Sóđarnir kosta okkur stórfé

Ég var ađ tína rusl úr garđinum hjá mér á dögunum. Ađallega voru ţetta umbúđir utan af sćlgćti. Hvernig er ţađ, er ekki hćgt ađ kenna krökkum ađ fleygja ekki rusli á víđavangi? Og ţetta eru ekki bara krakkar. Ég hef séđ fullorđiđ fólk fleygja umbúđum út um allt. Margsinnis hef ég komiđ ađ laxveiđiám, ţar sem allt var útatađ í rusli, bjórdósum, tómum sígarettupökkum og ţess háttar. Sóđarnir kosta okkur tugi milljóna á ári eins og fram kemur í fréttinni. Er ekki eitthvađ meira en lítiđ ađ uppeldinu hjá okkur?
mbl.is Vorverkin hafin í Reykjavík; kostnađur viđ hreinsunarstörf eykst
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Einarsson

Sóđaskapur er í ţjóđarsálinni. Ţó eru ein kvikindi sem ekki mega sóđa út ţađ eru hundarnir. Mér líđur eins og ég veit ekki hvađ ţegar ég er á heilsubótargöngu međ hundinn minn vađandi sorpiđ í ökkla, međ ólina í annari hendi og hundakúk í poka í hinni. Samt er hundakúkur nátturvćnn en  plastpoki eyđist ekki á 100 árum.

Jóhannes Einarsson, 30.3.2007 kl. 12:07

2 identicon

Fyllilega sammála ţér Sigurđur um sóđaskapinn almennt.  Ekki má gleyma nýbyggingarsvćđum líka.  Ţađ er alveg međ ólíkindum hvađ menn láta fjúka af plasti o.fl. af ţessum svćđum´.

Annađ mál er síđan frágangur borgarinnar af framkvćmdasvćđum.  Ţađ er ótrúlega langur tími sem fer í ađ ganga frá almennt.  Ef horft er yfir nýframkvćmdir eins og brúarsmíđi á gatnamótum Vesturlandsvegar og Víkurvegar sem var lokiđ fyrir um 2 - 3 árum síđan ţá er enn margt ófrágengiđ eđa illa gengiđ frá.  Ţarna mćtti borgin taka sig á (kannski tekur ríkiđ ţátt í ţessu á móti ?).  Á móts viđ Húsasmiđjuna er drullusvađ sem mér sýnist ekkert eiga ađ gera í.  Hvađ međ ađ tyrfa og setja ţarna tré ?  Á ţessu svćđi var líka tekiđ uppá ţví ađ sá grasfrćjum í moldina í stađ ţess ađ tyrfa.  Grasiđ hefur ekki enn náđ sér af stađ og ţetta er hreinlega ljótt ađ sjá auk ţess ađ djúp bílför sjást víđa í moldardrullunni.   Ég vona ađ ţetta verđi lagađ sem fyrst auk ţess sem forvitnilegt verđur ađ fylgjast međ hvernig gengiđ verđur frá nýju gatnamótum Vesturlandsvegar og Suđurlandsvegar.

LÖL (IP-tala skráđ) 30.3.2007 kl. 12:09

3 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Bretar beita háum sektum til ađ stemma stigum viđ sóđaskap, ţađ sem kemur viđ pyngjuna hjá fólki virkar oft vel.

Ester Sveinbjarnardóttir, 30.3.2007 kl. 13:18

4 identicon

Sammála Ester og ykkur hinum. Beita ţyrfti hörđum viđurlögum og háum fésektum viđ sóđaskap sem hér er landlćgur og fer versnandi. Singapúr Lee Kuan Yew vći Íslendingum góđ fyrirmynd í ţessum efnum:

Don’t chew on this— Singapore doesn’t allow gum in public. But don’t spit it out, either. Spitting in public carries a $1,000 fine.

And by all means, flush the toilet! If convicted, neglecting to twist the swill will cost $150 the first time, while serial offenders are fined $1,000 per failure-to-flush. Some may bristle under the rules of the “nanny state,” but many Singaporeans enjoy the comforts and protections of life under their government. With almost no unemployment or poverty, Singapore is in many ways a model nation. Its standard of living is even higher than the top-ranked European countries.

Gapripill (IP-tala skráđ) 30.3.2007 kl. 18:23

5 identicon

Orđ í tíma töluđ... Ţessi sóđaskapur er óţolandi.. ! Hvađ er eiginlega ađ okkur?

Annars hef ég komiđ međ hugmyndir á bloggsíđu minni um "Rusla-tínu-ferđin" 

Íslendingar skrái sig í ferđir saman... göngutúrar, kósí kakó og tína rusl.. saman gaman..

Veit um marga sem hefđu áhuga á slíkri skemmtiferđ.. og ég er ekki ađ grínast.

Ferđafélag Íslands eđa Útivist gćtu stađiđ fyrir slíkum gönguferđum innanbćjar sem utan..

Móđir Jörđ hefur veriđ okkur afskaplega gjafmild.. er ekki kominn tími til ţess ađ endurgjalda greiđann?

Björg F (IP-tala skráđ) 30.3.2007 kl. 20:58

6 Smámynd: Ţóra Guđmundsdóttir

"Ţá hefur kostnađur viđ hreinsun opinna svćđa aukist um 70-80% á milli ára eđa sem nemur um 120 milljónum kr."  Skilji ég ţetta rétt ţá kostar ţessi hreinsun 270 milljónir. Ég veit ađ borgin er stór  og rusliđ er mikiđ en hvernig í veröldinni geta ţessi ţrif kostađ svona mikiđ ?

Ţóra Guđmundsdóttir, 31.3.2007 kl. 16:39

7 Smámynd: Halldór Sigurđsson

Fólk hendir einnig út úr bílum á ferđ, allt frá kaffibollunum ,sem ţeir fá á bensínstöđvunum upp í heilu ruslpokana.
Ćtti mađur kannski ađ hringja í lögguna og segja ţeim frá bílnúmeri viđkomandi ?

Halldór Sigurđsson, 31.3.2007 kl. 17:04

8 Smámynd: Ísdrottningin

Ég er sammála Björgu um ađ hćgt vćri ađ koma á ruslatínsluferđum til ađ hreinsa náttúruperlurnar okkar.  En hvađ varđar ţéttbýliđ vil ég koma á einskonar ţegnskylduvinnu eins og lesa má á síđu minni: http://isdrottningin.blog.is/blog/isdrottningin/entry/164401 ef einhver nennir

Ísdrottningin, 1.4.2007 kl. 20:53

9 Smámynd: Eysteinn Ingólfsson

Fátt pirrar mig meira en ţegar sigarettum er hent út úr bílum, stundum stenst ég ekki mátin og flauta eđa blikka en uppsker sjaldnast blíđuhót í stađin. Hvađ á mađur ađ gera!  Ég á hund og ţríf samviskusamlega eftir hann, ekki ađ ég sé ađ mćla ţví bót ađ skilja hundaskít eftir, en ţar sem ég bý úti á Álftanesi lendi ég stundum í ţví ađ 2 skrefum frá spörđunum úr hundinum mínum er ca. 1 kg af hrossaskít, já og ekki sé minnst á gćsaskítinn á vorin og haustin.

Eysteinn Ingólfsson, 1.4.2007 kl. 22:09

10 Smámynd: Sigurđur G. Tómasson

Hundaskítur á gangstéttum inni í borg er viđbjóđur. Á hinn bóginn hefur ahnn aldrei angrađ mig úti í náttúrunni, fremur en annađ drit, fuglaskítur, tófuskítur og músaspörđ. Ađ mađur tali nú ekki um kindaskítinn, sem er vitaskuld heilög afurđ á Íslandi. Í Kaupmannahöfn er mikiđ af hundaskít á götum. Ţegar Magnús bróđir minn var viđ nám á listaakademíunni ţar prentađi hann spjöld og setti prjóna í og stakk í lortana. Á spjöldunum stóđ: "Dette her er menneskelort". Danir létu ţetta ekkert á sig fá.

Sigurđur G. Tómasson, 3.4.2007 kl. 17:42

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

einherji

Höfundur

Sigurður G. Tómasson
Sigurður G. Tómasson
Nóv. 2024
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...urgtomasson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband