Hjálp, hjálp, ekki fleiri löggur!

Ekki líst mér vel á hugmynd Steingríms J. um netlögguna. Ætlar VG að bera þetta á borð fyrir kjósendur í vor? Hvað var þá athugavert við að hlera? Er þá samfélagið fullt af kommónistum, hommónistum og perrum, eins og karlinn sagði?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Sigurður

Sem frjálshyggjumanni finnst mér hugmynd Steingríms Joð frábær - að því gefnu að hann notist aðeins við Pappalöggurnar hennar Sólveiga Pé!!

Kær kveðja

Sveinn V. Ólafsson

Sveinn V. Ólafsson (IP-tala skráð) 26.2.2007 kl. 21:52

2 Smámynd: Þóra Guðmundsdóttir

Er Steingrímur ekki bara að stíga í vænginn við Björn Bjarnason? Þeir væru góðir saman í eftirlitinu.

Þóra Guðmundsdóttir, 26.2.2007 kl. 22:40

3 Smámynd: Steinn E. Sigurðarson

Nema það hafi breyst sl. 3-4 ár, þá er það enn svo að í Rússlandi þurfa allar internetþjónustur að gefa stjórnvöldum aðgang til að fylgjast með (sniffa) traffíkinni sinni. Hinsvegar útaf flækjustigi internetsins og gjörsamlegri vanþekkingu stjórnmálamann, þá stafar alvöru glæpamönnum lítil hætta af "netlöggum", held ég.

Steinn E. Sigurðarson, 26.2.2007 kl. 23:06

4 Smámynd: Steinn E. Sigurðarson

"stjórnmálamanna", ætlaði ég að segja.

Steinn E. Sigurðarson, 26.2.2007 kl. 23:06

5 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Netlögg verður bara til að pirra okkur tölvuörvitana sem höfum ekkert glæpsamlegt í huga en þeir sem á annað borð geta stundað netglæpi eiga auðvelt með að sleppa í gegnum síur netlöggunar.  Þetta yrði bara kostnaðarsamt þar sem fé væri t.d. teki úr framkvæmdasjóði aldraðra eða úr vegaframkvæmdum.  Ég sem hélt að framsókn toppaði alla forræðishyggju.

Ester Sveinbjarnardóttir, 26.2.2007 kl. 23:51

6 Smámynd: Haukur Nikulásson

Það hefur lengi logað við stjórnmálamenn að hafa lítinn skilning á tölvu- og upplýsingamálum. "Netlögga" Steingríms er bara kjánaleg hugmynd sögð í stundarbrjálæði og hann er trúlega núna að dauðskammast sín fyrir þetta aulaorðbragð. Mikið held ég að Agli Helgasyni hafi verið skemmt yfir þessari yfirlýsingu Steingríms.

Haukur Nikulásson, 27.2.2007 kl. 08:30

7 Smámynd: Ibba Sig.

Ég held að þetta eina orð eigi eftir að kosta VG mörg atkvæði sem þau hefðu annars getað veitt úr óákveðna pollinum. 

Ibba Sig., 27.2.2007 kl. 11:25

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hm, eflaust sagt að vanhugsuðu máli. Steingrími fyrirgefið!

Jenný Anna Baldursdóttir, 27.2.2007 kl. 11:41

9 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Sjálfsagt var þetta sagt hjá honum að vanhugsuðu máli, ekki það að hann hafi ekki meint þetta, heldur bara út frá P.R. sjónarmiðum. Þessi hugsun lýsir kommakynslóð hans ágætlega. Byrtingamynd forræðishyggjunnar eins og á svo mörgum öðrum sviðum í hugmyndafræði þeirra.

Gunnar Th. Gunnarsson, 27.2.2007 kl. 17:56

10 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Látið ykkur dreyma gott fólk.  Trúi ekki að þetta kosti "fylgishrun". Róleg í spádómunum. 

Jenný Anna Baldursdóttir, 28.2.2007 kl. 10:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

einherji

Höfundur

Sigurður G. Tómasson
Sigurður G. Tómasson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...urgtomasson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband