Hlýnun í snjó og kulda

Ég sé að þrátt fyrir mestu snjóþyngsl í Reykjavík í fjórtán ár og eiginlega bara fimbulkulda, sem ekki sér fyrir endann á hafa menn ahyggjur af hlýnun. Það er nefnilega ekki sjálfgefið að hér sé alltaf hlýtt og notalegt þótt hlýnun og jöklabráðnun valdi flóðum og hörmungum um víða veröld. Í New York Times í dag er grein um bráðnun jökla á Grænlandi. Þar er því spáð að bráðnun Grænlandsjökuls kunni að valda eins til tveggja feta hækkun sjávarborðs á næstu áratugum. Það mun leiða til stórvandræða víða um heim, stórar lendur nálægt sjávarborði munu flæða og hætta á skemmdum af völdum illviðra margfaldast. Hér á landi gæti þetta eflaust haft áhrif. Flóðahætta í þorpum og bæjum á Suðvesturlandi mun aukast og gera þyrfti ráðstafanir t.a.m í Reykjavík til þess að verjast sjógangi og flóðum í vondum veðrum.

Ýmis merki sjást hér um hlýnun síðustu ára. Stór stöðuvötn eins og Þingvallavatn hefur ekki lagt síðustu ár, sem var nauða sjaldgæft á síðustu öld. Ég var á ferð í Þingvallasveit á sunnudag. Þá var enginn eða nær enginn ís á vatninu  þrátt fyrir langan frostakafla undnfarið. Að vísu sjaldnast logn. Í nótt var 17-18 stiga frost þar eystra í lygnu veðri. Kannski hefur vatnið náð að leggja. Því miður eru rannsóknir ekki nægar á vatnsbúskapnum þarna. Lítið er t.d. vitað um breytingar á innrennsli, bæði er varðar magn og hita. Til eru ágætar rannsóknaniðurstöður Freysteins Sigurðssonar og Guttorms Sigbjarnarsonar en vöktun vantar í þessu eins og fleiru. Mætti kannski stinga því að Þingvallanefnd að leggja þar eitthvað til málanna og Orkuveitan og Landsvirkjun mega borga enda njóta þessi fyrirtæki ávaxtanna af vatninu í kvosinni. Og fyrst verið er að tala um Landsvirkjun og Þingvallavatn: Senn fer að vora. Þá kemur í ljós hvort Landsvirkjun hagar rennsli úr vatninu með þeim hætti að sómi sé að, eða hvort fyrirtækið verði áfram með allt á hælunum. Hvort ráðamenn Landsvirkjunar hafa áttað sig á því að Þingvallavatn og virkjanirnar í Soginu geta verið sýningargluggi á raunverulega umhverfisstefnu fyrirtækisins.


mbl.is Bráðnun hafíss hraðar hlýnun andrúmsloftsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlynur Jón Michelsen

Vertu duglegri að blogga.

Hlynur Jón Michelsen, 18.1.2007 kl. 02:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

einherji

Höfundur

Sigurður G. Tómasson
Sigurður G. Tómasson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...urgtomasson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 45646

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband