10.6.2007 | 20:22
Sleppti honum!
Ég get ekki stillt mig um að hælast um. Við fórum félagarnir austur í Hálfdánarvík á fímmtudaginn. Svo brá við, að ég mokveiddi, þótt fátt væri um fína drætti beggja vegna við mig, og á sömu flugur. Það var eiginlega krókurinn sem gaf þetta mest, landaði fimm bleikjum, missti eina fyrir óþólinmæði og kæruleysi. Svo tók ég reyndar einn urriða, ekki stóran, og sleppti honum. En þetta var kvöld við vatnið eins og þau gerast best, himbriminn sönga ástarsöng suður undir Arnarfelli (og heiðraði okkur líka með návist sinni), toppandarpar synti hjá og stokkönd var á brauðskógi innst í víkinni. Guði sé þökk fyrir svona daga.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
einherji
Bloggvinir
- malacai
- gusti-kr-ingur
- hof
- arogsid
- asarich
- hugdettan
- arh
- baldurkr
- kaffi
- bergurben
- begga
- bibb
- eurovision
- dabbi
- dofri
- egillrunar
- esgesg
- esv
- elinora
- estersv
- eysteinn
- fsfi
- fridrikof
- gesturgudjonsson
- gislihjalmar
- gudjonbergmann
- zumann
- orri
- gunnarfreyr
- guru
- halldorbaldursson
- doriborg
- kiddih
- hallurg
- hallurmagg
- handsprengja
- heidar
- 730
- hildurhelgas
- hlynurh
- kolgrimur
- hlodver
- hrannarb
- hvitiriddarinn
- ibbasig
- ingibjorgelsa
- jara
- ingo
- jensgud
- skallinn
- jonthorolafsson
- jullibrjans
- julli
- juliusvalsson
- krist
- hjolaferd
- ladyelin
- mariakr
- sax
- leifurl
- poppoli
- ofansveitamadur
- solir
- omarbjarki
- vestskafttenor
- pallieinars
- palmig
- raggipalli
- rheidur
- rungis
- bullarinn
- xsnv
- sigfus
- safi
- siggivalur
- fletcher
- ses
- kosningar
- garibald
- torfusamtokin
- tommi
- eggmann
- villagunn
- steinibriem
- thoragud
- thordistinna
- thorolfursfinnsson
- aevark
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Sigurður.
Ekkert er fegurra né friðsælla en bjartar sumarnætur í Íslenskum óbyggðum. Síðast í frásögninni hnaut ég um orð og orðasamband sem ég hef ekki heyrt fyrr eða; að vera á brauðskógi. Fyrst kom mér nú í hug andapollur þar sem fleygt er í fugla brauði en stemningin sem þú skapaðir var nú reyndar hafin yfir það. Fróðlegt væri að fá að heyra nánar af þessum brauðskógi.
Ekki get ég látið hjá líða að lýsa ánægju minni yfir málfarsumræðunni sem þú annað veifið efnir til með skrifum þínum. Þó til séu þeir sem telja það óþarfa að sporna við hnignun tungunnar og kalla það jafnvel þróun, þá er ég ekki sama sinnis og finnst öll umræða um vandað málfar af hinu góða. Það er eins með tunguna og náttúruna, hvort tveggja breytist en við verðum að fara að gát með það og virðingu. Við, hvert og eitt, höfum aðeins aðgang að því meðan við lifum. Nýlega las ég tilvitnun í Sveinbjörn heitinn alsherjargoða þar sem hann reyndar er að tala um bragfræði og kveðskap en þetta getur allt eins átt við um málfar almennt einkum þó niðurlagið;
"Auðséð er, að bragregla er ekki trygging þess að kvæði sé mikils virði, en alltaf er leitt að sjá fagra hugsun í tötrum."
Sigurjón Pálsson (IP-tala skráð) 11.6.2007 kl. 10:09
Hálfdánarvík er austan við Rauðukusunes. "Púka" hf ég ekki notað. "Brauðskógurinn" er náttúrlega bara útúrsnúningur á hnotskógi og ber ekki að taka það orð alvarlegar en það er sagt. En stokköndin á Þingvallavatni þiggur gjarnan brauð þar eins og annars staðar. En hún er líka gefin fyrir hollmeti. Þannig hef ég stundum gefið stokkönd og ungum hennar slóg úr bleikju. Reyndar er krían sólgnust í það og máfarnir.
Sigurður G. Tómasson, 12.6.2007 kl. 12:14
Í fádæma stillu en nokkrum svala, sit ég við botn Eyjafjarðarins og sendi þér sumarkveðju minn félagi og góðkunningi, Sigurður G.!Lengi hefur lífið þótt ljúft að standa einn með sjálfum sér eða í góðum félagsskap, á bakka ár eða vatns, sem yðar af lífi. Megi þú margar slíkar stundir eiga í sumar og mörg fleiri sumur!
Magnús Geir Guðmundsson, 12.6.2007 kl. 23:42
Hér sit ég á svölunum í dásamlegu veðri. Klukkan er rúmlega 22 og hitinn um 20 gráður. Það er stilla. Rétt í þessu heyrði ég í Toyota (sennilega 2003 módel). Ég leit út. Hún var fagurrauð.
Ásgeir Rúnar Helgason, 13.6.2007 kl. 20:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.