Espressókaffi hættulegt?

Sé í þessari frétt mbl.is að kaffi er ekki hættulegt eins og margir hafa þó haldið fram. Þó er bara um að ræða kaffi sem hellt er á í gegnum pappírsfilter.

Jamm. Espressó og pressukaffi er semsagt hættulegt. Eða hvað? Þetta er bandarísk könnun og þar drekkur enginn kaffi nema úr uppáhellingar-pappírsfilterkönnum. Og reyndar yfirleitt ódrekkandi, illa brennt, skolp. Að vísu er á seinni árum hægt að fá almennilegt kaffi á veitingahúsum.

En á maður að trúa þessu? Áratugum saman var okkur sagt að borða smjörlíki í staðinn fyrir smjör. Nú er komið í ljós að í smjörlíki eru hættulegar fitusýrur, svokallaðar trans- fitusýrur en smjör og dýrafita er ekki eins óholl og talið var. Menn eru reyndar að komast að þeirri vísindalegu niðurstöðu sem forfeður okkar vissu af reynslunni að það er óhófið sem er hættulegast. "Það er óhollt að borða sig saddan", sagði íslenskur búnaðarfrömuður þegar vinnumenn hans vildu fá meira að éta. Ofgnóttin, hreyfingarleysið og ýmis verksmiðjuframleiddur og meðhöndlaður matur eru sennilega verstu óvinirnir.

Ég held ótrauður áfram að drekka mitt espressókaffi. 


mbl.is Uppáhellt kaffi er ekki heilsuspillandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steinn E. Sigurðarson

Ég ætla ekki að taka mikið mark á rannsókn sem kennir uppsoðnu kaffi um aukið magn af LDL í blóðinu, nema vel sé athugað að mataræði beggja hópanna, þ.e. kaffidrykkjuhópsins og leiðinlega hópsins, sé eins. Einhvernveginn grunar mig að erfitt sé að tryggja slíkt yfir nógu langan tíma hjá jafn stórum hópi fólks og þarf til að gera svona rannsókn marktæka.

Steinn E. Sigurðarson, 26.4.2006 kl. 12:21

2 Smámynd: Björn Barkarson

Fæðuframleiðslan tók svo miklum breytingum á síðustu öld og við erum óðum að uppgötva vitleysurnar sem þá voru gerðar við að "búa til" mat, matvælaiðnaður er mikil óhollustugrein, og þá legg ég áherslu á iðnað. Kaffi er vafalítið bráðdrepandi en það gefur líka talsverða lífsfyllingu, bæði beint og óbeint, og hamingjan eykur líkur á langlífi.

Björn Barkarson, 26.4.2006 kl. 14:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

einherji

Höfundur

Sigurður G. Tómasson
Sigurður G. Tómasson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...urgtomasson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 45646

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband