Gegn betri vitund

Satt að segja er hlálegt að lesa yfirlýsingar bandarískra ráðamanna þessa dagana. Komið er á daginn, að upplýsingar um gereyðingarvopn Íraka voru í besta falli ýktar í versta falli uppspuni og ráðamönnum var gert viðvart um staðreyndir málsins. Þeir mistúlkuðu líka viljandi upplýsingar sem fengust eftir að innrásinni lauk. Og þeir segja að friðsamlegar horfi í Írak þótt árásum og hermdarverkum hafi fjölgað um helming. Nú setur Bush traust sitt á að takist að mynda starfhæfa stjórn í landinu en marga mánuði hefur tekist að ná saman um forsætisráðherra. Vonandi tekst að koma á lýðræði í landinu en láir mönnum einhver þótt þeir séu svartsýnir?

Jafnframt stefnir Bush fjárhag landsins í voða vegna hernaðarútgjaldanna og aldrei hafa Bandaríkjamenn verið jafn óvinsælir í heiminum, ekki einu sinni þegar kalda stríðið var í algleymingi. Enn  hafa þeir íslenskir stjórnmálamenn sem öttu Íslendingum út í þetta forað ekki þurft að gjalda óþurftarverka sinna. En að því hlýtur að koma.

Þeirri spurningu hefur heldur ekki verið svarað afdráttarlaust: Hvers vegna í ósköpunum önuðu Bandaríkjamenn út í þetta dý? 


mbl.is Bush segir að Bandaríkin hafi tekið stór skref í sigurátt í Írak
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steinn E. Sigurðarson

Já, þessi spurning hefur verið, og mun vera kveikja margra kenninga um áraraðir reikna ég með, en ég held að fáar ef einhverjar muni skilgreina svarið sem göfuga tilraun til að koma friði á í heiminum (eins og þeir halda víst fram).

Steinn E. Sigurðarson, 29.4.2006 kl. 21:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

einherji

Höfundur

Sigurður G. Tómasson
Sigurður G. Tómasson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...urgtomasson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 45650

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband