógræktarfélögin eigi undir högg að sækja. Þegar við slík tröll er að eiga mega félagasamtök sín lítils. Og það er ekki bara við Kópavogsmenn að sakast. Reykjavíkurborg mætti sinna skógræktarsvæðunum miklu betur. Vegir inn á fjölsóttasta útivistarsvæði landsins eru hrein hörmung. Félagið þarf að taka úr eigin sjóðum til þess að halda uppi lágmarksþjónustu og eru þá mörg brýn verkefni látin sitja á hakanum. Nýjasta svæði félagsins, Esjuhlíðar, hefur engan stuðning hlotið frá borgaryfirvöldum. Borgin hefur líka greinilega samið af sér við Kópavog ef hún hefur skuldbundið sig til þess að gefa út framkvæmdaleyfi innan mánaðar. Fróðum mönnum ber saman um að það sé ekki mögulegt, breyta þurfi skipulagi, husanlega kanna umhverfisáhrif osfrv..

Nýlega var jarðýtumaður dæmdur í Hæstarétti fyrir að ryðja slóð utan í fjöllum fyrir ofan Hvergerði. Honum dugði ekki að benda á að hnn hefði einungis fylgt fyrirmælum verkbeiðanda. Með sama móti má gera ráð fyrir því að Klæðningu dugi lítt að bera fyrir sig að Gunnar Birgisson hafi beðið þá að ryðja skóg í Heiðmörk. Þeir bera sjálfir ábyrgð á gjörðum sínum og geta ekki skýlt sér á bak við ofstækisfullan framkvæmdamann í líki bæjarstjóra.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir

Samtök eins og Landvernd og Náttúruverndarsamtökin þurfa að fara að beita sér fyrir því að vernda græn svæði innan borgarinnar. Grænu svæðin eins og Heimörk, Fossvogsdalur og Öskjuhlíðin þurfa vernd.

Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir, 25.2.2007 kl. 13:19

2 Smámynd: Steinn E. Sigurðarson

Þetta er sorglegt sérstaklega í ljósi þess hvað uppræting skóglendis á örugglega stóran þátt í ógvænlegum loftslagsbreytingum sem virðast vera að skella á.

Steinn E. Sigurðarson, 25.2.2007 kl. 14:45

3 identicon

Eyðing skóglendis í heiminum skýrir ríflega fjórðung af árlegri losun gróðurhúsalofttegunda í heiminum. Af fréttum síðustu viku má álykta að íslenskir Stór-Kópavogssvæðisbúar séu engir eftirbátar þróunarlanda í þessum efnum.

Enda er fátt varnarlausara en skógur, eins og stendur í meðfylgjandi Economist-grein (Few things on earth seem as defenceless as a forest.)

Deforestation

Stop stop the chop chop

Nov 2nd 2006 | SÃO PAULO
From The Economist print edition

Trees and how to save them

FEW things on earth seem as defenceless as a forest. To many people, it is worthless unless harvested for its trees or destroyed to create farmland. Tropical forest is vanishing at a rate of 5% a decade, wrecking habitats and releasing 3 billion tonnes of carbon dioxide a year, a fifth of global greenhouse emissions.

Most tropical forest is in poor countries, so giving it monetary value may be the best way to save it. Efforts to do that are accelerating. At a United Nations meeting on climate change in Kenya next week, Brazil is expected to propose a fund to reward developing countries that cut their rate of deforestation. This is a change of heart: till last year, Brazil had resisted the idea of taking cash in return for keeping trees intact.

Brazil's idea relies on contributors' goodwill. The only penalty for countries that cheat would be the loss of future incentives. Some think it might be better to trade certificates in “avoided deforestation” in the global carbon-credit market, through which polluters in rich countries can pay others to reduce emissions.

The economic value of chopping down trees varies widely, the World Bank notes in a new study*. Pasture in the Amazon is worth as little as $200 a hectare. At the current price of carbon credits (which is volatile) the same area of dense rainforest would be worth around $7,500, says Kenneth Chomitz, the report's main author. So the gains from clearance are often much less than the cost to the planet of the carbon released by burning or rotting trees. Thus it may make sense for rich polluters to pay, via the market, for the forests' upkeep.

Sceptics say “dumping” forests on the world's carbon market would lower the price, thus reducing the incentive for rich countries to use greener power—unless emission targets were toughened, which would tighten the market. Other greens say countries should be paid for providing “eco-services”—like biodiversity—and not just for avoiding destruction.

But even if the effect of “cash for non-deforestation” is short-term, it is worth having: it could buy time to develop non-fossil fuels.

In any case, Brazil is already making progress. Deforestation in the year to August dropped 30% to 13,000 square kilometres (5,000 square miles). Last year's fall was similar. One (changeable) factor is a strong currency, which depresses prices for farm products. IPAM, a think-tank, also credits tougher state action against land grabbing and corruption.

All this will boost Brazil's case as it sets out to convince other countries it can reliably deliver exactly what they say they need—intact forests.

Gapripill (IP-tala skráð) 25.2.2007 kl. 15:28

4 identicon

 

Mér var að berast eftirfarandi ljóð, nýlega ort af ókunnum höfundi:

Heiðmerkurljóð

Gunnar hefur holdin best
hulin vænni puru
Sagður elska ýtur mest
en ekki greni og furu

Kópavogi ríkur réð
með ráðslag allt til sóma
Undirhöku hnellna með
og heldur digurróma

Reykjavík er ríki eitt
sem ræflar einir byggja
og gera flestum lífið leitt
og landsmenn aðra hryggja

Dólgar réðu veitu vatns-
og vildu á henni græða
Þá mælti Gunnar mikið hvass:
"Vér munum eigi blæða"

Sendi ýtur allar skjótt
- ítem gröfur vænar -
upp í Heiðmörk undir nótt
og atti á hlíðar grænar

Það frétti peysu- lopa- lið
og lagsmenn kommónista
og upphóf skjótt að sínum sið
að senda kærulista

Engra griða Gunnar bað
- geystist skjótt í slaginn -
féndur alla í kútinn kvað
í Kastljósi um daginn

Skelfir Gunnar skógarmenn
sem skæður refsilogi
Sílspikaður situr enn
í sæmd í Kópavogi

Vésteinn (IP-tala skráð) 25.2.2007 kl. 17:42

5 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Takk Sigurður, takk!

Ágúst H Bjarnason, 25.2.2007 kl. 21:21

6 identicon

S.l. haust kynnti formaður skipulagsráðs Reykjavíkurborgar áform um að klippa 110 hektara bút af græna treflinum á Hólmsheiði og reisa þar iðnaðarhverfi. Ekki er minnst á það einu orði í meðfylgjandi Moggafrétt að fyrirhugað iðnaðarsvæði muni hafa í för með sér skógeyðingu á 110 hekturum. Né heldur þykir ástæða til að geta þess, að með þessu er verið að eyðileggja verk fjölda unglinga í Vinnuskóla Reykjavíkur sem græddu upp umræddan skóg á árunum 1984-94. 

Morgunblaðið, föstudaginn 1. desember, 2006 - Innlendar fréttir

Atvinnulóðir í Hólmsheiði

REYKJAVÍKURBORG ætlar að skipuleggja 110 hektara atvinnusvæði í Hólmsheiði við Suðurlandsveg og er vonast til þess að unnt verði að úthluta lóðum þar síðla árs 2007 eða í byrjun árs 2008. Ákvörðun um þetta var tekin á síðasta fundi skipulagsráðs.

REYKJAVÍKURBORG ætlar að skipuleggja 110 hektara atvinnusvæði í Hólmsheiði við Suðurlandsveg og er vonast til þess að unnt verði að úthluta lóðum þar síðla árs 2007 eða í byrjun árs 2008.

Ákvörðun um þetta var tekin á síðasta fundi skipulagsráðs. Hanna Birna Kristjánsdóttir, formaður ráðsins, segir að með þessu sé brugðist við mikilli eftirspurn eftir atvinnulóðum í borginni. Eitt af helstu markmiðum nýs meirihluta sé að bæta úr skorti á þeim og tryggja að fyrirtæki geti starfað í borginni. Mjög sé litið til svæðisins í Hólmsheiði, enda sé það gríðarstórt, en einnig til fleiri svæða í útjaðri borgarinnar s.s. Hádegismóa. Sömuleiðis sé ætlunin að bæta við lóðum í tengslum við hafnarsvæði og á öðrum stöðum meira miðsvæðis.

Gert er ráð fyrir að hægt verði að byggja um 300 þúsund fermetra atvinnuhúsnæði í Hólmsheiði, t.d. fyrir framleiðslufyrirtæki, skrifstofur og verslanir. Aðkoma að hinu nýja atvinnusvæði verður fyrst um sinn frá Suðurlandsvegi um Hafravatnsveg og síðar um mislæg gatnamót á Suðurlandsvegi.

Nýtt fangelsi á að rísa rétt ofan við atvinnusvæðið, samkvæmt núgildandi deiliskipulagi frá 2001.

Vésteinn (IP-tala skráð) 26.2.2007 kl. 12:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

einherji

Höfundur

Sigurður G. Tómasson
Sigurður G. Tómasson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...urgtomasson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 45819

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband