Er vorið komið?

    Loksins hlýnaði. Það er þó víst bara í bili og hitinn reyndar rétt skriðinn yfir frostmarkið. Samt fyllist maður alltaf bjartsýni þegar fer að rigna á vorin og maður bíður í óþreyju eftir að farfuglarnir flykkist inn. Það er alltaf eins og kraftaverk. Einhver yndislegasta minning sem ég á er einmitt úr súldarveðri að vorlagi í Þingvallasveit. Þúsundir hrossagauka hneggjuðu í öllum áttum. Og þótt ég hafi aldrei heyrt synfóníu á borð við þessa síðan eru tilbrigði við þetta kraftaverk endurtekin á hverju ári.

    Við vitum af þeim blessuðum, hinum fjöðruðu ferðalöngum, þar sem þeir bíða á meginlandinu eftir stríðum sunnanvindi sem getur leitt þá til okkar. Og vonandi að engin fuglaflensa verði til þess að skemma þetta fyrir okkur. Ef við leggjum eyrun við kraftbirtingarhljómi guðdómsins, sem okkur er boðið að hlusta á - alveg ókeypis - á hverju ári, verða hversdagsleg stundarfyrirbrigði eins og pólitík og staðan á verðbréfamarkaðnum eins og hvert annað hjóm. Leggið við eyrun. Hlustið á fuglana. Þeir hafa sígild sannindi að segja.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

einherji

Höfundur

Sigurður G. Tómasson
Sigurður G. Tómasson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...urgtomasson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 45819

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband