Til hvers?

Í síðasta pistli mínum var ég að tala um vatnshæðina í Þingvallavatni. Í athugasemd sem ég skrifaði sjálfur í gær gat ég þess að lækkað hefði í vatninu  um 10 sentimetra  síðustu fjóra dagana eða svo. Ekkert lát virðist vera á þessari lækkun, og vatnshæðin komin niður fyrir 100,4 m.y.s. enda rennsli enn um 133  rúmmetrar á sekúndu í  Sogi við  Ásgarð.  Engin skýring hefur fengist á þessum uppátækjum Landsvirkjunar. Í nýsettum lögum um verndun vatnasvæðis Þingvallavatns eru ákvæði um að umhverfisráðherra geti sett reglur um breytingar á vatnshæð. Ég skora á nýjan umhverfisráðherra, Jónínu Bjartmarz að setja þessar reglur strax. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður G. Tómasson

Ég held að ég verði að skrifa smá athugasemd. Eiginlega við eigin skrif. Í fyrri pistli mínum("Komin aftur"), gat ég þess að mér hefði verið sagt að vatnsborðið hefði lækkað um 10 sentimetra en ég hefði ekki staðreynt þetta sjálfur. Eftir athugun á vatnshæðarmælinum við Skálabrekku sýnist mér að þessi lækkun hafi ekki verið nema 4-5 sentimetrar en er kannski yfrið nóg ef hún veldur áfalli í lífríkinu. Nú síðustu daga hefur lækkunin á hinn bóginn verið tæplega 14 sentimetrar. Og svo allrar sanngirni sé gætt þá hefur ástandið verið snöggtum skárra í vatninu seinustu árin en áður var. Það lýsir sér í miklu betri bleikjuveiði, fjölgun urriða og betra ástandi lífríkisins almennt. Nokkur atriði koma þar til. Landsvirkjun hefur dregið úr sveiflum í vatnsborði. Nokkru vatni hefur verið hleypt framhjá stíflunni í útfallinu, svo bitmýtið hefur náð sér dálítið á strik, þótt því fari fjarri að það sé í líkingu við það sem var fyrir 1959. Þá hefur það líka komið til og á kannski þátt í því að urriðanum hefur fjölgað að lítið hefur verið um flóð í Öxará og því gæti afkoma klaks og seiða hafa verið betri en áður. Ég tel þó ekki síður líklegta að minni vatnsborðssveiflur hafi hér áhrif, því grynnsta vatnið er mikilvægt seiðunum á fyrsta skeiði.

Mér finnst rétt að þetta komi fram, ekki síst vegna þess að mér er sagt að vitnað hafi verið í þessa pistla í blöðum og sumir hafa reyndar haldið að þar hefði verið við mig rætt. Svo er ekki. Því er rétt að árétta að Landsvirkjun hefur tekið skref í rétta átt á liðnum árum, þótt betur megi ef duga skal.

Sigurður G. Tómasson, 11.7.2006 kl. 12:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

einherji

Höfundur

Sigurður G. Tómasson
Sigurður G. Tómasson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...urgtomasson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 45643

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband