Það er of seint - það er komið á NFS

    Í gamla daga gekk fólki stundum illa að fá leiðrétt mistök sem gerð voru í bönkum, stórfyrirtækjum eða ríkisstofnunum. Var þá gjarnan brugðist við eitthvað á þessa leið: "Nei, því miður við getum ekki leiðrétt þetta,  þetta er komið í tölvu". Óupplýstur almenningur átti að trúa því og trúði sannarlega að ef eitthvað færi einhvern tímann inn í þessa voðalegu maskínu, tölvuna, væri aldrei hægt að breyta neinu aftur. Sennilega voru líka margir starfsmenn ófærir um að leiðrétta mistök. Flestir vita nú að þetta er tóm vitleysa, hvort sem þeir sem þetta sögðu trúðu því eða voru bara að notfæra sér fáfræði almennings.

    En þessi græja, sem étur vitleysur og notar þær aftur og aftur er hins vegar til. Hún hefur nefnilega tekið sér bólfestu á fréttastofu NFS. Ef vitleysa kemst þar inn í fréttir, sem reyndar er ótrúlega oft, er eins og hún komist ekki út aftur.

    Um daginn var sækjandi  í máli um slys á Viðeyjarsundi kallaður verjandi. Þetta var svo endurtekið hvað eftir annað. Ágætir fréttaþulir tuggðu þetta upp aftur og aftur án þess að láta sér bregða. Satt að segja er ekki við því að búast að áhorf aukist, þegar vinnubrögðin eru ekki betri en þetta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sú gamla tugga að því miður sé þetta komið í tölvuna lifir enn góðu lífi hér í Bretlandi. Ég hef fengið það svar oftar en ég kæri mig um á þeim 10 mánuðum sem ég hef búið í Guildford. Ef sú afsökun er ekki fyrir hendit grunar mig sterklega að gripið sé til lygi, en um síðustu helgi lenti ég í því að bilaður hraðbanki át kreditkortið mitt. Þetta var s.s. ekki vegna vandræða með kortið, heldur að honum tókst ekki að ýta því alla leiðina út, og tók það því aftur inn eftir 30 sekúndur öryggis vegna, og benti á að hafa samband við bankann til að fá kortið aftur.

Ég hringdi í bankann og tjáði þeim að hraðbankinn hefði verið eitthvað bilaður, hefði sagt mér að taka kortið, en ekki ýtt því út. Fyrstu viðbrögð stafsmannsins voru auðvitað hin hefðbundnu viðbrögð þjónustuversstarfsmanns; hlusta ekki, og gefa hið forsniðna svar: Ef hraðbankinn át kortið er eitthvað vandamál með kortið, og þú þarft að hafa samband við bankann þinn.

Ég leiðrétti manninn, og sagði honum að kortið væri í fínu lagi, bankinn hefði bara ekki ýtt því alla leið út og hefði ég því ekki geta náð því þegar bankinn skipaði svo fyrir. Þá fékk ég það svar að ég þyrfti _samt_ að hafa samband við bankann minn, því öll kort sem bankinn tæki til sín yrðu sjálfkrafa eyðilögð.

Ef þetta er satt, sem mér finnst fremur ólíklegt, þykir mér ansi mikil bíræfni af hönd HSBC að eyðileggja bara öll kort sem hraðbankinn tekur til sín, sama hver ástæða þess kann að vera.

Öddi (IP-tala skráð) 20.6.2006 kl. 00:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

einherji

Höfundur

Sigurður G. Tómasson
Sigurður G. Tómasson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...urgtomasson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband