Gjafir eru yður gefnar

    Mikið ljómandi er nú að búa við slíka rausn sem kjörnir fulltrúar okkar búa okkur. Að ekki sé nú minnst á stefnufestuna og skilyrðislausa hollustu við allt sem heiðarlegt er og gott. Og þessa einlægu og inngrónu sannleiksást. Eða það skyldi maður ætla. Hér á ég auðvitað við eftirlaun stjórnmálamannanna sjálfra. Þeir eru hjartanlega sammála þeim sem bent hafa á að óeðlilegt sé að pólitíkusar skuli - einir allra í samfélaginu - geta notið fullra eftirlauna, þótt þeir séu í starfi hjá sama atvinnurekenda. Þeir taka líka heilshugar undir það að óeðlilegt sé að pólitíkusar geti safnað margföldum eftirlaunarétti hjá sama vinnuveitanda og það án þess að hafa nokkru sinni greitt þetta sjálfir. Þeir eru innilega sammála því að þetta sé ótækt. Þeir hafa líka hver um annan þveran býsnast yfir því að þetta skuli hafa verið samþykkt án þess að gerð hafi verið grein fyrir kostnaðinum. Þeim finnst það fullkomlega óviðunandi að útgjöldin við þetta hafi reynst tífalt hærri en talað var um.

    Þeir hafa hvað eftir skorið niður ofrausn í ölmusu ríkisstarfsmanna. Jafnvel með reglugerð. Þeir sfnámu lög um kjaradóm.... og reyndar síðasta úrskurð hans, sem þó var settur eftir lögum sem þeir höfðu búið til sjálfir.

    Guði sé lof að við eigum svona sannorða, óeigingjarna, heiðarlega, sanngjarna og vitra stjórnmálamenn. Hvernig færi annars fyrir okkur?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steinn E. Sigurðarson

Guði sé lof að þingmennska er ekki starf sem laðar að sér fólk með dollaramerki í augum, eða hvað?

Steinn E. Sigurðarson, 16.4.2006 kl. 16:13

2 Smámynd: Anna Pála Sverrisdóttir

Ja, orðið atgervisflótti hefur verið notað um pólitíkina og spurning hvað er mikið rétt í því. En þetta er náttúrulega þægileg innivinna og ágætis tekjur að sitja á Alþingi þótt bankarnir og einkageirinn borgi betur. En hjá þeim þarf maður víst að vita eitthvað um fjármál.

Anna Pála Sverrisdóttir, 16.4.2006 kl. 23:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

einherji

Höfundur

Sigurður G. Tómasson
Sigurður G. Tómasson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...urgtomasson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband