Að hrósa sér af dellunni

Ég veit að enginn mun finna að því heldur þvert á móti margir dásama þetta flandur sjónvarpssstöðvanna um allar trissur. Ég get samt ekki á mér setið. Í kvöld var fréttastofan á Ísafirði.  Fréttatíminn var fagfólki til skammar. Allt of mikið af stefnulitlu blaðri. Hver er bættari, þótt skemmtifréttadeild stöðvarinnar haldi morfísfund í sköllóttu deildinni á staðnum? Af hverju þarf að setja fréttaþulinn í stjórnsýsluhúsið á staðnum?  Í kaupbæti fá áhorfendur bilaða útsendingu og tvítekna ekkifrétt um fundinn. Er einhver þörf á því fyrir fréttastofu sjónvarpsins að elta og stæla það sem yfirborðslegast er og froðulegast hjá stöð 2? Er það kannski þetta sem fellst í háeffinu? Guð gefi að þetta verði ekki bara flandur og froða. En þetta lofar ekki góðu. Rétt eins og fundurinn um daginn um utanríkismál, sem var svo sérlegur, að þar var nánast ekkert á mál úr þeim flokki minnst.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: HP Foss

Algerlega sammála. Hallærislegt að apa upp ruglið á stöð 2. Höldum fagmennsku RUV  og yfirburðum þess . Hætt er við að Palli sé samt soldið á sömu línu og þeir. Í dag var frétt um Wilson Muga, á báður stöðvum, og þar komu yfirburðir RUV berlega í ljós er varðar fagmennsku í fréttaflutningi, eins og svo oft áður.

HP Foss, 17.4.2007 kl. 23:00

2 Smámynd: Hlynur Jón Michelsen

Ég kenndi í brjóst um Ómar.

Hlynur Jón Michelsen, 18.4.2007 kl. 20:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

einherji

Höfundur

Sigurður G. Tómasson
Sigurður G. Tómasson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...urgtomasson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 45819

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband