Með smellum að aftan

Ég tók svolítið til hjá mér um daginn og komst þá að því mér til skelfingar að ég átti alltof mörg jakkaföt, óteljandi skyrtur, að ekki sé nú talað um bindin! Rauði krossinn hefur nú þegar fengið að njóta einhvers af þessu. Og þetta finnst í mínum fórum, þótt mér líði ævinlega best í gallabuxum og bol. En talandi um bindin, hengingaról smáborgarans eins og einn vinur minn í Fylkingunni orðaði það fyrir nokkrum áratugum. Hafiði séð hvað þeir eru með breið bindi og ógurlega hnúta, sjónvarpdrengirnir okkar? Þarna er greinilega einhver djarfur útlitshönnuður með puttann á trafinu, því sjónvarp snýst að verulegu leyti um umbúðir en ekki innihald. Mér finnst þetta nánast eins og sveitamenn um 1960 að fara á réttaball. Eða aðalfundur í Búnaðarfélaginu. Eins og allur gallinn sé úr kaupfélaginu. Stundum gúlpast líka utan um þetta jakki, sem er eins og hann sé með smellum eða reimum að aftan, hann er einhvern veginn svo undarlega settur á drenginn. Eða settur með flipum eins og flík á dúkkulísu. Og með þessum ásmellta jakkafronti, kaupfélagsstærð af bindishnúti vantar eiginlega ekkert á stjörnuna nema skvettu af kinnalit, til þess að fullkomna ásynd sakleysisins.

Má ég þá frekar biðja um hettubolinn! Að ég tali nú ekki um efnistök af viti! En nú er ég kannski farinn að gera kröfur um eitthvað sem ekki á heima í sjónvarpi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður G. Tómasson

Ég á ennþá eina eða tvær mussur. Háa skó átti ég aldrei. Vinur minn Pétur heitinn Kristjánsson átti þá flottustu sem ég man eftir. En ég átti flottan , bláan, þykkan frakka úr seinna stríði. Hann hvarf á dularfullan hátt úr fataskápnum mínum!

Sigurður G. Tómasson, 16.12.2006 kl. 15:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

einherji

Höfundur

Sigurður G. Tómasson
Sigurður G. Tómasson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...urgtomasson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 45701

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband