Jöklafýla og gos

Ég var að ljúka við athugasemd til Einars Sveinbjörnssonar á stórgóðum vef hans um það sem hann kallar hverafýlu en ég vandist að væri kölluð jöklafýla. Hún var á fyrri árum talin ótvírætt merki um það að eitthvað væri á seyði í jöklunum, hlaup eða gos. Núorðið er ekkert að marka þetta, því þessa lykt leggur stöðugt frá jarðgufuvirkjununum og meira að segja er heldur ekkert að marka þótt falli á málma, sem áður var talið ótvírætt merki um að sá í neðra væri að ræskja sig.

Ég minnist þess reyndar að hún amma mín kvað fólk í Þingvallasveit hafa spáð í gufurnar í Henglinum á heyskapartíð. Það er vitaskuld ekki hægt lengur. Alltaf verið að bora!

En aftur að jöklafýlu og hlaupum. Enn er brennisteinn merki um tengsl vatns við kviku. Ekki veit ég hvort Sigurður Reynir Gíslason og félagar hafa tekið sýni til greininga úr Skaftá nú en fróðlegt væri að fá að heyra um það. Eitt er það við þetta hlaup sem gæti bent til þess að það tengdist eldvirkni á eða við yfirborð. Það er hversu hratt það vex og springur fram úr jöklinum. Eðli málsins samkvæmt er aðstreymi varmagjafans með allt öðrum hætti, þegar kvika veldur hlaupi en þegar jarðhiti bræðir jökulísinn.

En þetta kemur allt í ljós. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steinn E. Sigurðarson

Já, mér finnst nú vanta tengil á athugasemdina, og umræðuna á vefnum hans Einars, svo hér er tengill.

Steinn E. Sigurðarson, 24.4.2006 kl. 12:46

2 Smámynd: Sigurður G. Tómasson

Ég heyrði því miður ekki Spegilinn. Hef ekki heyrt fyrr að minnkandi jökulfarg hafi komið Gjálpargosinu af stað. Á hinn bóginn er nú talið sannað að minnkandi jökulfarg í Grímsvötnum eftir hlaup hafi orðið til þess að gos hafa hafist þar. Sigurður heitinn Þórarinsson setti fyrstur fram þá tilgátu. Þetta gæti líka gerst annars staðar. Ekki er gott að vita hvað gerist þegar jöklar bráðna af völdum hlýnunar en það gæti leitt til fjölgunar eldgosa, amk. fyrst í stað og hefur sennilega gert það, td. í lok ísaldar. Jökullinn yfir Skaftárkötlum gæti verið um 400 metra þykkur. Eldgos er ekki lengi að bræða svo þykkan ís. En þótt jöklar minnki eða hverfi er ekki víst að gosvirkni aukist um alla framtíð, því hún stýrist að líkindum af ástandinu í möttlinum, sem ekki er háð loftslagi eða jökulfargi.

Sigurður G. Tómasson, 24.4.2006 kl. 21:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

einherji

Höfundur

Sigurður G. Tómasson
Sigurður G. Tómasson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...urgtomasson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 45641

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband