Tjaldurinn kominn

Ég get ekki orða bundist. Sá tvo tjalda hérna í dalverpinu í Seljahverfi í gær, þá fyrstu sem ég sé í vor. Í sama bili flugu fimm lóur yfir. Nú hlýtur að fara að bregða til hlýinda. Þegar þetta er skrifað virðist veðrið gott, bjart og stillt. Ekkert kemst ég samt til þess að bleyta flugu um helgina, því Steinunn setti smáauglýsingu í Fréttablaðið um bílskúrssölu hér í Vogaselinu. Þar má aldeilis finna margan góðan gripinn! Stórfurðulegt að maður skuli geta fengið af sér að láta öll þessi djásn frá sér! Og það er kannske ekkert skrýtið þótt hér sé ýmislegt til. Meðal annars er hér afgangur af þrem veitingahúsum ofl. ofl..

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steinn E. Sigurðarson

Já, það er engu lagi líkt hvernig mamma hreinsar "drasl" útúr hverjum krók og kima hússins þessa dagana, þetta er agalegt :-O

Steinn E. Sigurðarson, 22.4.2006 kl. 15:02

2 Smámynd: Sigurður G. Tómasson

Maður á fullt í fangi með að verja ættarsilfrið!

Sigurður G. Tómasson, 22.4.2006 kl. 17:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

einherji

Höfundur

Sigurður G. Tómasson
Sigurður G. Tómasson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...urgtomasson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband