Enn er sveiflað!

Síðustu tvo pistla hef ég skrifað um gríðarlegar sveiflur á vatnsborði Þingvallavatns. Engin skýring hefur fengist á þessu. Enn er ekkert lát á sveiflunum, nú síðustu daga hefur vatnsborð reyndar stigið um 7 sentimetra á tveimur dögum en í lækkunarlotunni þar á undan lækkaði um 14 sentimetra á sex dögum. Samsvarandi  eða jafnvel enn meiri sveiflur hafa verið á rennsli Sogsins. Þannig hefur rennslið við Ásgarð sveiflast frá rúmlega 80 rúmmetrum á sekúndu upp í 139 síðasta mánuð. Ég hef ekki handbærar tölur um náttúrulegt meðalrennsli við Ásgarð en gæti trúað að það væri um 110 rúmmetrar á sekúndu. Rennslið úr Þingvallavatni er í kringum 100 og kemur megnið af því úr lindum eða u.þ.b. 90. Fimm koma úr ám og öðru yfirborðsrennsli og fimm falla á vatnið sem úrkoma. Að jafnaði má búast við að írennsli minnki frá vori til hausts. Við náttúrulegar aðstæður er því lítið um sveiflur á sumrin. Úrhellisrigning, t.d. 30 mm á sólarhring, sem er fremur sjaldgæft hækkar vatnsborðið í raun um aðeins  30 mm. Sveiflur Landsvirkjunar eru því úr öllum takti við það sem lífríkið hefur lagað sig að á 10 000 árum. Þetta nær vitaskuld ekki nokkurri átt. Eina hugsanlega skýringin er sú að Landsvirkjun noti Þingvallavatn til þess jafna út einhverjar sveiflur í raforkukerfinu og nýti þá virkjanirnar í Sogi eins og toppstöð. LV virðist halda sig innan samkomulagsins um 20 sentimetra vatnsborðssveiflu en miðla purrkunarlaust innan þeirra marka. Þetta gera þeir þótt þeir segi í einni ársskýrslu sinni að Þingvallavatn sé ekki notað til miðlunar og hafi ekki verið síðan 1984. Ef ekki er um að ræða miðlun vegna raforkuframleiðslu hljóta menn að spyrja til hvers þetta sé gert. Eina svarið, ef ekki er um að ræða miðlun vegna rafmagnsframleiðslu, er heimska. Þetta hringl með vatnsborðið er fullkomlega óverjandi framkoma og eykur ekki á traust manna á fyrirtækinu. Virðist þó vera að Landsvirkjun þurfi síst á því að halda að fá á sig orð fyrir atlögu að náttúrunni, mikilvægasta stað þjóðarinnar og hinum eina sem er á heimsminjaskrá UNESCO. Við sem unnum Þingvallavatni setjum nú allt okkar traust á umhverfisráðherra og væntanlega reglugerð við lög um verndun vatnasviðs Þingvallavatns. Þar er unnt að banna Landsvirkjun þetta fikt og greinilega þörf á því, því fyrirtækið sér ekki sóma sinn í að gera þetta að eigin frumkvæði.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Athyglisverður póstur frá þér, Sigurður. Glöggur ertu, og láttu engann kjafta þig frá þessu þarfa rannsóknarefni þínu.

Jón Valur Jensson, 16.7.2006 kl. 17:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

einherji

Höfundur

Sigurður G. Tómasson
Sigurður G. Tómasson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...urgtomasson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 45645

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband