Vinar saknað

Í dag veiddi ég fyrstu bleikjurnar mínar í Þingvallavatni þetta árið. Fyrir réttu ári var vinur minn Magnús Kjartansson málari með mér við sama tækifæri. Það gerist aldrei aftur. Dauðinn tók hann. Ótal yndisstundir áttum við saman við Maggi. Ósegjanlega grimmt var það að taka hann frá okkur. Og ótrúleg mannvonska að koma í veg fyrir að hægt væri að sýna myndirnar hans í Grafarvogskirkju í vor. Sú manneskja sem kom í veg fyrir það, þarf að standa fyrir máli sínu fyrir æðsta dómstól þegar þar að kemur. En elsku Maggi, ég sakna þín!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sæll Sigurður.

Ég þekki Magnús af hinu góða þess vegna finnst mér það áhugavert að fá að vita hvers vegna myndir hans hafa ekki fengist að sýna í Grafarvogskirkju það er í mínu hverfi.

Eins og þú segir ert þú virkilega reiður yfir svona framkomu sem ég skil mætta vel. Ég sé mér ekki annað fært eftrir þennan lestur sem þú ert að fullyrða um hér enn í framhaldi að kanna þessi mál.

Ég get ekki annað í minni sókn enn að fá uppýsingar um að vita sannleiksgildi þinna orða og ennfremur hver hefur bannað þessa sýningu. þetta mun ég ganga í að fá svör.

Ég tel þetta mjög alvarlegt mál þegar listamenn eru úthýstir í ákveðnum kirkjum eins og þú bendir á. 

Jóhann Páll Símonarson, 17.5.2007 kl. 21:12

2 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sæll Sigurður.

Ég ætla að biðja forláts á mínu skrifum vegna stafsetningar villum sem eru hér. Það orsakast mér var ekki sama þegar ég last þetta sem skrifað er hér.

Það fór gæsa hús um mig. Ég hélt að þetta væri ekki til. Enn ég mun kanna þetta á morgun hvort þetta sé rétt.             sjá um til og ég mun svara þessu þegar svör hafa borist.

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 17.5.2007 kl. 21:27

3 Smámynd: Guðmundur Örn Jónsson

Ég held að Jóhann sé eitthvað að misskilja málið. Sýningin hefur ekki verið bönnuð, heldur stendur allt fast í kringum vinnustofu Magnúsar heitins. Verkin eru stór og ekki hefur tekist, þrátt fyrir góðar tilraunir og ítrekaðar að fá þau flutt út úr húsinu í gegnum aðra vinnustofu. Annars er kannski ekki rétt að reyfa málið mikið hér því eftir því sem ég best veit þá er þetta allt á leið í dómssalina.

Þú þekkir líklega málið Sigurður, og veist hversu dapurlegt það allt saman er. Það er sorglegt þegar komið er í veg fyrir jafn sjálfsagðan hlut og að verk manna fáist flutt til sýningar.

Guðmundur Örn Jónsson, 18.5.2007 kl. 10:23

4 Smámynd: 365

Sæll, hvar fékkstu þessar bleikjur minn kæri og á hvaða flugur?

365, 18.5.2007 kl. 13:42

5 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

Hvað er málið?

Guðmundur Örn virðist segja að það sé EKKI kirkjan sem standi í vegi fyrir sýningu myndana EN Jóhann er að gefa í skin að það sé svo?

Hvað er í gangi?

Ásgeir Rúnar Helgason, 18.5.2007 kl. 19:05

6 Smámynd: Sigurður G. Tómasson

Það er rétt sem Guðmundur segir. Það var alls ekki kirkjan sem kom í veg fyrir að hægt væri að sýna verkin. En eins og hann segir er málið rekið fyrir dómstólum og best að segja sem fæst.

Bleikjurnar fékk ég við Langatanga á Ruðukusunesi. Þær tóku allar rauða og svarta  púpu frá Pjetri Maack, með gylltum kúluhaus.

Sigurður G. Tómasson, 18.5.2007 kl. 20:03

7 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

BLOGGVINIR: Vegna góðra viðbragða við birtingu á þýðingu á smásögu eftir Tolkien (Laufblað eftir Nostra) á blogginu mínu hef ég ákveðið að birta frumsamda smásögu eftir sjálfan mig (sic!) á blogginu. Sagan er hér ef þið hafið áhuga:

Ásgeir Rúnar Helgason, 18.5.2007 kl. 22:38

8 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sæll Sigurður.

Í framhaldi af þessu sem þú sagðir hér að ofan þá fannst mér eins og kirkjan hefði verið að koma í veg fyrir þetta.

Enn það er gott að þetta sé komið á hreint gagnvart Grafarvogskirkju þegar ég var að spyrja fólk um þetta þá kom fólkið af fjöllum.

Enn eins og Guðmundur Örn bendir mér á þá verð ég að biðjast afsökunar að ég tekið þetta öðruvísi enda var mér heitt í hamsi þegar ég sá þetta og trúði varla að þetta væri rétt. Enn Sigurður er traustur þess vegna tók ég mark á honum.

Að lokum það er dapurðlegt niðurstaða að það þurfi dómsstóla til að fá að sýna verk eftir Magnús Kjartansson hafi þeir sem standa í vegi fyrir því skömm fyrir að koma í veg fyrir það. Þá spyr maður sig hvar er félag myndlistamanna?. Er það félag ekki til lengur?

Jóhann Páll Símonarson. 

Jóhann Páll Símonarson, 19.5.2007 kl. 15:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

einherji

Höfundur

Sigurður G. Tómasson
Sigurður G. Tómasson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...urgtomasson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 45668

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband