Hvað er að Friðrik?

Síðustu vikuna hefur Landsvirkjun verið að sturta niður úr klósettkassanum sínum sem við hin köllum Þingvallavatn. Þessi síðasta atlaga að vatninu hófst 31. júlí. Þá  var rennsli Sogsins aukið úr 92 rúmmetrum á sekúndu og upp í 118 en hefur síðustu dagana verið um 112. Það er um 10% yfir eðlilegu sumarrennsli. Nú hefur sniglableikjan nýlokið hrygningu. Mikið líf er í vatninu. Efstu sentimetrarnir eru mikilvægasti hluti lífríkisins. Landsvirkjunarmenn hafa haldið því fram að þeir hafi ekki notað Þingvallavatn til miðlunar síðan 1984. Nú hafa þeir sturtað niður þrisvar í sumar meðan lífið ætti að vera í hámarki. Er Landsvirkjun að ljúga því að vatnið sé ekki notað til miðlunar? Ert þú, Friðrik Sophusson, að afla fyrirtækinu vinsælda með þessu og sanna það að LV láti sér annt um lífríkið eða er þetta skerfur til þess að auka hróður Íslendinga erlendis sem nýlega fengu því áorkað að Þingvellir komust á heimsminjaskrá UNESCO. Ég hef ekki enn lesið nýsetta reglugerð um verndun vatnasviðs Þingvallvatns. En ég vona sannarlega að þar séu ákvæði sem geri kleift að afstýra umhverfisspjöllum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

einherji

Höfundur

Sigurður G. Tómasson
Sigurður G. Tómasson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • ...urgtomasson

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 45642

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband