Dýrkun heimskunnar

Talsmaður banka og fjármálafyrirtækja reynir eins og hann getur að afsaka heimskulegar spurningar bankanna enda fær hann borgað fyrir þetta. En maður hlýtur að spyrja, geta bankarnir íslensku ekki spurt af einhverju viti, er þörf á að apa allt upp eftir tröllheimskum bandarískum "öryggissérfræðingum"? Frænka mín ein á níræðisaldri lenti í leiðindum þegar hún fór að heimsækja son sinn sem býr í Bandaríkjunum. Gamla konan var nefnilega með naglaklippur í buddunni. Það er rétt eins og fyrsta skilyrðið í öllum þessum ráðstöfunum 11. september sé að valda leiðindum og næsta skilyrðið er að reglurnar séu heimskulegar. Það er kannski ekki nema von að hryðjuverkamönnum takist ætlunarverk sitt ef þeir sem eiga að berjast gegn þeim eru ekki klókari en þetta.
mbl.is „Ertu hryðjuverkamaður?“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Þóroddsson

Þetta er mergur málsins. Það er auðvelt að berjast við kjána og að við skulum vera apa þessar kjánalegu spurningar upp eftir kananum er hreint ótrúlegt og sýnir hvað við erum orðin úrkynjuð. Ég fékk svipaðar spurningar þegar ég flaug til Bandaríkjana ári 1999 og mig langaði til að snúa við yfir tilgerðinni í þeim.

Tómas Þóroddsson, 7.4.2007 kl. 10:58

2 Smámynd: Unnar Rafn Ingvarsson

Það merkilega er að ég stofnaði reikning í Englandi fyrir stuttu, þar var ég ekki spurður neinna slíkra spurninga, og ætti þó hryðjuverkaógnin að standa þeim nær en okkur.

Unnar Rafn Ingvarsson, 7.4.2007 kl. 11:22

3 identicon

Um er einfaldlega að ræða staðlaðar AML (peningaþvættis)-reglur sem bönkunum er einfaldlega skilt að hlýða. Ég myndi telja það frámunalega vitlaust að spyrja íslenskan dreng að þessari spurningu en hugsanlega þyrfti hann að ganga í gegnum þá raun að merkja með penna við "NEI" í 1 blaðsíðna spurningalista. Það er sumsé ekki ákvörðun bankans að apa neitt upp eftir neinum - þetta eru einfaldlega alþjóðlegar reglur.  Það segir sitt um smákóngahugsun  margra Íslendinga að þeir líti á þetta sem hálfgerða móðgun.

kv. Osama. 

Osama (IP-tala skráð) 7.4.2007 kl. 11:37

4 Smámynd: Þóra Guðmundsdóttir

Þetta segir meira um undirlægjuhátt að hlýða hvaða bulli sem er. Hverjum dettur í alvöru í hug að þeir sem hafa tengsl við hryðjuverkasamtök segi "já" við þessum spurningum.

Það er rétt sem Sigurður segir, hryðjuverkamenn hafa töglin og haldirnar og áhrifa þeirra gætir  alltaf meir og meir.

Um daginn fór  ég í banka til að borga fasteignagjöld ca. 6.500.- kr. fyrir gamla konu. Hún hafði látið mig hafa "akkúrat"  í peningum. Gjaldkerinn heimtaði að ég gæfi upp mína kennitölu og þegar ég neitaði því var ég spurð með þjósti hvort ég væri hlynnt  peningaþvætti og glæpastarfsemi !!!! 

Þóra Guðmundsdóttir, 7.4.2007 kl. 12:00

5 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Þetta er magnað. Hef unnið að innleiðingu hryðjuverkavarna í siglingum og þar var okkur gefið tækifæri að beita almennri skynsemi í að velja hvaða aðgerðir farið var í. Allt þurfti að rökstyðja. Auðvitað hefði verið einfaldast að taka allar reglurnar upp og fara út í svona vitleysu, þá hefði maður ekki þurft að rökstyðja neitt, en vandamálið er að þegar reglur segja mönnum að gera eitthvað fáránlegt, verður það til þess að hinir hlutar reglnanna, sem hafa tilgang, fá á sig sama stimpil. Það er slæmt...

Gestur Guðjónsson, 7.4.2007 kl. 16:52

6 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Vonandi líður ekki á löngu þar til við fáum erlenda banka á markaðinn hérlendis svo það komi raunveruleg samkeppni.

Ester Sveinbjarnardóttir, 7.4.2007 kl. 22:19

7 Smámynd: Þóra Guðmundsdóttir

Kíkir þú aldrei í gestabókina þína ?

Þóra Guðmundsdóttir, 8.4.2007 kl. 01:58

8 Smámynd: Sigurður G. Tómasson

Við erum öll sek! Það er deginum ljósara!!!!!

Sigurður G. Tómasson, 8.4.2007 kl. 10:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

einherji

Höfundur

Sigurður G. Tómasson
Sigurður G. Tómasson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...urgtomasson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 45819

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband