Að mála

    Satt að segja minnti mig að það væri skemmtilegt að
mála. Núna er ég að mála herbergiskytru hérna á heimilinu og það fyrsta
sem ég kemst að er að þetta er misminni. En það hefst. Sérstaklega ef
ég er nú ekki að eyða tímanum í blogg. Um daginn hélt ég að vorið væri
komið. Það var óskhyggja. Núna er þetta kannski að koma. Og ef þetta
fer nú að óskum, getur maður dregið fram flugustöngina og farið að
kasta. Ég er búinn að sanka að mér flugum, hef keypt mest á netinu, því
ég hnýti ekki vegna sjóndepru. Steinunn kona mín hélt á tímabili í
vetur að ég væri búinn að tapa þessari litlu vitglóru sem eftir er. Svo
heltóku flugurnar mig. Og svo fer maður með lagerinn út á bakka. Á fimm
hundruð í boxum. Og notar fimm. En það er þessi öryggistilfinning sem
gildir. Þetta er líklega sama tilfinningin og hjá þeim sem eiga stóra
jeppa á túttum. Rannsóknir hafa sýnt að langflestir fara aldrei út af
malbikinu. En það er fullvissan um að geta farið, á fjöll, barist í
ófærð og torfærum. Það er þessi fullvissa sem gefur sálinni þann styrk
sem þarf. Eins er það með allar flugurnar í boxunum sem maður notar
ekki. Þær gefa manni sjálfsöryggið.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steinn E. Sigurðarson

Já, ég reiknaði alltaf með að söfnunarárátta þín léki stærra hlutverk í flugukaupunum, en það er hinsvegar rétt að með miklum búnaði eykst sjálfsöryggi veiðimannsins til muna, þess vegna tek ég alltaf powerbookina með mér á kaffihús ;-)

Steinn E. Sigurðarson, 10.4.2006 kl. 14:34

2 Smámynd: Sigurður G. Tómasson

Auðvitað hefur söfnunaráráttan eitthvað að segja. En fleira kemur til. Að bjóða í hluti á Ebay er eins og að spila upp á peninga. Án þess að ég ljóstri upp leynibrögðum mínum við að kaupa á þeim ágæta uppboðsvef, þá er ljóst að vel heppnuð kaup og aðdragandi þeirra gefa manni spennu og í lokin ofurlitla fullnægju blandna feginleika. Það er sjálfsagt hægt að verða Ebay-fíkill. Og verður áreiðanlega boðið upp á meðferð eftir nokkur ár. En af því þú minnist á powerbook og veitingahús, þá gegnir tölvan þar hlutverki flugunnar í ánni. En þótt flugan sé góð, gefur hún ekki alltaf fisk. Það er kannski í lagi í lokin úr því verið er að tala um sjálfsöryggi og agn og fyrst maður segir það á dönsku, en þar í landi hafa fallegir bílar, gjarnan verið nefndir "kussemagnet".

Sigurður G. Tómasson, 10.4.2006 kl. 15:23

3 Smámynd: Steinn E. Sigurðarson

Þetta er aldeilis taktík til að maxa fólk út amk.. ;-)

Steinn E. Sigurðarson, 11.4.2006 kl. 17:43

4 Smámynd: Sigurður G. Tómasson

Gamla bragðið, sem átti við á uppboðum en á ekki að öllu leyti við á Ebay, er að bíða fram á síðustu stundu og bjóða þá talsvert hærra en síðasti bjóðandi, "stökkva", sem kallað var. Þá kom venjulega hik á hæstbjóðanda sem dugði til þess að uppboðshaldari sló hamrinum í þriðja sinn. Á Ebay er tíminn ákveðinn fyrirfram. Maður býður líka hámarksupphæð og ræður ekki þrepunum. En samt er oft hægt að ná hlutum með því að bíða fram á síðustu mínútu.

Sigurður G. Tómasson, 12.4.2006 kl. 11:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

einherji

Höfundur

Sigurður G. Tómasson
Sigurður G. Tómasson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...urgtomasson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 45707

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband