Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
23.1.2007 | 16:19
Skyldi það breytast?
Nú hafa lögin Um Ríkisútvarpið loksins verið samþykkt. Ég hef í sjálfu sér ekki kynnt mér þau nóg til þess að geta fjallað um þau í smáatriðum. Margar spurningar hafa samt vaknað. Svo er að sjá, að þeir sem aðeins greiða skatt af fjármagnstekjum verði undanþegnir nefskattinum sem renna á til þessa hlutafélags. Rétt eins og þeir þurfa ekki að greiða neitt til sveitarfélaganna. Þá hef ég heldur ekki séð hvernig hin nýju lög eiga að tryggja afkomu Ríkisútvarpsins en það hefur verið rekið þannig undanfarin ár að ef um einkafyrirtæki væri að ræða bæri stjórnendum þess að biðja um gjaldþrotaskipti. Þá veit ég heldur ekkert um hvernig tryggt verður að RÚV verði ekki stjórnað úr Valhöll eins og fjöldamörg undanfarin ár.
Ég hef verið dyggur stuðningsmaður RÚV um árabil og vann þar lengi eins og mörgum er kunnugt. Í mínum huga leikur enginn efi á um það, að nauðsyn er á því. En þá þarf að tryggja sjálfstæði þess gagnvart ósvífnum og óbilgjörnum stjórnmálamönnum og gera því kleift að þroskast og dafna án þess að þrengja að einkareknum fjölmiðlum á samkeppnismarkaði. Ég held raunar að vilji menntamálaráðherra standi til þess. En það hlýtur að vera skoðun allra sanngjarnra manna að til þess að ná því markmiði hefði þurft að ná almennri pólitískri sátt. Það hefur ekki tekist og þess vegna virðist framtíð Ríkisútvarpsins enn óviss og raunar í uppnámi.
Mikill halli á rekstri Ríkisútvarpsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.1.2007 | 16:13
Hlýnun í snjó og kulda
Ég sé að þrátt fyrir mestu snjóþyngsl í Reykjavík í fjórtán ár og eiginlega bara fimbulkulda, sem ekki sér fyrir endann á hafa menn ahyggjur af hlýnun. Það er nefnilega ekki sjálfgefið að hér sé alltaf hlýtt og notalegt þótt hlýnun og jöklabráðnun valdi flóðum og hörmungum um víða veröld. Í New York Times í dag er grein um bráðnun jökla á Grænlandi. Þar er því spáð að bráðnun Grænlandsjökuls kunni að valda eins til tveggja feta hækkun sjávarborðs á næstu áratugum. Það mun leiða til stórvandræða víða um heim, stórar lendur nálægt sjávarborði munu flæða og hætta á skemmdum af völdum illviðra margfaldast. Hér á landi gæti þetta eflaust haft áhrif. Flóðahætta í þorpum og bæjum á Suðvesturlandi mun aukast og gera þyrfti ráðstafanir t.a.m í Reykjavík til þess að verjast sjógangi og flóðum í vondum veðrum.
Ýmis merki sjást hér um hlýnun síðustu ára. Stór stöðuvötn eins og Þingvallavatn hefur ekki lagt síðustu ár, sem var nauða sjaldgæft á síðustu öld. Ég var á ferð í Þingvallasveit á sunnudag. Þá var enginn eða nær enginn ís á vatninu þrátt fyrir langan frostakafla undnfarið. Að vísu sjaldnast logn. Í nótt var 17-18 stiga frost þar eystra í lygnu veðri. Kannski hefur vatnið náð að leggja. Því miður eru rannsóknir ekki nægar á vatnsbúskapnum þarna. Lítið er t.d. vitað um breytingar á innrennsli, bæði er varðar magn og hita. Til eru ágætar rannsóknaniðurstöður Freysteins Sigurðssonar og Guttorms Sigbjarnarsonar en vöktun vantar í þessu eins og fleiru. Mætti kannski stinga því að Þingvallanefnd að leggja þar eitthvað til málanna og Orkuveitan og Landsvirkjun mega borga enda njóta þessi fyrirtæki ávaxtanna af vatninu í kvosinni. Og fyrst verið er að tala um Landsvirkjun og Þingvallavatn: Senn fer að vora. Þá kemur í ljós hvort Landsvirkjun hagar rennsli úr vatninu með þeim hætti að sómi sé að, eða hvort fyrirtækið verði áfram með allt á hælunum. Hvort ráðamenn Landsvirkjunar hafa áttað sig á því að Þingvallavatn og virkjanirnar í Soginu geta verið sýningargluggi á raunverulega umhverfisstefnu fyrirtækisins.
Bráðnun hafíss hraðar hlýnun andrúmsloftsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.12.2006 | 14:09
Með smellum að aftan
Ég tók svolítið til hjá mér um daginn og komst þá að því mér til skelfingar að ég átti alltof mörg jakkaföt, óteljandi skyrtur, að ekki sé nú talað um bindin! Rauði krossinn hefur nú þegar fengið að njóta einhvers af þessu. Og þetta finnst í mínum fórum, þótt mér líði ævinlega best í gallabuxum og bol. En talandi um bindin, hengingaról smáborgarans eins og einn vinur minn í Fylkingunni orðaði það fyrir nokkrum áratugum. Hafiði séð hvað þeir eru með breið bindi og ógurlega hnúta, sjónvarpdrengirnir okkar? Þarna er greinilega einhver djarfur útlitshönnuður með puttann á trafinu, því sjónvarp snýst að verulegu leyti um umbúðir en ekki innihald. Mér finnst þetta nánast eins og sveitamenn um 1960 að fara á réttaball. Eða aðalfundur í Búnaðarfélaginu. Eins og allur gallinn sé úr kaupfélaginu. Stundum gúlpast líka utan um þetta jakki, sem er eins og hann sé með smellum eða reimum að aftan, hann er einhvern veginn svo undarlega settur á drenginn. Eða settur með flipum eins og flík á dúkkulísu. Og með þessum ásmellta jakkafronti, kaupfélagsstærð af bindishnúti vantar eiginlega ekkert á stjörnuna nema skvettu af kinnalit, til þess að fullkomna ásynd sakleysisins.
Má ég þá frekar biðja um hettubolinn! Að ég tali nú ekki um efnistök af viti! En nú er ég kannski farinn að gera kröfur um eitthvað sem ekki á heima í sjónvarpi.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.11.2006 | 23:47
Vantar strípur
19.11.2006 | 15:22
Snjórinn rassskellir Reykjavíkurborg
Ég hef ekki bloggað lengi en nú get ég ekki orða bundist. Ófærð í Reykjavík! Borgaryfirvöld hafa undanfarið hvatt okkur til þess að vera ekki á nagladekkjum. Algjör forsenda þess er að borgin hreinsi göturnar vel. Nú stendur yfir fyrsta prófið og niðurstaðan er ljós: Borgaryfirvöld fá falleinkunn. Snjóruðningsmenn borgarinnar sváfu á sitt eyra fram í birtingu, sem leiddi til þess að götur fylltust af snjó, bílar festust osfrv. Þeir segja fréttamönnum að ekki takist að hreinsa allar götur í dag. Nei þetta dugar ekki. Sá sem stýrir snjómokstrinum sagði í fréttum útvarpsins, að hann hefði ekki átt von á svona miklum snjó. Og tæki borgarinnar voru ekki tilbúin til snjóruðnings því þau hafa verið í jarðvinnu.
Góðir Borgarstarfsmenn. Þetta heitir að vera með allt niðrum sig. Og það er sárt að láta skafrenninginn rassskella sig.
Mikil ófærð og fjöldi bíla situr fastur á Víkurvegi í Grafarvogi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.8.2006 | 14:23
Hvað er að Friðrik?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.7.2006 | 16:16
Enn er sveiflað!
Stjórnmál og samfélag | Breytt 16.7.2006 kl. 20:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.7.2006 | 17:39
Til hvers?
5.7.2006 | 11:56
Komin aftur
Hef veitt sæmilega síðustu daga. Bleikjan er komin aftur eftir tæplega tveggja vikna fjarvist af grunnslóð. Kunningi minn sagði mér að lokustjórar Landsvirkjunar við útfallið hefðu enn einu sinni sturtað niður og næmi vatnsborðslækkunin tíu sentimetrum á afar stuttum tíma. Ég hef ekki getað staðreynt þetta en efast ekki um að þetta sé satt, í ljósi fyrri reynslu.
En þetta er svo sem ekkert nýtt. Landsvirkjunarmenn virðast ekki geta lært þær einföldu staðreyndir að svona fikt í rennslinu, með tilheyrandi snöggri vatnsborðslækkun virkar eins og Þingvallavatn hafi orðið fyrir víðtækri sprengjuárás. Allt lífríkið verður fyrir áfalli. Mýklak skemmist, vatnabobbi drepst og bleikjan hverfur út á djúpið.
Fyrir þessu er áratugareynsla heimamanna sem best þekkja vatnið. Og alkunnug er sú líffræðilega staðreynd að virkni lífríkisins er mest í efstu sentimetrum vatnsins. Baráttan við lokustjóra Landsvirkjunar hefur staðið í áratugi, eða síðan þeir settust við kranana á virkjununum við Sogið. Upphaflega báru þeir hinum ótrúlegustu firrum við.
Þeir þrættu fyrir að vatnsborðið hefði hækkað við stíflugerð í útfallinu, þótt það lægi fyrir skjalfest. Þeir héldu því fram að vatnsborðsbreytingar hefðu engin áhrif á lífríkið. Þeir héldu því fram að vatnsborðsbreytingar væru minni eftir virkjun en fyrir og minntust þá ekkert á það að áður voru vatnsborðsbreytingar sneggstar í kerlingarhlákum á veturna þegar áhrifin eru sáralítil á lífríkið.
Loks féllst Landsvirkjun á að takmarka snöggar vatnsborðsbreytingar við 20 sentimetra og hefur haldið það samkomulag sæmilega. En að margra mati er þetta allt of mikil breyting og reyndar með öllu óþörf.
Við sem unnum náttúru Þingvallavatns erum búin til þess að láta liggja í láginni fyrri glæpi, eins og þegar merkilegasta urriðastofni Evrópu var útrýmt til þess að byggja smávirkjun og bitmýinu í Soginu var útrýmt með eitri. Þá vissu menn kannski ekki hvað þeir voru að gera. Nú eiga menn að vita betur. Látið þið Þingvallavatn í friði, lokustjórar. Þið hafið gert nægar skammir af ykkur á liðnum árum.
14.6.2006 | 15:33
Það er of seint - það er komið á NFS
Í gamla daga gekk fólki stundum illa að fá leiðrétt mistök sem gerð voru í bönkum, stórfyrirtækjum eða ríkisstofnunum. Var þá gjarnan brugðist við eitthvað á þessa leið: "Nei, því miður við getum ekki leiðrétt þetta, þetta er komið í tölvu". Óupplýstur almenningur átti að trúa því og trúði sannarlega að ef eitthvað færi einhvern tímann inn í þessa voðalegu maskínu, tölvuna, væri aldrei hægt að breyta neinu aftur. Sennilega voru líka margir starfsmenn ófærir um að leiðrétta mistök. Flestir vita nú að þetta er tóm vitleysa, hvort sem þeir sem þetta sögðu trúðu því eða voru bara að notfæra sér fáfræði almennings.
En þessi græja, sem étur vitleysur og notar þær aftur og aftur er hins vegar til. Hún hefur nefnilega tekið sér bólfestu á fréttastofu NFS. Ef vitleysa kemst þar inn í fréttir, sem reyndar er ótrúlega oft, er eins og hún komist ekki út aftur.
Um daginn var sækjandi í máli um slys á Viðeyjarsundi kallaður verjandi. Þetta var svo endurtekið hvað eftir annað. Ágætir fréttaþulir tuggðu þetta upp aftur og aftur án þess að láta sér bregða. Satt að segja er ekki við því að búast að áhorf aukist, þegar vinnubrögðin eru ekki betri en þetta.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
einherji
Bloggvinir
- malacai
- gusti-kr-ingur
- hof
- arogsid
- asarich
- hugdettan
- arh
- baldurkr
- kaffi
- bergurben
- begga
- bibb
- eurovision
- dabbi
- dofri
- egillrunar
- esgesg
- esv
- elinora
- estersv
- eysteinn
- fsfi
- fridrikof
- gesturgudjonsson
- gislihjalmar
- gudjonbergmann
- zumann
- orri
- gunnarfreyr
- guru
- halldorbaldursson
- doriborg
- kiddih
- hallurg
- hallurmagg
- handsprengja
- heidar
- 730
- hildurhelgas
- hlynurh
- kolgrimur
- hlodver
- hrannarb
- hvitiriddarinn
- ibbasig
- ingibjorgelsa
- jara
- ingo
- jensgud
- skallinn
- jonthorolafsson
- jullibrjans
- julli
- juliusvalsson
- krist
- hjolaferd
- ladyelin
- mariakr
- sax
- leifurl
- poppoli
- ofansveitamadur
- solir
- omarbjarki
- vestskafttenor
- pallieinars
- palmig
- raggipalli
- rheidur
- rungis
- bullarinn
- xsnv
- sigfus
- safi
- siggivalur
- fletcher
- ses
- kosningar
- garibald
- torfusamtokin
- tommi
- eggmann
- villagunn
- steinibriem
- thoragud
- thordistinna
- thorolfursfinnsson
- aevark
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar