Með allt á hælunum

    Enn er verið að tala um eftirlaun stjórnmálamanna. Eins og kunnugt er eiga stjórnmálamenn fyrst og fremst að hlýða samvisku sinni. Þeir eru ekki bundnir af öðru. En ekki eru ákvæði í stjórnarskrá um það að samviska pólitíkusa skuli ekki vera úr gúmmíi. Nú hefur semsagt komið í ljós enn einu sinni, að þetta dásamlega teygjanlega efni hefur verið brúkað í innviði þeirra sem við höfum valið okkur til forystu. Og svo er líka eins og þetta undursamlega efni, gúmmíið, sé jafnvel enn teygjanlegra þegar því hefur verið komið fyrir innan í pólitíkusi en það er endranær. Og er þó eitt af furðuverkum hvers dags. 

    Þeir gátu ekki vatni haldið þegar kjaradómur fór eftir því sem þeir höfðu sjálfir sett honum fyrir og dæmdi æðstu mönnum ríkisins kauphækkanir í samræmi við það. Þeir settu dómstólinn af og námu úrskurðinn úr gildi.

    Þeim kom gjörsamlega á óvart hvað þeirra eigin breytingar á eftirlaunum þeirra sjálfra kostuðu.

    Þeir höfðu dómarana með í pakkanum á sínum tíma. Hugsanleg skýring  á þeirri ráðstöfun er að erfiðara er að hnekkja þessari ráðstöfun í gegnum dómskerfið.

    Þeir koma sér upp kerfi, fyrir sig, þar sem fólk öðlast eftirlaunarétt á margfalt styttri tíma en allir aðrir og eftirlaunin eru ekki í neinum tengslum við iðgjöldin. Á sama tíma beita þeir sér fyrir því að aðrir ríkisstarfsmenn fái eftirlaun í samræmi við greidd iðgjöld í sjóðinn.

    Þeir koma því svo fyrir, að menn geta fengið eftirlaun, þótt þeir séu áfram í fullu starfi fyrir sama atvinnurekanda, ríkið.

    Eru engin takmörk á teygjanleikanum? Er þá enginn endir á vanitatis?

    En það sem er kannski merkilegast: Við kjósum þetta fólk aftur og aftur.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steinn E. Sigurðarson

Stjórnmál á íslandi, og líklega á flestum stöðum í heiminum, mjög klístrugar klíkur að slást. Maður kemst ekkert áfram nema vera hluti af klíku, og það er ekki auðvelt fyrir hjartahreint hugsjónafólk að stökkva inn á stríðsvöllinn án þess að vera rifið niður af öllum í kringum sig, principally því það tilheyrir ekki réttu klíkunni. Það er ein hlið ástæðunnar fyrir því að við sjáum þetta sama gúmmísamviska fólk aftur og aftur á þingi, fólkið sem ætti frekar heima þarna, hefur yfirleitt vit á því að láta klíkurnar ekki rífa sig í tætlur, og því er skortur á góðu fólki í pólitík.

Steinn E. Sigurðarson, 18.4.2006 kl. 13:51

2 Smámynd: Bragi Einarsson

Já, ástæðan er eflaust sú að við hugsum með Litla heila, en ekki þeim stóra. Litli heili hefur ekki stærra minni en sem samsvarar 64k. Miðað við hve tæknióð við erum, er mér þetta algjölega óskiljanlegt. Á þetta spila stjórnmálamenn og hlægja svo af minnisleysi landans.

Bragi Einarsson, 19.4.2006 kl. 12:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

einherji

Höfundur

Sigurður G. Tómasson
Sigurður G. Tómasson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...urgtomasson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 45718

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband