Sundabraut enn

Heyrði í fréttum á NFS að ekki væri hægt að hefja verkhönnun á Sundabraut fyrr en búið væri að ákveða hvar hún ætti að vera. Jamm. Þetta eru nú að mínu viti ekki fréttir. Það er á hinn bóginn frétt að ekki skuli enn búið að ná samkomulagi um staðinn fyrir hana. Sem helgast af því að ríkið viðurkennir ekki í reynd skipulagsvald sveitarfélagsins Reykjavíkur og reynir ævinlega að þvinga sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu til þess að velja ódýrasta kostinn þegar til skamms tíma er litið. Mér finnst á hinn bóginn fáfengilegt að heyra pólitíkusa nota þetta mál til þess að koma höggi hver á annan. Þeim væri nær að standa saman og tryggja hagsmuni okkar kjósendanna gagnvart fjandsamlegu ríkisvaldi.

Það er löngu orðið tímabært að stjórnmálamenn hætti að fórna hagsmunum þorra þjóðarinnar til þess að kaupa sér atkvæði í strjálbýlum kjördæmum sínum. Samgönguráðherrar sem reyna að þóknast kjósendum sínum með milljarðaframkvæmdum, hvort sem það eru jarðgöng eða brýr, ættu að borga þetta sjálfir. Svo hælast þeir um þegar þeir eru komnir á margföld eftirlaun almúgamanna.

Hvað er hægt að kalla svona framferði? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður G. Tómasson

Ég held svei mér þá að rétt væri að nota einhver enn verri orð. En af því þú varst að minnast á álftir á Hafinu og Hólaskóg, þá á ég þaðan yndislegar minningar. Frá þeim árum þegar það tíðkaðist að reka fé á fjall. Maður náði að reka inn úr á einum degi(allir nema Loftur blessunin á Sandlæk) og svo var gist í kofanum í Hólaskógi áður riðið var fram. Mér gleymist ekki þegar við riðum út Þjórsárdal á lognkyrrum sólardegi og Gestur í Skaftholti söng hástöfum alla leiðina.

Sigurður G. Tómasson, 22.4.2006 kl. 17:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

einherji

Höfundur

Sigurður G. Tómasson
Sigurður G. Tómasson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...urgtomasson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 45687

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband