Gunnar fær reikninginn

Í fréttum útvarpsins í kvöld var frá því greint, að Skógræktarfélag Reykjavíkur hefði í dag falið lögmanni sínum að kæra Kópavogsbæ fyrir eignaspjöll ofl. á Heiðmörk. Var sagt að tjónið vegna 1000 trjáa sem horfin væru næmi um 38 milljónum. Ekki kom fram hvort allur skaði væri talinn í þessari fjárhæð. Því er ljóst að vatnsveituævintýri Gunnars Birgissonar mun kosta skattgreiðendur í Kópavogi ærnar fjárhæðir.    

    1996 vildi Gunnar ekki una verðlagningu Vatnsveitu Reykjavíkur á kalda vatninu og krafðist gerðardóms. Úrskurður dómsins var 40% hærri en Reykvíkingar höfðu boðið. Við þetta hafa Kópavogsbúar mátt una þar til í fyrra en þá lækkaði Orkuveitan verðið að eigin frumkvæði. Vangaveltur um það að fyrirhuguð vatnssala til Garðbæinga, til komin vegna þess að Kópavogur fór út í "gróðavænleg" viðskipti með hesthúsalóðir, hafi valdið óðagoti bæjarstjórans læt ég liggja milli hluta. En síðasta dag griðatíma Skógræktarfélagsins notaði leiðtoginn ekki til sátta heldur til þess að hóta félaginu meiðyrðamáli. Félagið segir að 1000 tré hafi horfið. Fimmtíu fann lögreglan suður í Hafnarfirði. Hvað varð um hin?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er alveg ótrúlegt hvernig 100 tré geta orðið að 1000. Þessir útreikningar minna einna helst á öfga Sovéttrúboðsins hér á árum áður. Ekki orð markandi það sem sagt er.

Það er spurning hvort maður ætti ekki að fá þann sem fann út þennan fjölda til að reikna út launin sín, þá þyrfti maður ekki að kvíða neinum mánaðarmótum eða Visa tímabilum.

Þessi frétt útvarpsins er með hreinum ólíkindum, þessi 100 tré orðin þúsund, 300 metra langur skurður orðinn meira en kílómeter að lengd og annað eftir því.

Sagt er að eytt hafi verið gróðri á 2400 fermetra svæði og mikið af því hafi verið vegna þess að verktakinn hafi farið út fyrir teikningar. Nú veit ég ekki hvort það er vegna greindarskorts eða bara illgirni sem svona fullyrðingar koma fram. Fjarlægð voru tré á um fjörtíu metra kafla og aðeins 12 þeirra vegna skekkju í mælingu hjá verktaka.

Þessi framkvæmd hafði staðið yfir í að minnsta kosti einn mánuð þegar þessi Helgi Gíslason hjá SR veitti því athygli og því spurning hvað hann er að sýsla á daginn þegar hann á að vera í vinnunni. En það skiptir vísast ekki máli — því starfið er svo göfugt.

það vekur líka athygli með þessa frétt að Sjónvarpið sá ekki ástæðu til að taka hana upp í sínum aðalfréttatíma nú áðan. Ekki er heldur mikið að sjá um þetta á bloggsíðum þeirra þungavigtarmanna sem nota þennan miðil til að tjá sig. Helst er að sjá að hinir hefðbundnu dægurþrasarar geri sér mikinn mat úr þessu máli og þá oft án þess að gæta að staðreyndum líkt og ítrekað hefur gerst einmitt hér á þessari síðu.

Guðmundur Sigurðsson (IP-tala skráð) 28.2.2007 kl. 21:07

2 Smámynd: Sigurður G. Tómasson

Hvernig tengist þú málinu?

Sigurður G. Tómasson, 28.2.2007 kl. 21:15

3 identicon

Hef kynnt mér þetta mál bærilega. Hef fyrir margt löngu lært að taka ekki trúanlegan einhliða málflutning, sama hver ber hann á borð fyrir mig.

Þætti vænt um að þú myndir leggja það á þig líka, sannleikurinn er ekkert til að óttast.

Hins vegar er ég nokkuð klár á því að þú tengist málinu.

Guðmundur Sigurðsson (IP-tala skráð) 28.2.2007 kl. 21:19

4 Smámynd: Sigurður G. Tómasson

Ég ítreka: Hvernig tengist þú málinu. Sjálfur nota ég tölur og upplýsingar úr fréttum. Hvaðan koma þínar. Ég er reyndar staðkunnugur iog fyrrverandi framkvæmdastjóri SR. Og því veit ég að þú ferð með staðlausa stafi. En ég ítreka: Hver eru tengsl þin við málsaðila, hönnuði, verktaka eða verkkaupa?

Sigurður G. Tómasson, 28.2.2007 kl. 21:40

5 identicon

Ég er áhugamaður um skógrækt á íslandi þó einkum í hinum dreifðu byggðum landsins.

Hef sjálfur farið og skoðað vettvang sem og leitað mér upplýsinga, meðal annars hjá þeim sem voru þarna að störfum.

Þær upplýsingar segja mér að það sért þú sjálfur sem veltist á milli staðlaustra stafa.

Skora á þig að fara uppí Heiðmörk og skoða vettvang þar sem þú getur meðal annars mælt lengd þessa skurðar.

Ef við verðum ekki sammála eftir þá vettvangsferð skal ég fúslega koma með þér þangað og við getum borið saman bækur okkar á staðnum.

Hvers vegna heldur þú að nauðsynlegt sé að vara málsaðili til að taka afstöðu í málum.

Klárlega er ég ekki tengdur SR enda mydi mín þolinmæði ekki bjóða uppá hangs eins og til að mynda Helgi Gíslason virðis komast upp með.

Það ótrúlegt að starfsmaður í Heiðmörk skuli ekki veita athugli 50-70 tonna jarðýtum sem ólmast í mánuð eða lengur á þessu svæði sem hann á að gæta.

Guðmundur Sigurðsson (IP-tala skráð) 28.2.2007 kl. 21:49

6 identicon

Dauðans, endemis bull og þvaður er þetta, í þessum flugumanni og leigupenna Kópavogsbæjar (=Klæðningar ehf.) sem hér kýs að kalla sig "Guðmund Sigurðsson." Ég held að maðurinn sé að vinna málstað umbjóðanda síns álíka gagn og bæjarstjóranum hefur tekist á liðnum vikum, með þvergirðingi, lygum og hótunum í garð brotaþolans.

Hvarf hinna brottnumdu 950 trjáa (1000 mínus þau 50 tré sem fundust í "betrunarvistinni" í Hafnarfirði) mun áreiðanlega upplýsast við lögreglurannsókn, sama hvað "Guðmundur Sigurðsson" maldar í móinn og sama hvað hann togar fast í hár sitt og skegg. Ástæðan er sú að erfitt verður að fela stolna barrtrjálundi til lengdar fyrir laganna vörðum, í jafn skóglausu landi og okkar. Kannski væri rétt hjá Skógræktarfélagi Reykjavíkur að birta tilkynningar í fjölmiðlum þar sem lýst er eftir hinum týndu, sígrænu börnum sínum, þar sem sumarbústaðaeigendur á Suðurlandi væru sérstaklega hvattir til að fylgjast vel með barrskógarlundum sem skyndilega hefðu skotið upp kollinum hjá nágrönnum á einni nóttu, líkt og gorkúlur?

Mér skilst reyndar á fréttinni af kæru Skógræktarfélags Reykjavíkur að  kæran lúti að mun fleiri brotum en aðeins umræddu ólöglegu brottnámi trjáa og öðrum eignaspjöllum í leyfisleysi. Kæran lýtur einnig að broti á skógræktarlögum, náttúruverndarlögum og skipulags- og byggingarlögum.

Sigurður Guðmundsson (IP-tala skráð) 1.3.2007 kl. 00:29

7 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Nú fer þetta að verða spennandi! Komið kjöt á beinin og jafnvel krydd líka.

Endilega haldið áfram, ég vil fá niðurstöðu úr þessum deilum. Spurning hvort ekki þurfi að hafi einhver vitni þarna í Heiðmörkinni, þegar þið hittist. Önnur eins voðaverk hafa nú verið framin þarna.

Ég bíð spenntur

Gunnar Th. Gunnarsson, 1.3.2007 kl. 11:45

8 identicon

Gunnar Theodór Gunnarsson! Hvaða vanmetakennd og ófullnægja rekur þig til að tröllast á bloggum annarra? Þér væri sæmst að halda þig í eigin sandkassa og einbeita þér þar að því að segja eitthvað vitrænna og uppbyggilegra en til þessa.

Gapripill (IP-tala skráð) 2.3.2007 kl. 02:28

9 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ja sei, sei, maður hættir sér nú ekki út í þennan sandkassa.  Þetta er nú ekki í fyrsta sinn, sem maðurinn með stóra andlitið gerir stór mistök. Ég verð samt að segja, sem leikmaður að mér finnst 38 milljónir full vel í lagt þarna. Er verið að miða við útsöluverð Jólatrjáa þarna? Hvernig væri að gefa þessum verktökum séns á að laga þetta eftir sig í samvinnu við sérfróða skóræktarmenn í stað þess að hleypa þessu svona út í óleysanlegar og óraunsæjar deilur á meðan landinu blæðir. Þetta gæti stðaið svona í árafjöld á meðan þetta er að velkjast í dómskerfinu. Þetta er voðalegt ofstækissamfélag að verða hérna hjá okkur.

Jón Steinar Ragnarsson, 2.3.2007 kl. 03:43

10 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það er nú ekki svaravert það sem frá huglausum nafnleysingjum kemur. En svona þér til upplýsingar Gaspri þá er gert ráð fyrir athugasemdum í flestum bloggum. Ef bloggsíðueigandinn vill ekki fá komment þá tekur hann þennan möguleika út. Ef hann vill bara athugasemdir frá Já fólki þá verður hann að taka það fram á forsíðunni. Eins er hægt að að eyða athugasemdum eða útiloka tiltekna SKRÁÐA notendur. Varst þú útilokaður?

Gunnar Th. Gunnarsson, 2.3.2007 kl. 09:32

11 Smámynd: Sigurður G. Tómasson

Ekki get ég verið að eltast við þótt einhverjir hafi gaman af skoðanaskiptum um umhverfisspjöllin á Heiðmörk. En það þykir mér grátt gaman. Fyrir mér er þetta alvörumál. Og enn skal ítrekað að ég þekki vel staðhætti á Heiðmörk og fór auk þess og kannaði vettvang. Ekki mældi ég skurðina en sé enga ástæðu til þess að véfengja skógfræðinga Skógræktarfélags Íslands. Ég hef ekki ereynt þá að ósannindum eða glannaskap hingað til. Í einni athugasemd hér á þessu bloggi var því haldið fram að sést hafi til vörubíla með tré á leið austur fyrir fjall. Eitt er víst: Trén sem hurfu voru miklu fleiri en þessi fimmtíu sem lögreglan fann. Hvar eru hin?

Sigurður G. Tómasson, 2.3.2007 kl. 14:54

12 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Mér finnst þetta reyndar alvarlegt mál líka. Ég er garðyrkjufræðingur að mennt með séstakan áhuga á skógrækt. Og þegar ég kem til höfuðborgarinnar sem mig  ól til 29 ára aldurs, þá fer ég fjarnan rúnt um borgina gagngert til að skoða fallegustu trén sem eru í uppáhaldi hjá mér. Það  eru t.d. 3 í miðborginni sem ég held mikið uppá en það er álmurinn neðst á Túngötunni, silfurreynirinn í Fógetagarðinum og hlynurinn á horninu á Suðurgötu og Vonarstræti.  Ég fer líka oft í Heiðmörkina þegar ég kem suður og Elliðaárdalinn.

Það er blóðugt að sjá sjálfboðaliðastarf eyðilagt með svona klúðri, en mér sýnist bara klúðrið vera frá báðum aðilum. En pólitík kemur þessu hvergi nærri að mínu mati. En það er reynt að gera sér mat úr þessu, enda kosningar í nánd

Gunnar Th. Gunnarsson, 2.3.2007 kl. 15:22

13 Smámynd: Sigurður G. Tómasson

Gunnar! Ég horfi á málið frá sjónarhorni skógræktarmannsins. Án þess að ég hafi séð samninginn milli Reykjavíkurborgar og Kópavogs, þá sýnist mér hafa verið klaufalega á málum haldið. Borgin átti t.a.m að hafa SR með í ráðum og er samningsbundin um það. Þá get ég ekki séð að borgin hafi getað lofað framkvæmdaleyfi innan mánaðar, ef hún þá gerði það. En skeytingarleysið í garð skógræktar og umhverfis er æpandi í þessu máli öllu. Nú tala menn um að rifta samningnum. Ég veit ekki hvort það er hægt. Og ekki færir það okkur trén og umhverfið. En kannski læra menn eitthvað af þessu.

Sigurður G. Tómasson, 2.3.2007 kl. 20:03

14 Smámynd: Sveinn Hjörtur

Bara að kvitta fyrir lesningu, sem er afar áhugaverð. Mér finnst þetta eitt stórt sorgarmál. Er áhugamaður um skógrækt og finnst þetta í einu orði sagt KLÚÐUR. Auðvitað átti að hafa SR með í þessu. þeir þekkja þetta mannabest og vita hvernig hagsmunir skógarsvæðisins er best borgið. Auk þess hefðu þeir bjargað þessum trjám frá svartabraski, sem virðist vera raunin...

Ef þarf að rannsaka eitthvað mál enn frekar þá er það þetta! Sárt að sjá þetta gerast með Heiðmörkina.

Svo er eitt annað sem ekki, (held ég amk.) komið fram hér; Hvers vegna var ekki farið í það að nota jarðborun? (Man ekki heitið fyrir þessa aðgerð, en hún er þannig að allt er gert neðanjarðar og lítið rask). Við erum að tala um skógræktarsvæði, ekki ruslahauga!

Sveinn Hjörtur , 2.3.2007 kl. 21:58

15 identicon

Það var reynt að hafa Skógræktarfélag Reykjavíkur með í ráðum.  Fulltrúi Oruveitu Reykjavíkur, sem fylgdist með framkvæmdunum fyuri hönd OR, hafði samband við SR áður en hreyft var við nokkru tré á svæðinu — þaðan bárust engin viðbrögð.

Algjört áhugaleysi SR verður að teljast nokkuð merkilegt og ekki hægt að skilja það öðruvísi en að þeim hafi verið sama, enda hefðu þeir átt að vera búnir að kynna sér hvað væri um að vera — löngu áður en framkvæmdir hófust.

það er mitt mat að þessi framkvæmdarstjóranefna félagsins standi sig alls ekki í vinnunni og því sem komið sem er. Þessi Helgi Gíslason framkvæmdarstjóri hefði átt að vita allt um þetta mál, ef hann sinnti starfi sínu í stað þess að rækta í sér kæruleysis- eða letihauginn.

Ég get tekið undir með þér Sigurður að þetta mál er á margan hátt klaufalegt, en upphrópanir Helga, þar sem hann þjófkennir fólk og kallar lygara eru ekki til þess fallnar að bæta þar um.

Get líka tekið undir að það er gott að fá rannsókn á þessu máli þó ekki væri nema til þess að skógræktarmenn lærðu að nota kvarða til að mæla út stærðir landsvæða.

Guðmundur Sigurðsson (IP-tala skráð) 4.3.2007 kl. 11:22

16 identicon

Hér hefur "Guðmundur Sigurðsson" greinilega farið bloggvillt, og heldur hann áfram umræðu sem ætti betur heima hjá Þrymi Sveinssyni

Óskaplega ert þú einbeittur, "Guðmundur Sigurðsson" (eða Kristinn eða hvað þú nú heitir í raunveruleikanum), í þeim ásetningi þínum að bera ljúgvitni gegn náunga þínum og dreifa um hann dylgjum og óhróðri. Það hefur áður komið fram í fréttaviðtölum, að ekkert 'raunverulegt' samráð var nokkru sinni haft við Skógræktarfélag Reykjavíkur, hvorki í tíð núverandi né fyrrverandi framkvæmdastjóra.

Sömuleiðis er það lygi hjá þér, að framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur hafi þjófkennt einhvern nafngreindan mann eða fyrirtæki. Í fréttaviðtölum notaði hann aldrei orðið 'þjófnað', heldur 'brottnám', 'hvarf' o.s.frv. Staðreyndin er engu að síður sú, að 95% þeirra trjáa, sem tekin voru ófrjálsri hendi þann 9. febrúar, hafa enn ekki fundist. Skýringarnar á þessu trjáhvarfi eiga örugglega eftir að upplýsast við lögreglurannsókn.

Hvort sem þjófar hafi farið ránshendi um Heiðmörk þann 9. feb. eður ei, er ljóst að fleiri en ein og fleiri en tvö lög hafa þar verið brotin í Heiðmörk af Kópavogsbæ/Klæðningu. Og sumum virðist sem Kópavogsbær sé staðráðinn í að brjóta sum þessara laga innan eigin bæjarfélags: sjá "hér". Kannski er þessi hegðun til marks um að einhver vilji hefna þess í héraði (Kópavogi) sem hallaðist á Alþingi (í Heiðmörk)?

Sigurður Guðmundsson (IP-tala skráð) 5.3.2007 kl. 00:16

17 Smámynd: Hlynur Jón Michelsen

Prenta fréttSenda fréttFyrst birt: 07.03.2007 21:49Síðast uppfært: 07.03.2007 21:50Heiðmörk: Framkvæmdaleyfi gefið

Skipulagsráð Reykjavíkur gaf í dag út framkvæmdaleyfi fyrir lagningu vatnslagnar frá Vatnsendakrikum um Heiðmörk innan lögsögu Reykjavíkurborgar.

Leyfið er skilyrt því að með markvissu eftirliti með framkvæmdinni, í samvinnu við Kópavogsbæ og verktakafyrirtækið Klæðningu, verði tryggður viðunandi frágangur. Verktökum er skylt að hafa samráð við Orkuveitu Reykjavíkur, Garðyrkjustjóra Reykjavíkur og framkvæmdastjórn vatnsverndarsvæðis höfuðborgarsvæðisins við verkið.  Í þessu skyni verða haldnir vikulegir fundir.

Þá er skylt að tilkynna Skógrækt Reykjavíkur þegar taka þarf upp tré og skal þá haft samráð um varðveislu og geymslu þeirra.  

« Til baka

Fara á fréttavef »

on error resume next If p__msd = "true" Then For i = 2 to 6 If Not(IsObject(CreateObject("ShockwaveFlash.ShockwaveFlash." & i))) Then Else p__r_f = 2 p__r_v = i End If Next End If If p__r_f = 0 Then p__r_f = 1 End If
<img width="1" height="1" src="http://ruv.teljari.is/potency/potency.php?o=25;i=2;p=frettir_frett_full_lengd" alt="" border="0" /> Navigation tree Veffréttir
textavarp@ruv.isFréttastofa Sjónvarps
sjonvarpsfrettir@ruv.is
tvnews@ruv.isFréttastofa Útvarps
utvarpsfrettir@ruv.is Ríkisútvarpið - Efstaleiti 1 - 150 Reykjavík - Sími: 515 3000 - webmaster@ruv.is

Hlynur Jón Michelsen, 7.3.2007 kl. 22:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

einherji

Höfundur

Sigurður G. Tómasson
Sigurður G. Tómasson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • ...urgtomasson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 45713

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband