Margur heldur mig sig

Ég hef oft undanfarið gagnrýnt ritstjóra Morgunblaðsins. Síðast var það fyrir siðlausar dylgjur um Sigurð Líndal í Reykjavíkurbréfi, þegar ummæli hans um yfirlýsingar Jóns Steinars Gunnlaugssonar vegna vitnisburðar í Baugsmálinu, voru tengd styrk Baugs til Bókmenntafélagsins sem Sigurður er forseti fyrir. Áður skrifaði ég á Moggabloggi um ósmekklega myndbirtingu Strymis af dómurum Hæstaréttar, og leiddi líkur að því að hún byggðist ekki á afstöðu dómsins í kynferðisbrotamálum, heldur því, að þessir dómarar kváðu upp dóm í máli sem snerti ritstjórann sjálfan, um birtingu Baugsbréfanna frægu. Ég er þeirrar skoðunar og hef ítrekað hana í útvarpsþætti mínum, að þessi afskipti og afstaða ritstjórans eigi stóran þátt í rýrnandi velgengni Morgunblaðsins. Þetta hafa einstaka fótgönguliðar í liði hinna innmúruðu og innvígðu tekið óstinnt upp. Og af því þeir eru mótaðir af hinum svart hvíta heimi kalda stríðsins, þá telja þeir að engir geti sett fram gagnrýni af þessu tæi, nema vera launaðir erindrekar Baugsfeðga. En heimurinn er ekki svona. Hvorki ég, Guðmundur Ólafsson, Sigurður Líndal, né meirihluti íslensku þjóðarinnar eru á launum hjá Baugi. Ég veit ekki hvernig er ástatt um þá sem hafa veist að mér fyrir afstöðu mína í þessu máli, en mín afstaða mótast ekkert af því hver borgar mér kaupið mitt. Skoðanir mínar hafa aldrei verið falar fyrir peninga. En ég fer að halda, af því þessum áburði linnir ekki, að þannig sé því einmitt farið um suma. Því segi ég einfaldlega: Margur heldur mig sig!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú veist vel að Jóhannes í Bónus "lánaði" Arnþrúði nokkrar milljónir til að bjarga útvarpi sögu.

Ansi er ég nú hræddur um að þér þætti það full mikil tengsl ef einhver annar ætti í hlut. Enda er staðreyndin sú að Arnþrúður og þú hafið farið fram af þvílíku offari og með þvílikar dylgjur í allri umfjöllun á stöðinni um baugsmálið að öllu eðlilegu fólki blöskrar.

Það er alveg augljóst að Baugur á ykkur.

Örn Johnson ´67 (IP-tala skráð) 2.4.2007 kl. 18:15

2 Smámynd: Steinn E. Sigurðarson

Það má vel vera að Jóhannes í Bónus hafi lánað Arnþrúði peninga, hinsvegar hafa þeir ekki ratað til minnar fjölskyldu.

Örn: meðan þú þykist augljóslega sjá að Baugur "á" föður minn, finnst mér augljóst að þú ert hálfviti.

Steinn E. Sigurðarson, 3.4.2007 kl. 14:52

3 Smámynd: Sigurður G. Tómasson

Þessi athugasemd sannar algjörlega mitt mál. Ég hef ekki þegið neinar mútur frá Jóhannesi í Bónus. Ég er ekki háður honum, né syni hans á nokkurn hátt. En upphaf Baugsmála liggur fyrir. Og lokadóms er  að vænta á næsta ári. Spyrjum að leikslokum. En af því mér hefur "orðið á" að gagnrýna vinnubrögð ákæruvaldsins er mér umsvifalaust skipað í lið. Mér hefur heldur ekki þótt geðfelld aðför ýmissa að Hæstarétti og tel hana efalaust ógnun við réttaröryggi í landinu. Þetta er afstaða sem stöku manni þykir sæma að telja að stafi af því að mér sé borgað fyrir hana. En því fer fjarri. Ég skal hvenær sem er standa á grundvallarlýðréttindum íslensks samfélags. Alveg ókeypis.

Sigurður G. Tómasson, 3.4.2007 kl. 19:53

4 identicon

Stundum stendur mér hreinlega ekki á sama ofstæki ákveðins hóps fólks sem virðist hafa það að aðalatvinnu að gúggla leitarorðið „Baugur“ og leitarorðið „hyski“ á hverjum degi til að kanna hvort einhver sé að skrifa um Baugsmálið. Ef orðið „hyski“ vantar í umfjöllunina ryðst þessi herdeild fram með fullyrðingum um að pistlahöfundur, dagskrárgerðarmaður, blaðamaður eða bloggari hafi greinilega selt sig Baugi og sé fyrir þær sakir liðsmaður Baugshyskisins. Ég hef fylgst með umræðu þinni og fleira fólks um þetta margumtalaða dómsmál og mér er fyrirmunað að skilja þetta aumingjans fólk sem sífellt ryðst fram á ritvöllinn með slíkar ásakanir. Stundum er talað um hatur geti orðið blint. Það er eina skýringin sem ég eftir til að útskýra hegðun þessa fólks.

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 3.4.2007 kl. 20:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

einherji

Höfundur

Sigurður G. Tómasson
Sigurður G. Tómasson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...urgtomasson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 45668

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband