26.2.2007 | 20:08
Hann er greinilega ekki í lagi
Ég hélt satt að segja að Gunnar Birgisson mundi taka feginshendi fresti Skógræktarfélagsins á því að kæra út af spjöllunum á Heiðmörk. Nei ónei, hann steytir hnefann á móti Vilhjálmi, sem þó bað honum griða og fékk. Honum er ekki við bjargandi. Það kann að vera, að einhver fljótaskrift hafi verið á samningi Reykjavíkur við Kópavog. En það breytir ekki því að bæjarstjóra hlýtur að vera kunnugt um reglur og lög um skipulag og framkvæmdir. Eiga Kópavogsbúar kannski að taka bæjarstjórann á orðinu, byggja fyrst það sem þá langar og sækja svo um byggingarleyfi til bæjarins. Þeir gætu svo sagt: "Hann Eddi sem seldi mér húsið átti að skaffa leyfið!"
Kópavogsbær kann að leita réttar síns í Heiðmerkurdeilunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:47 | Facebook
Um bloggið
einherji
Bloggvinir
- malacai
- gusti-kr-ingur
- hof
- arogsid
- asarich
- hugdettan
- arh
- baldurkr
- kaffi
- bergurben
- begga
- bibb
- eurovision
- dabbi
- dofri
- egillrunar
- esgesg
- esv
- elinora
- estersv
- eysteinn
- fsfi
- fridrikof
- gesturgudjonsson
- gislihjalmar
- gudjonbergmann
- zumann
- orri
- gunnarfreyr
- guru
- halldorbaldursson
- doriborg
- kiddih
- hallurg
- hallurmagg
- handsprengja
- heidar
- 730
- hildurhelgas
- hlynurh
- kolgrimur
- hlodver
- hrannarb
- hvitiriddarinn
- ibbasig
- ingibjorgelsa
- jara
- ingo
- jensgud
- skallinn
- jonthorolafsson
- jullibrjans
- julli
- juliusvalsson
- krist
- hjolaferd
- ladyelin
- mariakr
- sax
- leifurl
- poppoli
- ofansveitamadur
- solir
- omarbjarki
- vestskafttenor
- pallieinars
- palmig
- raggipalli
- rheidur
- rungis
- bullarinn
- xsnv
- sigfus
- safi
- siggivalur
- fletcher
- ses
- kosningar
- garibald
- torfusamtokin
- tommi
- eggmann
- villagunn
- steinibriem
- thoragud
- thordistinna
- thorolfursfinnsson
- aevark
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mér finnst það bara tímaspursmál hvenær "hegðun" Gunnars verður búinn að elta hann uppi og afhjúpa. Ekki orð um það meir!
Haukur Nikulásson, 26.2.2007 kl. 23:20
Þið þreytist ekki á að gera ykkur mat úr þessu klúðri. Þetta er orðið ofsoðið og bragðlaust.
Gunnar Th. Gunnarsson, 27.2.2007 kl. 17:47
Eki er ég kokkurinn. Gunnar Birgisson hélt blaðamannafund í gær og hótaði öllum. Og svo er ég ekkert sérstaklega svangur. En þetta mál fjallar um grundvallaratriði.
Sigurður G. Tómasson, 27.2.2007 kl. 17:56
Satt segir Sigurður G. Tómasson. Bæjarstjóranum sést ekki fyrir og hefur verið sinn eigin versti óvinur frá upphafi þessa máls. Hann virðist vera manna duglegastur við að rogast með hrís í sitt eigið bál.
Hafi það verið ætlun hans að efna til fréttamannafundarins í fyrradag í því augnamiði að rétta hlut sinn gagnvart almenningsálitinu eftir neikvæða fjölmiðlaumfjöllun síðustu vikna, hefur það illilega brugðist. Á fundinum réttlætti hann eigin lögbrot (nýleg og löngu liðin) og hótaði lögsókn á hendur brotaþolanum, Skógræktarfélagi Reykjavíkur, fyrir "meiðyrði" framkvæmdastjóra þess. Hvaða meiðyrði? Felst "meiðyrðið" í því að segja frá því að hundruð trjáa hafi verið numin á brott, án leyfis eiganda, og hluta þeirra komið, með leynd, í geymslu á afviknum stað? Hvenær þjófkenndi framkvæmdastjórinn bæjarstjórann eða framkvæmdaaðilana?
Á fundinum fór bæjarstjórinn líka með augljósar lygar, þegar hann gerði tilraun til að gera fyrrum framkvæmdastjóra Skógræktarfélagsins samsekan sér í málinu. Áður hafa fjölmiðlar borið sömu ummæli bæjarstjórans undir fyrrum framkvæmdastjóra félagsins og var svar hins síðarnefnda: "Bull og vitleysa."
Í nágrannalöndum okkar hefði bæjarstjórinn verið neyddur til að segja af sér fyrir að bera slíkt ljúgvitni gegn náunga sínum. En íslenskir þungavigtarmenn í stjórnmálum eru greinilega til muna sveigjanlegri í siðferðisefnum og ósannsögli er enginn löstur í íslenskum stjórnmálum.
Í dag rennur út sá vikufrestur sem Skógræktarfélag Reykjavíkur veitti borgarstjóranum, áður en kært yrði fyrir leyfislaus eignaspjöll (og hugsanlegan trjástuld) Kópavogsbæjar/Klæðningar ehf. Spennandi verður að fylgjast með hvort af þeirri kæru verður, eða hvort þetta félag verði aftur snúið niður af valdamönnum.
Morgunblaðið, þriðjudaginn 27. febrúar, 2007 - Innlendar fréttir
Gunnar kallar eftir framkvæmdaleyfi
Segir tjón vegna tafar á framkvæmdum yfirvofandi
Spurður um næstu skref í málinu segir Gunnar að hann hafi skrifað borgarstjóra Reykjavíkur bréf á föstudaginn og farið þess á leit við hann að framkvæmdaleyfi yrði gefið út tafarlaust þar sem tjón af völdum tafanna væri yfirvofandi. "Nú þarf framkvæmdaleyfið að koma einn, tveir og þrír, svo hægt sé að ljúka við lögnina," segir Gunnar. Verði áframhaldandi tafir á framkvæmdum ítrekar Gunnar þá afstöðu sína að Kópavogsbær muni höfða skaðabótamál á hendur Reykjavíkurborg þar sem borgin verði látin standa frammi fyrir því sem skrifað var undir í samkomulagi sveitarfélaganna frá 15. september 2006, en þar komi fram skýrum orðum að Reykjavíkurborg skuli veita framkvæmdaleyfi innan mánaðar frá því að beiðni þar að lútandi var lögð fram.
Í hnotskurn
» Bæjaryfirvöld í Kópavogi telja sig hafa borið skarðan hlut frá borði í fjölmiðlaumfjöllun um framkvæmdir bæjarins í Heiðmörk og efndu af því tilefni til blaðamannafundar í gær.» Bíði Kópavogsbær frekara tjón vegna tafa við útgáfu framkvæmdaleyfis hyggjast bæjaryfirvöld höfða skaðabótamál á hendur Reykjavíkurborg vegna vanefnda á samkomulagi milli sveitarfélaganna.
Vésteinn (IP-tala skráð) 28.2.2007 kl. 12:17
Ég er Kópavogsbúi og skammast mín svo sannarlega fyrir Bæjarstjórann okkar!
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 28.2.2007 kl. 16:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.