Dauðakippir Framsóknar

Ekki er að búast við því að ný stjórn verði mynduð í hvelli. Og reyndar ekkert sjálfgefið í þeim efnum. Margir framsóknarmenn hér á SV-horninu vilja fara út úr stjórninni og telja það einu von flokksins til lífsbjargar. Landsbyggðarmennirnir vilja hanga inni og freista þess að skara eld að kjördæmakökum sínum. Þessi stjórn yrði stjórn óbreytts ástands.

Geir getur ráðið þessu. Hann segir sem er að samstarfið við Framsókn sé traust og ekki þurfi að gera við það sem ekki er bilað. En margir sjálfstæðismenn vilja breytingar. Þeir vilja t.d. kanna kosti ESB-aðildar. Þeir vilja láta lokið tíma heiftrækni og útlegðardóma í flokknum. Þeir telja kalda stríðinu lokið.

Formanninum gefst nú sjaldgæft tækifæri til mikilla breytinga, bæði á flokknum og samfélaginu. Nú kemur í ljós hvort Geir er maður breytinga og framkvæmda eða hvort hann vill bara láta dumma og tátla hrosshárið sitt með Jóni Sigurðssyni.


mbl.is Vaxandi vantrú á framhald stjórnarsamstarfs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Sæll Sigurður G. Ég hef verið að velta fyrir mér áframhaldandi samstarfi sjálfstæðis og framsóknarflokks með aðeins eins manns meirihluta. Mér þykir sýnt ef af samstarfinu verður að formaður framsóknarflokksins Jón Sigurðsson verði í áframhaldandi samstarfi flokkanna sem settur ráðherra þar sem hann hlaut ekki kosningu... Er þá ekki kominn tveggja manna meirihluti stjórnar á Alþingi? Það er að segja: Hafa ráðherrar atkvæðisrétt?

Guðrún Magnea Helgadóttir, 17.5.2007 kl. 12:50

2 Smámynd: Steinn E. Sigurðarson

Það er ekki góðs viti að hafa ríkisstjórn með svo naumum meirihluta. Ég held að Framsóknarmenn séu jafn meðvitaðir um það og við, þetta lið eins og hún JB kallar okkur lesendur þína, kæri faðir.

Steinn E. Sigurðarson, 17.5.2007 kl. 13:21

3 Smámynd: haraldurhar

    Ætli Guðni hafi ekki sagt pass þegar honum var ljóst að átti ekki að sitja áfram sem ráðherra.   Farið hefur fé betra

haraldurhar, 17.5.2007 kl. 16:51

4 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sæll Sigurður.

Það er mín skoðun Sigurður þessi fyrir sögn sem þú notar Dauðakippir Framsóknar þessi orð eru þér ekki sæmandi. Ég hef ætíð haft trú á þér sem þú sjálfur. Enn þetta orðbragð finnst mér ekki gott það er mín skoðun.

Varandi Framsóknarflokkinn þá skil ég hann mæta vel hann þarf að hreinsa út alla þá aðila. Sem ekki hafa staðið sig, og hafa eyðilagt fyrir flokknum. Ég held ef þeir gera það þá munu þeir koma sterkir inn. Með nýtt fólk eins og Björn Inga og fleiri aðila sem þeir hafa á sínum snærum.

Varandi Samfylkingu þá er ég ekki sammála þeim að vera með þeim í stjórnarsamstarfi eftir þau ómerkilegu orð sem höfð hafa verið uppi á Sjálfstæðisflokkinn sjálfan. Fyrir utan hvað ætlar samfylking að gera í sínu Evrópusambandsmálum eins og allir vita þá vill Samfylking ganga í Evrópusambandi enn Sjálfstæðismenn ekki. Þetta er orðinn flókinn staða sem kominn er upp það er mín skoðun.

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 17.5.2007 kl. 17:53

5 Smámynd: Baldur Kristjánsson

Ég held að Framsókn muni líða illa í stjórnarandstöðu. Ég held að Bjarni Harðarson sé eini ræðuskörungurinn í þingflokknum þó hinir hafi margt sér til ágætis. Þess vegna hefði ég í þeirra sporum reynt að hanga. Ég held hins vegar að ég sé einn af fáum bloggurum sem ekki hefi andúð á neinum flokkii, hver hefur sér til ágætis nokkurt, nema þá frjálslyndir út af augljósum öfgum sem þar má finna. Nú datt ég í sama farið og aðrir.  Kv.

Baldur Kristjánsson, 17.5.2007 kl. 19:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

einherji

Höfundur

Sigurður G. Tómasson
Sigurður G. Tómasson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...urgtomasson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 45664

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband